Eir - 01.01.1900, Page 10
10
um er að ræða, verð ég að minnast á enn eitt atriði. Það
vatn, sem liggur í efsta jarðlaginu, jarðvatnið eða grunnvatnið,
stendur mismunandi hátt á ýmsum tímum árs. Á allflestum
brunnum vorum getum vér séð, hve hátt það stendur; þeir
eru allflestir grunnvatnsbrunnai'. Grunnvatnið stendui’ vana-
lega hæst á veturna en lægst á sumrin og kemur það vel
heirn við það, að brunnar vorir margir þorna á sumrin. Þar
som grunnvatnið er miklum breytingum háð, hafa mínn
veitt því eftirtekt, að með sumrinu, þegar grunnvatnið
lækkar í jarðveginum, fara ýmsir sérstakir sjúkdómar (.Dif-
teritis, Kolera o. fl.) að gera vart við sig; þegar vatnið
dregur sig niður á við og heita loftið nær að verka á rakan
jarðveg, getur oft komið rotnun í jörðina, þegar önnur
rotnunarskilyrði eru líka við hendina, eins og áður var minst á.
Til bygðrar lóðar gera menn því annarstaðar þá kröfu,
að grunnvatnshæðin sé ekki miklum breytingum háð mis-
munandi tíma árs. Til þess að þetta verði, er jörðin ræst
(grunnvatnsræsing). Á bygðri lóð verður það allvíða óhentugt
að hafa opna skurði; má þá leggja lög af hnullungssteinum í
botninn á skurðinum og fylla svo yflr, eða leggja sérstakar
brendar leirpípur á botninn og fylla svo upp.
Ég verð að taka það fram hér, að ég með orðinu bygð
lóð á bæði við þá jörð, er húsið standa á, og þau jarðsvæði,
sem þurfa til þess að komast til húsanna og frá þeim, jörð,
sem þá ekki er höfð til neinnar sérstakrar ræktunar. Á því,
hve hátt grunnvatnið megi stiga á ræktaðri lóð, eiga búfræð-
ingarnir og ræktunarmennirnir að fræða almenning, og þeir
verða að gera það betur en mér flnst þeir hafa gert. Það
er t. d. ætlun mín, að kartöfluræktunin hafi misheppnast hjá
oss hér á Suðurlandi þessi 2 siðustu sumur mikið af því, að
menn almennt ekki hafa hugmynd um, hve hátt vatnið megi
standa í jarðveg garðanna, menn eru ekki við því búnir að
ræsa jörðina þegar of mikið berst að af vatninu; þegar hin
réttu ytri lifsskilyrði ekki eru fyrir hendi, þá falla einstakling-
arnir, hvort sem þeir heita kartöflur eða öðrum nöfuum, fyrir
árásum þeirra sjúkdómssveppa, senr einmitt krefjast þeirra lífs-