Freyja - 01.01.1908, Qupperneq 13

Freyja - 01.01.1908, Qupperneq 13
X 6-7. FREYJA 149 pípu til aö niynda hljóöiö Tikk tikk, tikketi tikk, eins og hún hafði gjört fyrir 40 árum síöan í fangelsinu í Pétursborg. „í félagi þessn var oft hátt á annað hundrað meðlimir — liver einstaklingur aleinn i sínuni klefa, sumir til hliðar við mig, aörir ýmist undir eða yfir. Við sögðum sögur — margar fyndnar og góðar, því í hóp þessum voru ungir stúdentar, menn og konur, kátt og fjörugt fólk. Ungur stúdent varð ást- fanginn i 19 ára gamalli stúlku í 5. klefa frá mér. Aldrei höfðu þau sézt, og þó voru ástir þeirra heita.r og einlægar. Oft var ég miðill niilli þeirra, þegar pípan þurfti að flytja samtai svo margra. Né heldur voru þau hin einu, sem ræddu ástamá! á þenna hátt. En ástamál þeirra geklc eftir pípu, sem lá gegn- um klefa sorgmæddrar móður, er nýbúin var að missa barn sitt. Hittust i au nokkurntíma þessir elskendur? spyr þú. Guð veit það. Síbería er eins stór og Bandaríkin, England, Frakkland og Þjóðverjaland til samans. „En félágið okkar var ekki eingöngu skemmtifélag. Marg- ir úr hópnum dóu — sumir úr tæringu ,sumir frömdu sjálfs- morð, og nokkrir urðu brjálaðir. Stundum hömuöust pípurnar undau fingrum vitfirringanna, stundum titruðu þær undir skiln- aðarkveðjum voniausra elskenda. En þetta stóð sjaldan lengi yfir. Uppreistarfólk má ekki eyða kröftum sínum í árangurs- lausu vili, það verður oft að brosa, þó hjörtun blæði — brosa til að hughreysta aðra. Enda, hughreysti eldra fólkið oftast hið yngra og- óreyndara — jafnvel þó það sjálft gréti ó-lán þess, beiskmu tárum, Veggirnir voru þykkir og sögðu ekki frá ekka né andvörpunum ,og myrkrið nógu svart til að hylja tárin . „Nýir fangar fluttu okkur ávallt nýjustu fréttir, svo þo við hefðutn hvorki bækur né blöð, vissum við vel hvað fram fór. Eldur uppreistarinnar gekk yfir landið og braust út á skólum og verkstæðum og hér og þar meðal alþýðunnar. Árið 1877 varð upphlaupið í Kazan Square í Pétursborg. Eólkið var handtekiö hundruðum saman og hrúgað í fangelsin í Péturs- borg. Þar gekk það í félag vort og var í Því, þar til það var tekið úr fangelsunum aftur, ýmist til lífláts eða til að sendast til Síberíu. og flutt'i pípurnar oss hinum þá hinnstu kveðju þeirra.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.