Freyja - 01.01.1908, Síða 23

Freyja - 01.01.1908, Síða 23
X. 6-7. FREYJA 159 ekki eingöngu aö spila upp á mínar eigin spítur, því hvar sem ég kom og fór, var allt undirbúiö af öörum og ég var undir hulinni vemd. Einu sinni, þegar ég var stödd í Odessa, komst lögreglan á snoöir um feröalag mitt, og kom til að leita. Ég var óðar orðin að fjörgamalli bóndakonu, sem starði sljóum augum undao stórum kappa, og sat með hendu; skjálfándi at elli í kjöltu sinni. Þetta dugði. Mánuði síðar bjó ég sem frönsk kona, nokkuö sunnar. Lögreglan fann lyktina, og tók að leita. Meöan hún leitaði í næstu dyrum slapp ég að heiman og kom Þ;ar inn um bakdyrnar þegar Þeir fóru út um fram- dyrnar. Átján mánuðum seinna var ég, ásamt 17 ára gamalh stúlku, sem lögreglan var lengi búin að gruna, stödd í Kief. Við sváfum saman í litla rúminu hennar og gegnum litla, lága gluggann sá einhver njósnarinn mig hjá henni. Næstu nótt braust lögreglumaður inn. og sagöi; „Það sefur einhver hjá Þér, hvers vegna hefir þú ekki sagt lögreglunni frá Því?“ Til allrar hamingju var ég þá ekki heima, og þó hún væri hrædd, sagði hún að Það væri bara hún amma sín. Þegar lögreglu- Þjónninn var farinn, brá hún sér út, þrátt fyrir húðarrigningu og myrkur sem á var, fann mig á leynisamkomu og sagði tíð- indin. Samstundis var ég færð' i fínasta aðalskvenna skart. skreytt gimsteinum og' öörum dýrindis steinum og svo ekið með mig eins og drottningu til vagnstöðvanna. Þar tók lestin við mér. En engum lögreglumanni hefði dottið í hug, að ég væri litla Babuska. Ég efast um að rússneska lögreglan gæti tekiö mig nú Þp hún vikli, svo eru samtök fólks vor.s sterk og eftir- litiö með leiötogum þess gott. „En þrátt fyrir þcssa varkárni, kemur það oft fyrir, að menn og konur eru flutt til Síberíu, og þó að Því sé stór skaði í aðra röndina ,er Það ávallt stærri ávinningur á hina, Því það heldur fólkinu vakandi ,og hristir Það til er því hættir við að gleyma. Því fleiri sem fara til Síberín, því fleiri sem fórna sjálfum sér á altari þjóðrækninnar ,Því fyr og fegurri koma á- vextirnir. Öræfin'í Síberíu er frjó orðin af tárum og blóði föð- urlandsvinanna. Andvarpanir þeirra og kvein hafa stígið til eyrna almáttugs guðs. Rússnesku böðlarnir munu uppskera Þjað, sem I eir hafa ti lsáð, og frelsið mun á sínum tíma veifa

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.