Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Side 60

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Side 60
60 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Ný tölvukerfi Þann 3ja mars 2005 kl.13 voru tekin í notkun tvö ný tölvukerfi á Blóðmeinafræðideild og Klínískri lífefnafræðideild LSH við Hring braut. Annað kerfið heitir FlexLab og er rannsóknastofukerfi en hitt er rafrænt rann sókna- og svarakerfi og heitir RoS. Þessi kerfi eru frá Tieto Enator, viðskipti okkar eru við sænska hluta fyrirtækisins. FlexLab kerfið var tekið í notkun á rann sóknastofunni í Fossvogi í desember 1999. Rannsóknastofan á Hringbrautinni bættist við gagnagrunn þeirra og er sama kerfið á báðum stöðum. Þannig væri hægt að bæta við fleiri rannsóknastofum ef vilji er fyrir hendi. FlexLab kerfið Mikil vinna var að koma inn í kerfi sem þegar var í notkun þar sem rannsóknastofan er stór, með margar mælingar og mörg tæki. Lesa varð saman mælingaskrár, fara yfir við miðunarmörk og mælieiningar og búa til nýjar mælingar eftir þörfum. Skilgreina þurfti kontról, tæki og verðskrá. Einnig þurfti að prófa tækjatengingar. Flest tækin gera margar mælingar og er því mikið í húfi að tækin lesi sjálfvirkt hvað á að mæla. Til þess þarf strika miða á blóðglösin og strikamiðalesara við hvert tæki sem les hvaða mælingar á að gera úr viðkomandi glasi. Tækin skila niður stöðum rafrænt yfir í FlexLab kerfið. Til þess að þetta virki þarf sérsmíðaðar tækjateng ingar fyrir hvert og eitt tæki. Best væri að báðar rannsóknastofurnar notuðu nákvæm lega eins tæki. Rafrænn flutningur á mælinga niðurstöðum úr tækjunum í tölvukerfið eykur til mikilla muna öryggi við skráningu svara. Lífeindafræðingar staðfesta síðan allar niðurstöður í FlexLab. Einstaka mælingar eru ekki tækja- og tölvutengdar sem og smásjárskoðun á þvagi og blóði en þær niðurstöður eru handskráðar í kerfið. Skilgreina þurfti nýja notendur og veita þeim viðeigandi heimildir til að nota kerfið. Búa varð til nýja beiðendur og kanna hvaða form á útprentun svara viðkomandi viðskiptavinur vildi hafa. Í boði er að fá safn svör eða stök svör og velja hversu oft útprentun á sér stað. Framtíðin er vonandi alfarið rafræn svör. Fréttir / tölvukerfi Helga Jónsdóttir Höfundur er tölvulífeindafræðingur á Klínískri lífefnafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. helgajon@landspitali.is RoS kerfið Rannsókna- og svarakerfið RoS er komið í gang á Hringbrautinni og á einni deild í Fossvogi ásamt einni heilsugæslustöð á Reykjavíkursvæð inu. Til stendur að gangsetja kerfið í Fossvogi og á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgar svæðisins fljótlega. Starfsfólk Landspítala getur séð svör og pantað blóðtökur í gegnum RoS kerfið. Einnig er hægt að setja beiðnir inn í kerfið og senda sýnaglös til rannsóknastofunnar en þar eru beiðnirnar sóttar úr kerfinu og glösin síðan skönnuð inn í FlexLab. Mismunandi starfs hópar á Landspítala hafa mismunandi aðgang að RoS kerfinu. Aðgangur að kerfinu er skilgreindur í samvinnu við nefnd um rafræna sjúkraskrá á Landspítala. Hægt er að skoða vissar skrár í kerfinu og fylgjast þannig með hvaða svör starfs fólk spítalans skoðar. Ýmsir valkostir eru við að skoða svör. Hægt er að skoða safnsvör, stök svör og eins er hægt að skoða einstaka mælingu í línuriti hjá ákveðnum einstaklingi. Til stendur að setja límmiðaprentara á deildir spítalans þannig að deildir sem sjá sjálfar um blóðsýnatökur fái útprentaða límmiða um leið og pöntuð er blóðtaka. Kostir þess eru að á lím miðanum eru m.a. upplýsingar um hvaða teg und af glasi skal nota. Þannig skammta límmið arnir rétt glös fyrir hverja blóðtöku og er þá ætlast til þess að límmiðar séu prentaðir út áður en blóðtaka fer fram. Síðan eru glösin send á viðkomandi rannsóknastofu beiðnalaus og við móttöku þar eru límmiðarnir á glösunum skann aðir. Beiðnin skráist þá inn í FlexLab kerfið á þeirri rannsóknarstofu sem tekur við sýninu. Samantekt Þessi tvö kerfi sem ég hef sagt stuttlega frá eru tvö sjálfstæð kerfi. RoS sækir persónuupplýsingar um sjúklinga í legudeildarkerfi spítalans og sendir beiðnir í FlexLab. FlexLab sendir niður stöður mælinga á fimm mínútna fresti í RoS kerfið. Að öðru leyti eru þetta sjálfstæð kerfi. Við sem vinnum með þessi kerfi hefðum gjarnan viljað sjá meiri samlestur á milli kerfanna þannig að sé einhverju breytt í öðru kerfinu þá breytist það til samræmis í hinu kerfinu. Með nýjum útgáfum á báðum kerfunum koma alltaf ein hverjar breytingar sem eru til bóta. Svona kerfi eru auðvitað í stöðugri þróun.

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.