Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Side 22

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Side 22
26 TlÐINDI kirkjur. En einmitt það ár, þegar hálfnuð var öld, reis fyrsta timburhúsið af grunni hér í dalnum, og það var Urðakirkja, sem var sú eina af sóknarkirkjunum fjórum sem var bænda- kirkja, þar er hún var í eigu og á ábyrgð bóndans eða jarðar- eigandans. Þessa fyrstu timburkirkju byggði merkisbóndinn Halldór Þorkelsson, sem meðal annars var ágætur smiður. Það var þessi kirkja sem fauk af grunni og brotnaði í spón í aftakaveðri 20. sept. árið 1900, aldamótarokinu, og eftir hana var byggð sú Urðakirkja sem enn stendur. Þessi kirkjusmið á Urðum var tákn nýs tíma sem kenna má við seinni hluta 19. aldar. Þá gekk mikill stóridómur yfir torfkirkjunum, sem til voru um allt land, þær þóttu ekki lengur við sæmandi guðshús, menn þráðu nýjar kirkjur, timburkirkjur, reisulegri og bjartari og stærri. Hver af annarri spruttu þær nú upp, og þannig var það hér í Svarfaðardal. Næst eftir Urðakirkju kom röðin að Upsakirkju. Torfkirkjan þar var rifin árið 1853 og á árinu 1854-55 var byggð þar timburkirkja í hennar stað. En það kom í ljós fyrr en varði, og þó enn betur síðar, að svarfdælskir byggingameistarar, vanir jarðgrónum torfhúsum, gerðu sér ekki grein fyrir að betra var að festa þessi nýju timburhús rækilega niður til þess að ekki tæki veður upp. Nýja kirkjan á Upsum fauk af grunni sínum tveggja ára gömul í ofviðri hinn 2. mars 1857 og byltist al- gjörlega um koll og skemmdist mikið. Hún var þó hresst við strax sama sumarið, en ekki átti af henni að ganga, því að hún fauk í stórviðrinu 20. sept. árið 1900 eins og Urðakirkja og gjöreyðilagðist. Var þá byggð sú Upsakirkja, sem ofan var tekin að mestu þegar Dalvíkurkirkja tók við hlutverki hennar. A Völlum var torfkirkja gömul og lasburða. Nú voru Vellir sá kirkjustaðurinn sem tilkomumestur þótti löngum og þegar timburkirkjur voru komnar bæði á Urðum og Upsum var ekki nema von að Vallamenn færu að hugsa sér til hreyfings. Séra Kristján Þorsteinsson var orðinn gamall og þreyttur, en eigi að síður fór hann að undirbúa að ný kirkja risi á Völlum. Svo þegar séra Páll Jónsson sálmaskáld kom til brauðsins 1859
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.