Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 121

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 121
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÖLASTIFTIS 125 má nefna merkilegan kaleik (frá 1672) og altaristöfluna en hún sýnir atburðinn er Jesús bauð börnunum að koma til sín og er eftir Arngrím málara Gíslason, máluð um 1870. Sr. Þórhallur Höskuldsson. Frá kirkjum í Laugalandsprestakalli Munkaþverárklausturskirkja: Kirkjan á merkisafmæli á þessu ári, var reist 1844. Yfir- smiður var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni, en Ólafur timburmeistari Briem á Grund teiknaði kirkjuna. Svo sem ekki er að undra, er allmikill fúi kominn í undirlög og ytrabyrði kirkjunnar og hún skökk orðin á grunni. Er nú ákveðið að hefja sem fyrst viðgerð á þessu forna og virðulega guðshúsi og gera jafnframt á því aðrar endurbætur, svo að betur hæfi það kröfum tímans. Kirkjan kostaði upphaflega 1770 ríkisdali og 62 skildinga, eða rúmlega 88 kýrverð. Þá stendur líka fyrir dyrum stækkun á kirkjugarði og lag- færing. Þó að hann láti lítið yfir sér á efra borðinu, þá hvíla þar undir grassverðinum, ásamt gengnum kynslóðum safn- aðarfólks í þúsund ár, ginnhelgir ábótar til annarrar handar, en hins vegar mestu kappar Sturlungaaldar. Saurbæjarkirkja: Mikil viðgerð fór fram á Saurbæjarkirkju á síðastliðnu sumri. Veggirnir, sem illa voru farnir, voru hlaðnir algerlega upp að nýju og þakið styrkt. Vann Jóhannes Arason frá Múla í Kollafirði þetta verk með góðum tilstyrk heimamanna. Þá voru stafnar kirkjunnar málaðir. Gjörði það Óttar Ketilsson. Saurbæjarkirkja er í umsjá þjóðminjavarðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.