Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Síða 47

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Síða 47
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 47 árum. Endurmenntun er í blóma hjá okkur og er miklu betur skipulögð en hjá nokkru öðru félagi innan BHM. Fræðslunefnd hefur hallað sér í auknum mæli að því að sjá til þess að auglýsa fræðslufundi sem okkur býðst að mæta á ef við höfum áhuga og er það vænni kostur en að halda fámenna fræðslufundi þar sem fleiri tertur mættu en áheyrendur eins og sorg legt dæmi er til um þegar 16 tertur mættu en 8 félagsmenn. Nýstofnuð siða- og samskipta nefnd sem samþykkt var að stofna á síðasta aðalfundi hefur komið saman og endurskoðað Siðareglur félagsins og fært þær í nútímalegra horf. Fyrir nefndinni liggur að starfa með álíka nefndum sem mæta á NML2005 fyrir hin Norðurlöndin en það er okkar að leiða nefndirnar á meðan við stjórnum NML. Fræðslusjóður Vegna breytinga á úthlutunarreglum vísindasjóðs og stofnunar fræðslusjóðs upp úr B-hluta vísindasjóðsins hefur formaður vísindasjóðsins Þórunn Run ólfsdóttir unnið mikið og gott starf og er nú búin að lofa sér til formennsku í fræðslusjóði á næsta kjörtímabili. Það ætti að vera léttara starf en það sem unnið var á meðan félagið tók 10% af framlagi vinnuveitenda til félagsmanna og skipti restinni jafnt milli allra eftir vinnuframlagsstuðli. Blað meinatækna Blaðið okkar blómstrar undir styrkri ritstjórn Steinunnar Oddsdóttur sem hefur að öðrum ólöstuðum notið mik illar aðstoðar frá Huldu Snorradóttur en Steinunn hefur nú tekið að sér að sjá um blaðið einu sinni enn – og í síðsta skipti að eigin sögn. Við þökk um henni fyrir að hafa komið blaðinu okkar í mjög gott horf. Veigamestu störf stjórnar MTÍ Stjórn MTÍ hefur verið samtaka og unnið ötullega að ýmsum málum sem ekki er hægt að tíunda öll hér. En þó skal stiklað á veigamestu atriðunum. Lög um meinatækna Síðastliðinn maímánuð leituðum við aðstoðar lögfræðings sem var enn ein á eigin störfum. Annað sem formaður og landlæknir ræddu var vandamál með samskipti milli rannsóknastofa. Gæðastjórar á LSH töldu sig ekki eiga með það að vera að segja öðrum rann sóknastofum til um gæðamál. Öðrum stofnunum finnst það heldur ekki vera rétt að LSH sé að segja þeim til. Landlæknir sagðist sjá að hér þyrfti einhvern til að stjórna gæðamálum og tilnefndi nokkra lækna til leiks. For maður taldi að það ætti að vera líf eindafræðingur sem færi með gæða eftirlit á rannsóknastofum sem kemur læknum ekkert sérstaklega við fram yfir það að þeir verða að fá vissu fyrir því að rannsóknastofurnar séu áreið anlegar. Sérfræðileyfi Í september 2004 tók formaður sig til og hóf að semja reglugerð um sér fræðileyfi til lífeindafræðinga. Vísað skyldi til þessarar reglugerðar við ritun nýrra laga um lífeindafræðinga. Auglýst var eftir starfsferilskrám þeirra lífeindafræðinga sem líklegir væru til að fá sérfræðileyfi á viðkom andi sviði. Bunki barst af mjög fram bærilegum starfsferilskrám. Voru menn í vanda í HTR þegar bunkinn barst þangað. Októberfest Októberfest, samkoma sú sem hófst með svo miklum glæsibrag 2003 var dapurleg 2004. Allt of fáir mættu af afmælisárgöngunum. Þegar á það er litið að Októberfest hófst vegna fyrir spurna afmælisárganga og eins að þarna er fullkominn grundvöllur fyrir því að „gamlir lífeindafræðingar“ kynnist nemum og sjái hvað þeir eru að gera er þetta enn þá dapurlegra. Er ástæða til að hætta þessum tilkostn aði? En betra væri að spyrja: Telja líf eindafræðingar enga ástæðu til að fagna útskrift sinni og þróun stéttar innar? Ég ætla rétt að vona að við finnum öll ástæðu til að fagna því þetta er lífsstarf okkar! Nýir félagsmenn Gamlir siðir eru oft ágætir og sjálfsagt að draga það upp úr hirslum minning anna sem gott er og er því komið að þeim lið sem við höfum saknað, sem aðferðin til að ýta á eftir lagabreyt ingu okkur til handa, 6. grein laga um meinatækna var orðin eins og myllu steinn um háls okkar. Við Helga Sigrún gjaldkeri fórum á fund Daggar Pálsdóttur, lögfræðings og fyrrverandi starfsmanns Heilbrigðis- og trygginga ráðuneytisins (HTR). Dögg skrifaði bréf sem bættist í bunkann af fyrri bréfum þar sem farið var fram á laga breytingu en til vara fór hún fram á það að Lög um meinatækna yrðu ein faldlega lögð niður svo að um okkur giltu lög um heilbrigðisstarfsmenn eins og hin 33 félögin. Ráðuneytið kallaði formann félags ins á fund þar sem bent var á það að niðurfelling laga væri ekki smærra verkefni fyrir Alþingi en setning nýrra laga og skyldum við fá lagabreyting una sem við höfum hamrað svo fast á að fá mjög bráðlega. Nú eru nýju lögin um okkur búin að lifa af umsagnir annarra, stjórnarfrumvarp til fyrstu umræðu og atkvæðagreiðslu, fara fyrir nákvæma umfjöllum Heil brigðis- og tryggingamálanefndar með fleiri innsendum umsögnum „sem flestar voru jákvæðar“ að sögn Jónínu Bjartmarz sem er formaður nefndarinnar. Lögin fara fljótlega til annarrar umræðu og allir sem nærri þessari vinnu koma hafa óskað okkur góðs gengis. Við vonum það besta. Vegna þess að við bíðum eftir nýjum Lögum um lífeindafræðinga munum við ekki slíta þessum aðal fundi formlega í lok fundar heldur auglýsa ný lög fyrir félagið - þá Félag lífeindafræðinga og halda sérstakan framhaldaðalfund um þau eins hratt og því verður við komið. Laganefnd er nú þegar búin að setjast niður og gera uppkast að nýjum lögum nýja félagsins. Nándarrannsóknir Í júnímánuði 2004 sneri formaður sér til landlæknis og ræddi við hann um mörg mál. Nándarrannsóknir, ófag lærða gervimeinatækna, gæðamál og lög um meinatækna, aðallega 6. grein ina. Landlæknir benti á að okkar styrkur lægi algjörlega í vottun og full vissu um gæðastaðal á öllum verkum okkar. Kallaði hann það „mjúku“ aðferðina til að öðlast rétt til ábyrgðar Félagsmál /aðalfundur MTÍ 2005

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.