Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 26

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Síða 26
30 TlÐINDI Þetta má eflaust kalla gott dæmi um tryggð safnaðar við kirkju sína, þótt hitt hafi líka komið til greina að fólki á Upsaströnd hafi óað við að þurfa að strekkja alla leið fram í Tjörn til að sækja guðsþjónustu. Hugmynd séra Jóns um sameiningu tveggja kirkna var býsna snemma á ferðinni og því nokkuð einangrað fyrirbrigði. En löngu seinna, eftir að kirkjusókn var farin að verða dræmari og samgöngur voru orðnar allt aðrar en áður var, fór þessi gamla hugmynd aftur að láta á sér kræla, ef til vill í nokkuð annarri mynd. Valdimar Snævarr segir í riti sínu um Tjarnarkirkju, sem hann gaf út árið 1952, að síðan þessi kirkja var byggð hér á Tjörn hafi tvisvar komið upp raddir um að réttast væri að leggja hana niður sem sérstaka sóknarkirkju. En í bæði skiptin hafi söfnuðurinn lagst gegn því. Eg er þessu lítt kunnugur, en það er eins og mér finnist ég hafi heyrt að því hafi verið varpað fram að vel færi á að sameina Tjarnarkirkju og Upsakirkju í einni myndarlegri kirkju, til dæmis á Holts- móunum, þannig að mæst væri á miðri leið. Og ég er ekki frá því að ég hafi jafnvel heyrt að nefnt hafi verið að kirknamál hér í dalnum væru best leyst með því að leggja að velli allar kirkjurnar þrjár, á Völlum, Tjörn og Urðum, og byggja í þeirra stað eina stóra kirkju fram á Tungum, svo sem mið- sveitis, þannig að sem best tillit væri tekið til fólksins í sókn- unum þremur. En nú skal ég ekki fjölyrða meira um niðurlagningu kirkna hér í sveitinni, eða hvað menn kunna að hafa látið sér detta í hug um það efni einhvern tíma, og ekki skal ég kasta steini að nokkrum manni í þessu sambandi. Eg veit vel að slíkir þank- ar, bæði hér og annarsstaðar, þurfa ekki að vera tilkomnir af einu saman ræktarleysi við gömlu guðshúsin. Þar kemur ekki síður til að það er talsvert átak fyrir fámenna og þá um leið fátæka söfnuði að leggja í kostnað við gagngerðar endurbætur á þessum gömlu húsum. En þá hafa menn stundum gleymt að það er ekki síður dýrt að byggja nýja kirkju og einnig hinu, að þegar einu sinni er búið að gera vandlega við gamalt timb-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.