Eir - 01.01.1900, Síða 12
12
12. Þú skallt hafa einn stað utan fyrer herbúðunum og þú
skallt ganga þangað út (að gjöra þín þarfindi).
1 'i. Og þú skallt hafa einn spaða fyrer utan þín vopn, og það
skal ske, nær þú villt setja þig þar úte, þá skalltú grafa
þar með og snúa þjer við og hylja það, sem er geingið
frá þjér. •
14. Wí Drottenn, þinn Guð, geingur midt á meðal þinna her-
húða af því að fría þig og gefa þina fjandmenn fyrer þjer
og þínar herbúðir skulu vera beilagar, að hann skuli ekki
sjá nokkuð slæmt hjá þjer og snúa sjer frá þjer.
(Marteinsbil)lía, prentuð á Hólum.)
Pað er nú langt liðið, siðan þetta boðorð var gefið, og
það mun nú víða brentia við, að menn gleymi spaðanum.
í sögum vorurn er getið um, að í Þórnesi fyrir vestan
var mönnum gert að skyldu að fara álfreka út í hin svo kölluðu
dritsker, tii þess ekki að óhreinka hinn helga stað, er hoflð
stóð á.
Fornmenn voru líka baðmenn miklu rneiri en nú þekkist.
Það er og alkunnugt að ræsi voru í Rómaborg 600 árum
f. Kr., þó þau auðvitað ekki væru eins vel útbúin og menn
nú þekkja frekast til þeirra hluta. Sömuleiðis var neyzluvatn
leitt til borgarinnar töluvert langt að og það í miklum mæli,
því Rómverjar böðuðu sig manna mest. Þetta fyrirkomulag
þektist lika í fleirum borgum Rómaríkis, t. d. á Spáni, en
margt bendir á það, að menn þá hafl gert. þetta meira hag-
ræðis vegna heldur en af hinu, hverja þýðingu það hefði tii þess
að viðhalda heilsunni. Það er fyrst um og eftir 1850 að menn
fá verulega augun upp fyrir því, hverja heilbrigðis þýðingu neyzlu-
vatnsleiðsla og ræsi hafa fyrir bæjai'félögin; 50 ára reynsla
liefir nú sýnt það, að alstaðar þar, sem þessu hefir verið komið
í lag, hefir mönnum fundist ólíft, ef þeir áttu að vera án þess,
bæði vegna hagræðis og hægriverka, sem með því fyrirkomu-
lagi fylgir, og svo eigi síður af hinu, að hið almenna heilbrigð-
isástand batnar stórum; dauðratalan færist niður bæði yfirleitt
og sérstaklega í nokkrum einstökum sjúkdómum t. d. tauga-
veiki og berklaveiki.