Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 122

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 122
126 TlÐINDI Grundarkirkja: Á síðstliðnu sumri var mikilli viðgerð lokið á Grundar- kirkju, er staðið hafði yfir nokkur sumur. Ytraborð norður- stafns var endurnýjað, einnig miklar endurbætur á stöpli. Turninn var að mestu gjörður að nýju. Pallurinn við kirkju- dyr var steyptur og inngönguhliðið endurnýjað, og fleira mætti telja. Var verkið unnið undir umsjá þjóðminjavarðar. Sverrir Hermannsson, húsasmiðameistari á Akureyri var yfirsmiður við verkið. Grundarkirkja er attatiu ara a næsta ári. Verður þess væntanlega minnzt á sínum tíma á viðeigandi hátt. Möðruvallakirkja: Aðfaranótt hins 22. desember 1972 rak á ofsaveður af suð- austri, með þeim afleiðingum að kirkja hins heilaga Marteins á Möðruvöllum fauk til hálfs af grunninum, skekktist og rifnaði. Kirkja þessi var reyndar ekki alveg óvön slíkum til- burðum, enda berskjölduð fyrir þeim firnarokum sem komið geta úr Sölvadal, þegar þannig blæs. Árin 1857 og 1865 rask- aðist hún af völdum stórviðris, þótt ekki væri það jafn mikið og í þetta sinn. Það kom til mála á þessum árum að reisa nýja kirkju í stað þeirrar er fauk og sameina undir hana sóknirnar þrjár i Saurbæjarhreppi. Var sameining sóknanna samþykkt en ný- smiðin strandaði á því, að þjóðminjavörður ákvað að gera gömlu kirkjuna upp að nýju og hefir viðgerð hennar staðið fram á þennan dag en er nú næstum lokið. I Möðruvallakirkju hefir varðveitzt í nær fimm hundruð ár, einn merkasti kirkjugripur hérlendis. Er það altarisbrik af alabastri og munu fáar slikar til í víðri veröld. Hún slapp við skemmdir og hefir þessi ár verið geymd í Minjasafninu á Akureyri en verður sett í kirkjuna, þegar viðgerð hennar lýkur. Kirkjan var reist 1848 og er hið snotrasta hús og vel þess virði að varðveitt sé. Meinið er hins vegar það, að hún er ekki nogu stor fyrir aðurnefndar þrjar soknir. Bjartmar Knstjánsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.