Eir - 01.01.1900, Page 41

Eir - 01.01.1900, Page 41
41 sem dáið liafa á þessu tímabili, svo tala holdsveiklingannn er líklega svipuð á landinu. Furðu gegnir það, hve fáir hafa sótt um að komast á holdsveikraspitalann úr sumum þeim sýslum, þar sem sjúkdómurinn var skæðastur i árslok 1896. Þannig hafa að eins 7 komið úr Eyjafjarðarsýslu, og engir aðrir sótt. Voru þar þó langflestir holdsveiklingar 28 alls. - Úr Rangárvallasýslu hafa og komið 7 sjúklingar, en 20 voru þar i árslok 1896. Aftur á móti heflr Gullbringu og Kjósar- sýsla sent 15 sjúklinga á spítalann, svo liklegt er að þar só eigi mjög margt eftir af holdsveiku fólki. Úr Reykjavik hafa 7 sjúklingar komið, sama tala eins og var þar 1896. En eftir því sem ég hefi heyrt voru þar 7 holdsveiklingar eftir núna við áramótin. Það er auðskilið, að nærsveitirnar eiga hægast jneð að koma sjúklingum á holdsveikraspítalann. Úr fjarlægum sýsl- um er eigi unt að senda sjúklinga þangað nonia á sumrin. En úr þeim sýslum verða menn umfram alt að sækja í tima um spítalann, og mun verða leitast við að láta menn úr fjarlægum sýslum sitja fyrir á sumrin. Nærsveitamenn geta fremur komið sjúklingum sínum á vetrum ef rúm losnar. 1898 var sjúkradagafjöldinn samtals 4141 — - sjúklingafjöldinn að meðaltali daglega 49,89 1899 - sjúkradagafjöldinn alls 21758 — - sjúklingafjöldinn að meðaltali daglega 59,61 Tegund sjtikdómsins má sjá af ski'ánni á næstu bls. Ýmsir læknar skifta sjúkdómnum í þrjár tegundir, og hafa þarinig auk líkþrár eða hnútóttu tegundarinnar (lepra tuberosa) og limafaUssýki eða sléttu tegundarinnar (lepra maculo-anæ- sthetica) sambland af þessum tveim tegundum (lepia mixta). Eru þar einkenni hvortveggja hinna tegundanna. Ég skifti hér sjúkdómnum í tvær aðaltegundir, líkþrá og limafallssýki eins og norsku holdsveiki-alæknarnir hafa gert nú á seinni árum. Það veldur minstum glundroða og er hagkvæmast. Líkþráir sjúklingar veiða smámsaman limafallssjúkir, eða fá smám- saman fleiri eða færri af einkennum limafallssýkinnar, ef þeir

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.