Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 133

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1984, Page 133
PRESTAFÉLAGS HINS FORNA HÖLASTIFTIS 137 Ekki hafa verið gerðar miklar endurbætur á kirkjunni síðan hún var aldargömul árið 1948. Þá var hún tekin til gagn- gerðrar viðgerðar. Málningu hefur verið haldið við og annað smálegt og fyrir nokkru voru bekkir stoppaðir og yfirklæddir ásamt gráðum. Á umræddu tímabili hafa engir merkisatburðir átt sér stað í safnaðarlífinu nema þá alltíð prestaskipti. Hefi ég þegar getið sr. Páls, sem byrjaði prestsþjónustu hér með öldinni. Eftir brottför hans frá Svalbarði, var Svalbarð lagt niður sem prestsetur, en þjónað frá Raufarhöfn í fyrstu en nú frá Sauðanesi. Að sr. Páli látnum tók sr. Þórður Oddgeirsson á Sauðanesi við okkur Þislum, næst sr. Hólmgrímur Jósefsson, þá sr. Kristján Bjarnason, svo sr. Kristján Róbertsson sem sat Raufarhöfn um stundarsakir. Þá sr. Ingimar Ingimarsson fyrst á Raufarhöfn síðan á Sauðanesi. Og á eftir honum sr. Marinó Kristinsson og þegar hann hætti störfum kom sr. Kristján Valur Ingólfsson á Raufarhöfn, þá um stund sr. Guðmundur Örn Ragnarsson og þjónar hann okkur nú. En í millitíðinni sr. Ingimar Ingimarsson í rúm tvö ár. Á Sauðanesi situr nú enginn prestur. Að siðustu nokkur orð um safnaðarlífið. Þar tel ég fyrst og fremst athyglivert að nefna kirkjukórinn. Hann er sveitinni til sóma og á það fólk sem að honum stendur miklar þakkir skildar fyrir allt það starf. Nefni ég hér aðeins nafn söngstjór- ans Þórarins Kristjánssonar í Holti, sem hefur æft og stjórnað kórnum um áratugi og oft fengið hingað færustu leiðbein- endur sem hafa glætt áhugann og vafalaust listina. í haust eða 4. sept. var héraðsfundur Þingeyjarprófasts- dæmis settur hér í kirkjunni. Guðsþjónustan var fjölmenn. Sr. Kristján Róbertsson predikaði og nefndi hann það að fyrst hefði hann predikað í Svalbarðskirkju er hann hóf feril sinn sem prestur. Sjö prestar voru viðstaddir og safnaðarfulltrúar úr flestum sóknum prófastsdæmisins. Prófasturinn sr. Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup flutti yfirlitserindi sitt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis
https://timarit.is/publication/39

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.