Eir - 01.01.1900, Side 32

Eir - 01.01.1900, Side 32
V, 32 só frammjór, og skósmiðirnir hanga svo fast í tí^kunni, að jZ naumast er unt að herja út úr þeim rúma og vel lagaða skó. Líkþornin eru afkvæmi skósmiðanna og tí^kunnar. Skósmið-y^ irnir vita sem er, að þröngir og frammjóir skór þykja falleg- astir og ganga best út, svo að þeim er mikil vorkun. En hinum er engin vorkun, sem svo eru viti bornir, að halda að þeir komist betur áfram í heiminum, ef þeir ganga á ,,nettum“ skóm, með líkþorn innan í á aila vega aflöguðum tám, æjandi og veinandi í hljóði. Margir halda að líkþorn séu ólæknandi. Og það er hverju orði sannara, að flestir, sem fá þau, bera þau með sér i gröf- ina. En það er ekki af þvi, að ekki sé mit að losna við þau. Líkþornin koma af skókreppu. Ef menn liœtta að f/anga á þröngum og hörðum skóm og fá sér vel lagaða, rúma og mjúka skó, þá hverfa Ukþornin smátt og smátt af sjálfu sér, öldungis eins og siggið hverfur úr lófum sjómannsins, ef hann hættir að róa og fær sér aðra vinnu, sem ekki þjakar húðinni í lóf- unum. En þó að þetta einfalda og óbrigðula ráð væri augiýst á öllum strætum og gatnamótum, þá mundi iíkþornunum fráleitt fækka að neinum mun. Tí^kan er miklu máttarmeiri en jjí skynsemin. fess vegna skal ég nú benda mönnum á nokkur ráð til þess að lina verstu likþornakvalirnar. Það or þá fyrst og bezt, að allir líkþorna menn eiga að þvo sér um fætur á hverjum degi; þvotturinn ver því að hornin verði mjög hörð og þar af leiðandi aum; bezt er að þvo sér úr heitu vatni; í því linast liornin betur en í köldu vatni og má þá um leið skafa ofan af þeim með bitlausnm hníf það sem næst. Hver, sem þetta reynir, nmn sanna að þjáningarnar minka eða hverfa. Til eru lika meðul, sem éta siggið í sundtir; til þess er einkum höfð salicylsýra; 1 hluti af salicylsýru er leystur í 10 blutum af collodium, og þetta salicylcollodium (fæst hjá læknum og lyfsöl- um) er borið á líkþornin kvöld og morgun og skafið ofan af eftir

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.