Helgarpósturinn - 21.11.1985, Side 30

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Side 30
HELGARDAGSKRAVEIFAN Föstudagurinn 22. nóvember 19.25 Á döfinni. 19.25 Sænska barnaefniö um Jobba klípu- kall... 19.50 Táknmálið. 20.00 Hitt málið. 20.45 Allt annað mál. 20.55 Mál að linni. 21.30 Skonrokk (að sögn lang ódýrasti aug- lýsingatíminn í sjónvarpi). 22.15 Derringur. Horst Tappert weis es nicht, aber... 23.15 Endurfundir (Reunion at Fair- borough). ★★ Ný bandarísk sjón- varpsmynd. Leikstjóri Robert Wise. Aðalleikarar Robert Mitchum, Deborah Kerr, Red Buttons, Judi Trott. Ágætlega unnin mynd um banda- rískan bissnessmann sem skreppur til Bretlands til fundar við félaga sína úr stríðinu sem hann hefur ekki séð í 40 ár. Auðvitað hafði hann svo líka kynnst stelpu á staðnum . . . hó, hó! 01.05 Etienne Aigner í dagskrárlok. . . Laugardagurinn 23. nóvember 14.20 Bayern MOnchen — Werder Bremen. Sjöundi þáttur þessa indæla fræðsluþáttar um þýska hagkerfið í umsjón Horst Tapperts. 16.15 Bjarna Felspyrnan. 17.00 Móðurmálið. Árni Böðvarsson sýnir í sér tunguna. 17.10 íþróttir. Bjarni Felixson sýnir í sér tenn- urnar. 18.30 Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pólós. 19.50 Fréttir með handapati... 20.00 . . . fréttir í handaskolum. 20.25 Jólaauglýsingarnar. 20.35 Staupasteinn. Guðni Kolbeins þýddi á þriðja glasi. Og fjórða. . . 21.10 Glatt á hjalla (Fun with Dick and Jane). ★★ Bandarísk bíómynd frá 1976. Leikstjóri Ted Kotcheff. Aðalleikarar George Segal, Jane Fonda, Dick Gautier, Allan Miller, John Dehner. Fjölskyldufarsi um hjón sem byrja að stela þegar kallinn missir vinnuna. Lofar góðu framan af, en rennur síðan gjörsamlega út í sandinn. 22.40 Sagan af Adele H (L'historie dAdéle H). ★★★ Frönsk bíómynd frá '75. Leikstjóri Francois Truffaut. Aðalleik- arar Isabelle Adjani og Bruce Robin- son. Þessi mynd er byggð á dagbók- um og bréfum dóttur Victors Hugos, en hún fékk ofurást á breskum liðsfor- ingja sem hún elti m.a. til Nova Scotia. Óhætt er að mæla með þessu verki enda Truffaut í formi og Adjani í stuði. Sjarmerandi verk... 00.20 Panta taxa, klára úr glösunum, í skóna. Út. . . 04.15 Koma heim á eyrunum. Og öðru herðablaðinu. .. Sunnudagurinn 24. nóvember (mánuður til’^óia!) 16.00 Sunnudagslognmolla. Margrét Hró- bjartsdóttir sofnar í guðanna bænum. 16.10 Áfangasigrar. 17.10 Áframabraut. 18.00 Stunan okkar. 18.30 Fastir liðir „einsog venjulega". Forsýn- ing á endursýndri frumsýningu sem er ósýnd í sjálfu sér. Þriðji þáttur ósýni- legur (en allt verður reynt). 19.00 Hlé. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og hlé. 20.40 Sjónvarp næstu viku og hlé. 21.05 Glugginn. Ef hlé leyfir. 21.50 Verdi. 23.15 Þjóðsöngurinn, allir standa upp (beint bak og lófann þéttingsfast um brjóstið). .. Brotna síðan saman og emja af þjóðernisást. Sofna með ekka. . . Fimmtudagskvöldið 21. nóvember 19.00 Frétt (og frétt á stangli). 19.50 Deilý sprakkhe. Sigurður G. Tómas- son slangrar og slettir. Beygir ekki einu sinni orðin, hvað þá meir. . . 