Eir - 01.01.1900, Page 2

Eir - 01.01.1900, Page 2
guði þekkastur, sem skítugastur geugur. Mikinn þáttí rénun sóttar þessarar átti og það, að menn voru farnir að taka upp reglulegar sóttvarnir með samgöngubanni, og var það alt greiðara aðgöngu þá, þegar hin örhröðu samgöngumeðul nú- tímans ekki þektust. Þegar kýlasóttirnar réna fer bólusóttin að gera alvarlega vart við sig. Á 18. öldinni fá Norðurálfubúar sérstaklega að kenna á veiki þessari. Bólusóttin rénar fyrst alvarlega við kúabólusetningarnar síðastliðin aldamót, eins og menn frekar geta lesið í júnímánaðarblaðinu af „Eir“. fegar hingað er komið hefst nýtt timabil í sögu Norð- uráifuþjóðanna. Þá kemur gufuaflið til sögunnar. Við það verður alger breyting á öllum iðnaði og fjöldi nýrra iðngreina myndast, alt rekið áfram með undraafli gufunnar. Það or og skiljanlegt, að alt, þetta verði fyrst í koialöndunum (t. d. Eng- landi). Utan um hverja verksmiðju myndast sægur af lélegum og fátæklegum húsum, er verkmannalýðurinn býr í. Revkur- inn frá verksmiðjunum óhreinkaði loftið, er menn urðu að anda að sér, og skolpið frá þeim saurgaði jarðveginn og vatn- ið, er menn áttu að neyta. Peir, sem húsin bygðu, höfðu í fyrstu engum reglum að fylgja; hver mátti byggja á þann hátt, sem honum bezt likaði og var þá aðalatriðið að byggja þannig, að sem minstu væri tilkostað, en sem flestum mætti leigja og arðurinn af byggingunni þannig orðið mestur. Það er engin furða þótt sjúkdómar færu uú að fara í vöxt i þessum iðnaðarbæjum, enda sýndi það sig brátt í stórum mæli. Berklaveikin og taugaveikin drepa uú menn hópum saman og kóleran gýs upp hvað eftir annað og drepur fjölda fólks. Kóleran átti upprunalega heima á Indlandi, en kom fyrst. til Norðuráifu 1830. Hún gerir verstan usia í hinum stóru iðnaðarborgum, sérstaklega í þeinr hlutum þeirra, er verk- mannalýðurinn og fátæklingarnir búa. Á sumrin geysar hún verst, á veturna dregur dálitið úr henni og stundum hverfur hún árum saman. Hún kemur til álfunnar ýmsar leiðir og nú fara samgöngubönn að liafa minni þýðingu en áður meðan

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.