Eir - 01.01.1900, Síða 6
6
aðarsamt og reyndist þó alls ekki fuiinægjandi. Það reyndist
aftur á móti bezt, að veita ræsaskolpinu Ut yflr akra og rækl
uð svæði; vatnið, sem að síðustu síaðist frá og rann til ánna
aftur, reyndist hér um bil alveg laust við öll skaðvæn efni,
en leðjan, sem jarðvegnum barst með skolpinu, reyndist bezti
áburður.
Til þessara bragða var allvíða tekið bæði á Englandi og
Frakklandi. Menn voru í fyrstu hræddir við, að þetta fyrir-
komulag, þessar skoipveitingar, mundu orsaka heilsutjón ábú-
endum jarðauna. Þá var skýrslum safnað um mannalát á jörð-
unum áður en skolpveitingar byrjuðu og eins eftir að þær
höfðu verið viðliafðar nokkur ár, og kom engin fjölgun manns-
láta við það.
í sambandi við þessar skolpveitingar get ég bent á það,
sem sagt er í maíblaðinu af „Eir“ um jarðveginn. Þarersýnt
fram á, hvernig jarðvegurinn geti eytt öllum þeim óhreinind-
um, er hann fær í sig eða á, sé honum aðeins eigi ofooðið.
Pað er því engin furða þótt stór landflæmi hafl þurft til skolp-
veitinganna, þegar hreinsa þurfti á þann hátt hið ógnamagn
af ræsaskólpi Ur stórborgunum og láta þetta jafnframt verða
lið í fullkomnari ræktun landsins, enda gekk þetta ekki veru-
iega greitt fyr en bændur urðu sjálflr fUsir á að veita skolp-
inu móttöku á lönd sin.
f’egar menn sáu, að þessar leiðir mátti fara til þess
að losast við ræsaskolpið, voru á Englandi gefln Ut lög, sem
bönnuðu að veita skolpi í ár eða stöðuvötn (rivers pollution
preventing act). Undantekning var þó gerð við London og
borgir með ströndum fram. í dönskum lögum eru engin því-
lik ákvæði (sbr. Odense við Odenseá).
Af því, sem hvert heimili þarf að losast við á sem hag-
feldastan hátt, hefi ég þá minst nokkuð á skoipið og sorpið.
í sorpinu innifelst Urkast frá eldhUsi, rusl fiá sópun herbergja
og aska. Enn fremur þuría menn að losast við saur og hland.
fað er auglióst, að af öllu þessu.verður skolpið fyrii'ferðamest.
Það telst svo til, þegar tekið er meðaltal fyrir fullorðna og