Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Blaðsíða 122
1 Ofc
___________________________________________________________TlÐINDI
Grundarkirkja:
Á síðstliðnu sumri var mikilli viðgerð lokið á Grundar-
kirkju, er staðið hafði yfir nokkur sumur. Ytraborð norður-
stafns var endurnýjað, einnig miklar endurbætur á stöpli.
Turninn var að mestu gjörður að nýju. Pallurinn við kirkju-
dyr var steyptur og inngönguhliðið endurnýjað, og fleira
mætti telja. Var verkið unnið undir umsjá þjóðminjavarðar.
Sverrir Hermannsson, húsasmíðameistari á Akureyri var
yfirsmiður við verkið.
Grundarkirkja er áttatíu ára á næsta ári. Verður þess
væntanlega minnzt á sínum tíma á viðeigandi hátt.
Möðruvallakirkja:
Aðfaranótt hins 22. desember 1972 rak á ofsaveður af suð-
austri, með þeim afleiðingum að kirkja hins heilaga Marteins
á Möðruvöllum fauk til hálfs af grunninum, skekktist og
rifnaði. Kirkja þessi var reyndar ekki alveg óvön slíkum til-
burðum, enda berskjölduð fyrir þeim firnarokum sem komið
geta úr Sölvadal, þegar þannig blæs. Árin 1857 og 1865 rask-
aðist hún af völdum stórviðris, þótt ekki væri það jafn mikið
og í þetta sinn.
Það kom til mála á þessum árum að reisa nýja kirkju í stað
þeirrar er fauk og sameina undir hana sóknirnar þrjár í
Saurbæjarhreppi. Var sameining sóknanna samþykkt en ný-
smíðin strandaði á því, að þjóðminjavörður ákvað að gera
gömlu kirkjuna upp að nýju og hefir viðgerð hennar staðið
fram á þennan dag en er nú næstum lokið.
1 Möðruvallakirkju hefir varðveitzt í nær fimm hundruð ár,
einn merkasti kirkjugripur hérlendis. Er það altarisbrík af
alabastri og munu fáar slíkar til í víðri veröld. Hún slapp við
skemmdir og hefir þessi ár verið geymd í Minjasafninu á
Akureyri en verður sett í kirkjuna, þegar viðgerð hennar lýkur.
Kirkjan var reist 1848 og er hið snotrasta hús og vel þess
virði að varðveitt sé. Meinið er hins vegar það, að hún er ekki
nógu stór fyrir áðurnefndar þrjár sóknir. Bjartmar Knstjánsson.