Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Page 61
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 61
Einu sinni voru tveir starfsmenn
hagsmunafélaga sem fóru allt í
einu að fá inngreiðslur .............
Sjúkrasjóður, hvað er það?
Í lögum um starfskjör launafólks og skyldu
tryggingu lífeyrisréttinda frá 1980 segir í 6. gr.
að atvinnurekanda sé skylt að greiða í sjúkra
sjóð viðkomandi stéttarfélags. Hið opinbera
hefur ekki talið sig falla undir þessi lög en á
almennum markaði er regla að greiða í sjúkra
sjóði.
Fram til 1996 unnu langflestir háskóla
menn hjá hinu opinbera en eftir að Íslensk
erfðagreining kom til skjalanna fjölgaði mjög
háskólamenntuðum starfsmönnum á almenn
um vinnumarkaði. Félagi íslenskra náttúru
fræðinga og Meinatæknafélagi Íslands (nú
Félag lífeindafræðinga) fóru að berast greiðslur
í sjúkrasjóð sem standa áttu undir tryggingum
félagsmanna vegna t.d. langvarandi veikinda.
Starfsmenn félaganna á þeim tíma, Þrúður Har
aldsdóttir, hjá FÍN, og Halla Hauksdóttir, hjá
MTÍ, sáu fram á að þessir peningar kæmu að
engum notum á bankareikningum eða í verð
bréfum. Ljóst var að smíða þyrfti reglur um
úthlutun og aðra stjórnun.
Eftir að hafa skoðað reglur hinna ýmsu
sjúkrasjóða báru þær upp tillögu við stjórn og
framkvæmdastjóra BHM um að ráðist yrði í
stofnun sjúkrasjóðs bandalagsins. Var það sam
þykkt og farið var í að semja reglur og sam
þykktir fyrir þennan nýja sjóð í samræmi við
reglur annarra sjóða með svipað hlutverk.
Sjúkrasjóður BHM stofnaður
Stofnfundur sjóðsins var haldinn 1. apríl 1999.
Hlutverk sjóðsins er:
• Að veita félagsmönnum í aðildarfélögum
Bandalags Háskólamanna fjárhagsaðstoð
í veikinda-, slysa- og dánartilfellum svo
og í elli- og örorkutilvikum.
• Að styðja og efla félagsmenn vegna end
urhæfingar eftir slys eða sjúkdóma.
• Að styðja og efla félagsmenn í forvörnum
og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta
öryggi, heilsufar og heilbrigði starfs
manna.
Í sjóði voru 4,2 milljónir þegar hér var komið
sögu. Fyrstu úthlutunarreglur voru mjög var
færnar þar sem ekki var mikið í sjóði og fyrir
séð að ein einasta umsókn um dagpeninga
gæti farið langt með höfuðstólinn. Fast var
haldið um budduna í upphafi og bókað á
einum fyrsta stjórnarfundi að ekki skyldi keypt
meðlæti með kaffinu og fram til ársins 2002
tók stjórnin enga þóknun fyrir stjórnarstörf
sín.
Ávöxtun sjóðsins
Gengið var til samninga við Verðbréfamarkað
Íslandsbanka um umsýslu sjóðsins. Stjórnin
með Þrúði Haraldsdóttur, fyrsta formann
SBHM, í broddi fylkingar hefur haldið fast um
taumana í fjárfestingastefnu sjóðsins og oft
staðið á móti ráðleggingum þjónustuaðila um
að fjárfesta í erlendum hlutabréfum eða á
annan hátt sem ekki hefur verið talið 100%
öruggt. Í framhaldi hefur sjóðurinn dafnað
mjög vel á sínum stutta líftíma. Hefur í reynd
sýnt bestu ávöxtun innan sjóða BHM. Eins og
áður sagði voru í upphafi 4.2 milljónir í sjóði
og eru niðurstöður ársreikninga eftirfarandi:
4.20 milljónir 1999
10.08 milljónir 2000
16.80 milljónir 2001
27.42 milljónir 2002
43.80 milljónir 2003
55.60 milljónir 2004
65.00 milljónir 2005
Fyrsta umsókn um styrk kom 24. maí 2002
og fyrsta umsóknin um dagpeninga kom í
október það ár. Alls urðu umsóknirnar 17 árið
2002 að upphæð kr. 426.610. Á seinasta ári
var úthlutað rúmum 10 milljónum vegna 327
umsókna.
Úthlutunarreglur hafa verið rýmkaðar eftir
því sem sjóðurinn hefur fitnað. Nú síðast var
ákveðið, vegna góðrar stöðu sjóðsins, að gefa
sjóðfélögum kost á að sækja um styrk til for
varna kr. 50.000. Þessi styrkur verður þó
aðeins árið 2006 þar sem skv. tryggingastærð
fræðilegri úttekt stendur sjóðurinn ekki undir
úthlutun slíkra styrkja á hverju ári.
Saga sjúkrasjóðs BHM
Félagsmál / sjúkrasjóður BHM
Halla Hauksdóttir
Höfundur er
lífeindafræðingur, er í
stjórn sjúkrasjóðs BHM
og er verkefnastjóri
lífsýnasafna
Rannsóknarsviðs
Landspítala
háskólasjúkrahúss.
hallah@landspitali.is