Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 50

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 50
50 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Fréttir / Norðurlandamót Fimmtudaginn 9. júní var Norðurlandamót lífeindafræð inga sett í Háskólabíói. Brynja R. Guðmundsdóttir, for maður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar, bauð gesti velkomna og skipaði Örnu A. Antonsdóttur fundarstjóra. Arna gaf síðan forseta Norræna lífeindafræðingafélagsins (NML), Kristínu Hafsteinsdóttur, orðið og Kristín setti mótið. Sigurður Guðmundsson landlæknir sté síðan í pontu og sagði nokkur vel valin orð um lífeindafræðinga og góð samskipti sín við þá. Þá var sýnd undurfögur íslensk kvikmynd Fimmta árstíðin eftir handriti Friðriks Erlingssonar, framleiðandi Saga film; undir sungu sex karlar í kórnum Voces Thules – Saga songs. Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður sá um verkefnið og þótti atriðið með eindæmum flott. Fyrirlestrar Fyrsti fyrirlestur ráðstefnunnar var haldinn af heiðurs gestafyrirlesara mótsins en það var Dr. Elvar Theódórsson, prófessor í taugaefnafræði við Linköping Universitet. Hann hélt fyrirlestur um „Quality control using patients samples“. Annar gestafyrirlesari var Marie Culliton, yfirlíf eindafræðingur á National Maternity Hospital á Írlandi og forseti Evrópusambands lífeindafræðinga, EPBS. Marie hélt fyrirlestur um þróun námsins á Írlandi og tók síðan þátt í pallborðsumræðum um menntun stéttarinnar. Alls voru 85 fyrirlestrar um eftirfarandi efni: Stofnfrumur, klíníska lífefnafræði, sýklafræði, vefjafræði, fósturskimun, blóðbankafræði, lífeðlisfræði, blóðmeinafræði, storku þætti, ónæmisfræði, veirufræði, frumumeinafræði, sam NML2005 í Reykjavík Kristín Hafsteinsdóttir setur ráðstefnuna. Veggspjöldin skoðuð. Frá móttökunni í Ráðhúsi Reykjavíkur: Erlendu gestirnir í þjóðbúningum og Brynja R. Guðmundsdóttir í faldbúningi ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fulltrúa borgarstjórnar. Hildur Júlíusdóttir syngur í Bláa lóninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.