Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 50

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 50
50 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Fréttir / Norðurlandamót Fimmtudaginn 9. júní var Norðurlandamót lífeindafræð inga sett í Háskólabíói. Brynja R. Guðmundsdóttir, for maður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar, bauð gesti velkomna og skipaði Örnu A. Antonsdóttur fundarstjóra. Arna gaf síðan forseta Norræna lífeindafræðingafélagsins (NML), Kristínu Hafsteinsdóttur, orðið og Kristín setti mótið. Sigurður Guðmundsson landlæknir sté síðan í pontu og sagði nokkur vel valin orð um lífeindafræðinga og góð samskipti sín við þá. Þá var sýnd undurfögur íslensk kvikmynd Fimmta árstíðin eftir handriti Friðriks Erlingssonar, framleiðandi Saga film; undir sungu sex karlar í kórnum Voces Thules – Saga songs. Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður sá um verkefnið og þótti atriðið með eindæmum flott. Fyrirlestrar Fyrsti fyrirlestur ráðstefnunnar var haldinn af heiðurs gestafyrirlesara mótsins en það var Dr. Elvar Theódórsson, prófessor í taugaefnafræði við Linköping Universitet. Hann hélt fyrirlestur um „Quality control using patients samples“. Annar gestafyrirlesari var Marie Culliton, yfirlíf eindafræðingur á National Maternity Hospital á Írlandi og forseti Evrópusambands lífeindafræðinga, EPBS. Marie hélt fyrirlestur um þróun námsins á Írlandi og tók síðan þátt í pallborðsumræðum um menntun stéttarinnar. Alls voru 85 fyrirlestrar um eftirfarandi efni: Stofnfrumur, klíníska lífefnafræði, sýklafræði, vefjafræði, fósturskimun, blóðbankafræði, lífeðlisfræði, blóðmeinafræði, storku þætti, ónæmisfræði, veirufræði, frumumeinafræði, sam NML2005 í Reykjavík Kristín Hafsteinsdóttir setur ráðstefnuna. Veggspjöldin skoðuð. Frá móttökunni í Ráðhúsi Reykjavíkur: Erlendu gestirnir í þjóðbúningum og Brynja R. Guðmundsdóttir í faldbúningi ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fulltrúa borgarstjórnar. Hildur Júlíusdóttir syngur í Bláa lóninu.

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.