Eir - 01.01.1900, Qupperneq 19

Eir - 01.01.1900, Qupperneq 19
1 í* Allar aðrar fæðutegundir en þessar, alt það sem i venju- legu máli er kallað fæða, fáum vér úr dýrum eða jurtum. Efnafræðingarnir hafa rannsakað samsetningu þeirra flestra eða allra. Þoir hafa frætt oss um það, að hvo margvíslegar, sem þær virðast, þá má skipa öllum efnasamböndum þoirra i 3 flokka. Fyrsti flokkurinn er eggjahvílue/'niit. I’au draga nafn sitt af hvítunni í fuglaeggjum, sem telst til þessa flokks, en auk hennar eru mörg önnur efnasambönd í þessum flokki, t. d. vöðvaefnið i vöð/um ferfættra dýra, fugla og fiska, ostefnið i mjólk, eggefni blóðsins o. s. frv. Þessa tlokks gætir ininna i jurtafæðu en dýra. í öllum eggjahvítuefnum er köfnunarefn'i („hyldi"), en það er í hvorugum hinna flokkanna. Annar flokkurinn er fituefnin, hverskonar feitmeti, hvort heldur er smjör, tólg, hoidfeiti eða olíur úr jurtum. Þriðji flokkurinn er kallaður kolvetni. Efnafræðingarnir hafa valið honum það nafn, af því að þessi efnasambönd eru sett saman úr kolefni og þeim frumefnum, sem í vatni eru, í sama hlutfalli og þar er. í þessum flokki eru sykurtegundir allar, bæði venjulegur matar- sykur, sem búinnertil úr sykurreir eða sykurrófum, og þrúgu- sykur í vínberjum (rúsinurn) og fleiri sætum ávöxtum. Enn- fremur eru í þessum flokki sterkjutegundir allar (stívelsi), en það er mestur hluti alls kornmatar, hvort heldur er rúgur, hrísgrjóu eða hveiti. í flest.um fæðutegundum eru efnasambönd úr íleiri en ein- um þessara flokka. í kornmat er að vísu mest af kolvetnum, en auk þeirra eggjahvituefni, og i sumum nokkuð af feiti. Meltingin byrjar í munninum. Sú byijun, sem þar verður, er þýðingarmeiri en margur hyggur. Hún verður bæði á þann hátt, að tennurnar mylja átmatinn sundur, og við það að munnvatnið blandast saman við matinn. Pað ræður að hkindum, að tennurnar hafi mikilsvarðandi hlutverki að gegna, ef þess er gætt, að þeir, sem kunnugir eru slíkum liiutum, t. d. náttúrufræðingar, geta þekt lifnaðar- hætti dýra eftir einni saman tannagerð þeirra. Vér mennirnir erum að vísu nokkru óháðari tönnunum en dýrin, þuríum

x

Eir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.