Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 51

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 51
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 51 Fréttir / Norðurlandamót eindaerfðafræði, gæðamál, menntun og siðfræði. Fyrir lesarar voru lífeindafræðingar, læknar og lyfjafræðingur. Fyrirlestrar voru haldnir nær linnulaust frá fimmtudags morgni fram undir hádegi á laugardag með smá hléum en matast var í hádegishléum á Hótel Sögu. Veggspjalda- og tækjasýning Tækjasýning var í anddyri og veggspjaldasýning í hliðarsal. Veggspjöldin voru alls 33. Þar voru mættar vinkonur okkar frá því í Stokkhólmi með veggspjaldið sitt um blóðtökur á börnum. Verðlaun fyrir besta veggspjaldið hlutu þrír Danir, Margit Grome, Susanne K. Pedersen og Birte K. Sturm, það bar titilinn Smudge cells Are they a problem?. Þessi verðlaun sem eru 10.000 sænskar krónur eru veitt úr sjóði sem félög lífeindafræðinga á Norðurlöndum safna í af félagsgjöldum, ein sænsk króna á félagsmann, og eru veitt á hverri NML ráðstefnu. Veislur og ferðalög Á miðvikudagskvöldið 8. júní sem var fallegt og sólríkt sumarkvöld var farið í útsýnisferð um Reykjavík og endað uppi í Hálsum hjá fyrirtækinu Gróco. Þar voru þegnar góðar veitingar í boði Gróco og Félags lífeindafræðinga og innbyrgt glæsilegt útsýni yfir Grafarvoginn og Esjuna. Eftir hádegi á fimmtudag var mótsgestum boðið að skoða deCode. Síðdegis sama dag var móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með stuðningi frá Austurbakka. Þar mætti formaður NML2005 nefndarinnar í faldbúningi og fleiri þátttakendur voru í þjóðbúningum. Móttakan fór vel fram, var hátíðleg, skemmtileg og vel var veitt. Eftir hádegi á föstudag var mótsgestum boðið að skoða Blóðmeina- og Klíníska lífefnafræðideild LSH við Hringbraut, Sýklafræðideild LSH, Litningarannsóknadeild ESD LSH og Vefjameinafræðideild LSH. Þess má geta að hver morgunn byrjaði hjá þeim hressustu með sundferð í Laugardalslaugina. Á föstu deginum fóru síðan þrjár rútur, fullar af lífeindafræðingum, í yndislegu veðri út á Reykjanes að Reykjanesvita. Síðan Tækjasýning í anddyri. Tækjasýning í anddyri. Ráðstefnugestir í Bláa lóninu. Við veisluborð í Bláa lóninu.

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.