Eir - 01.01.1900, Síða 20

Eir - 01.01.1900, Síða 20
20 minna á þeim að halda, vegna ýmislegrar matreiðslu, en því fer fjarri, að þær séu oss óþarfar. Margur matur er þess eðlis, að það er nálega ómögulegt að renna honum niður, nema hann só vei tugginn, og því betur sem hann er tugginn, þeirn mun betur getur munnvatnið biandast saman við hann og náð að hafa áhrif á hann. En þessi áhrif munnvatnsins eru engan veginn lítils virði, því að i því er gerðarefni, sem hefir þau áhrif á sterkjuna, að hún breytist í sykur, og geta menn sjálfir sannfært sig um þetta með þvi að tyggja rækilega ósætt brauð. Eftir nokkra stund kemur sætukeimur af því. Börn vantar þetta gerefni fyrsta misserið. Þess vegna þola þau illa mjöl- mat meðan þau eru svo ung. Munnvatnið heflr að vísu engin meltandi áhrif á feitmeti né eggjahvituefni, en það bleytir át- matinn, og með því einu móti verður honum rent niður. Ég geri ráð fyrir, að margir hafi tekið eftir þvi, hve erfit.t er að renna niður, ef hræðsla kemur að manni. Þvi að þá hættir munnvatnið að renna inn i munninn. Munnvatnið kemur úr kirtlum, sem búa það til úr blóðinu, sem rennur um þá. Sumir þessir kirtlar liggja undir kjálkabörðunum, aðrir framan vert við eyrun og neðan undir þeirn. Þessir kirtlarnii' bólgna í hettusótt og valda þannig þrotanum kring um eyrun í þessari veiki, sem margir kannast við. Svo telst til, að alt það munn- vatn, sen! myndast á sólarhring, nemi 3— 4 pelurn. Tyggingin er ekki að eins gagnleg til þess að munnvatnið geti blandast vel saman við matinn, og hann renni vel niður, heldur er hún að öJlu leyti mikilvægur undirbúningur undir það, að hinir aðrir meltingarvökvar í maga og þörmum bland- ist saman við matinn, og flýtir þannig fyrir starfa þeirra i’að er því engum efa bundið, að margvisleg meltingartruflun getur stafað af þvi einu, að menn tyggja ilJa, og það er gott ráð að gefa sér tíma til að matast og tyggja vel, þó margir sinni því ekki, heldur gleypi matinn í sig lítt tugginn. Það hentu margir gaman að Ctladstone fyrir það, að hann hafði þá reglu að tyggja hvern bita 30 sinnum, áður hann rendi honum niður. Auðvitað munu fæstir fylgja þeirri smá- munasemi nákvæmlega, enda þarfnast ekki allur matur jafn-

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.