Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Page 48

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Page 48
48 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. sagt þeim lið á aðalfundi þar sem nýir félagsmenn eru „innvígðir“. Fyrst skal geta þeirra Sigríðar Sigurðardóttur, félagsmanni númer 511 sem starfar á Sýklafræðideild LSH, og Þórunnar Sól eyjar Björnsdóttur, félaga númer 512 sem starfar á Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Þær voru okkar nýjustu félagsmenn en þær gengu í félagið 10. nóvember 2004, keyptu sér nælur og fengu númer á þann hátt sem hefur tíðkast undanfarin ár. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn! Gamall siður var endurvakinn af stjórninni í janúar. Allra nýjustu félags menn í MTÍ eru nú boðnir velkomnir á sama hátt og gert var þegar minn útskriftarhópur var boðinn velkom inn í hópinn „fyrir nokkrum árum“. Edda Rós Guðmundsdóttir, nýliði á erfiða verkefni að sjá um blóðsýna tökur á heilsugæslustöðvum eftir að LSH tók við þeirri þjónustu á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hildur Oddgeirs dóttir kom í land frá Vestmannaeyjum þar sem hennar er sárt saknað og er nú orðin hægri hönd Gunnhildar á Heilsugæslunni á Sólvangi í Hafnar firði. Helga Norland sem alltaf heldur tryggð við „varpstöðvarnar“, hvar sem hún annars fer, kom aftur í félagið frá nýjársdegi að telja og veri hún ævinlega velkomin. Nýjasta end urkoman er einyrkinn okkar á Húsavík, Kristín H. Guðmundsdóttir. Veri þær allar velkomnar aftur! Kristín Hafsteinsdóttir formaður MTÍ Ísótópastofu LSH, er félagsmaður númer 513 og Freyja Valsdóttir á Sýklafræðideild LSH er félagsmaður númer 514. Þær eru beðnar að gjöra svo vel að koma og taka við merkj unum sínum! Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Í okkar félagsskap er margt gert dálítið „öðru vísi“. Þess vegna erum við núna að bjóða aftur velkomnar í okkar hóp félagsmenn sem kvöddu af ýmsum ástæðum en hafa heilsað okkur upp á nýtt. Í apríl 2004 kom Þórunn Einarsdóttir Deaton aftur heim til starfa en hún hafði starfað sem lífeindafræðingur í Banda ríkjunum. Hún starfar nú sem gæða stjóri á Blóðmeinafræðideild LSH. Ingunn Hjaltadóttir mætti aftur til leiks hér heima en hún tók að sér það Félagsmál /aðalfundur MTÍ 2005

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.