Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 53

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 53
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 53 Danska veggspjaldið um klessufrumur fékk verðlaun á NML2005 Dönsku vinningshafarnir við veggspjaldið sitt. Ljósmynd: Grete Hansen, Bioingeniøren Veggspjaldið Smudge cells Are they a problem? fékk verðlaun sem besta veggspjaldið á ráðstefnunni. Höfundar þess voru þrír Danir frá Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, Margit Grome, Susanne K. Pedersen og Birte K. Sturm. Lymfócytar sem eru sérstaklega viðkvæmir geta skemmst við meðhöndlun. Það eru þessar eyðilögðu frumur sem kallast „smudge cells“ eða klessufrumur. Það hefur sýnt sig að fjöldi þessara fruma er meiri við gerð sjálfvirkra blóðstroka en handgerðra. Klessufrumur eru hluti af heildarfjölda hvítra blóðkorna og á að telja þær með í deilitalningu. Ef 20% BSA (bovine serum albumín) er bætt út í blóðið áður en blóðstrokið er gert styrkist frumuhimnan og klessufrumum fækkar. Hlutföllin eru þá 1 dropi 20% BSA og 12 dropar blóð. Fréttir / Norðurlandamót

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.