19.55 Leikritiö „Þjóðargjöf" eftir Terence Rattigan. Bennsi Árna stýrði. I sautján gráður vestur. 22.30 Fimmtudagsumræðan. Ásdís J. Rafnar ræðir opinskátt um stjórnmála- viðhorf sín, uppeldið norðan heiða og annað skemmtilegt. (Framhald síðar) 23.00 Rögnvaldur Sigurjónsson mætir með plöturnar sínar niörá Skúlagötu. 24.00 Rögnvaldur veldur þessu ekki lengur, fer heim. Föstudagurinn 22. nóvember 07.00 Faöirvorið og fréttir af helstu uppá- komum næturinnar. 07.15 Morgunvaktin? 09.05 Morgunbörnin? 09.45 Þingfréttir? 10.40 „Ljáðu mér eyra", Málmfríður Sigurð- ardóttir á Akureyri biður ekki um lítið, finnst mér, bara. 11.10 Málefni aldraðra. Eins og svo sem hver, ha. . . 11.25 Morguntónleikar? 12.20 Hádegisfrétt á borð við járnbrautar- slys í Ulan Bator. 14.00 Miödegissagan? 14.30 Upptaktur. Gvendur Ben dillar sér í takt eöa því sem næst. 16.20 Síðdegistónleikar? 17.00 Helgarútvarp barnanna. Vernharður Linnet les yfir skaranum, skammast og skundar svo heim. 19.00 Nánari fréttir af járnbrautarslysinu í Ulan Bator. 19.45 Þingmál málanna. 19.55 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir leið- réttir bréf sem þættinum hafa borist. 20.00 Lög unga fólksins. Dsjords Mækel Djakksson á staðnum. 20.40 Kvöldvaka. Snorri Sturluson rær sér í stúdíóinu. 21.30 Atli Heimir lemur í borðið (tvisvar laust og fast). 22.25 Igor Stravinsky brýtur fiðlur.. . 22.55 Svipmynd. Jónas leitar að eldspýtum til að kveikja á kertinu sínu í sjötugasta skipti... 24.00 . . . finnur þær ekki. . . 01.00 Finnur þær loks (Finn Eydal líka). 03.00 Og Helenu... með stokkinn. >* Eg mœli meö Rás 1, laugardaginn 23. nóvember, klukkan 17.00: Framhaldsleikrit barna og unglinga „Á eyðiey" eftir Reidar Anthonsen í leikgerð Hólm- steins Hayeks. Steingrímur Hermanns- son staðfærði. Árni Johnsen vann leik- hljóð. Laugardagurinn 23. nóvember (með herkjum!) 07.00 Óveður, véfréttir og geðsleg bæn.. . 07.30 islenskir einsöngvarar og kórar vekja fólk með látum. 09.30 Óskalag sjúklingsins sem liggur nef- brotinn á stofu 217 á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafiröi og hefur það bara hreint ekki nógu gott. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stefánsson dag- skrárstjóri mátar nokkrar bókarkápur á konuna sína. 12.20 Frétt. 13.50 Hér og nú. Fréttamenn útvarps hrista af sér slenið og æða út í beljandann með tæknimenn í eftirdragi... 15.00 Þættinum Hér og nú í raun lokið, en langt í frá að allir fréttamennirnir hafi skilaö sér til byggða. Elly Ameling syngur lög milli þess sem Jón Múli reynir að kalla þá upp... 15.00 Fjölmiölun vikunnar. Fjallað um áhættuþátt fréttamennskunnar. . . 15.50 íslenskt mál. .. og ógeðslega Ijótt málfar fréttamanna. 16.20 Listagrip. Sigrún Björnsdóttir kemur sér í mjúkinn hjá listamafíunni. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Á eyðiey" eftir Reidar Anthonsen í leikgerð Hólmsteins Hayeks. Stein- grímur Hermannsson staðfærði. Árni Johnsen vann leikhljóð. 17.30 Samleikur í útvarpssal (ef einhver vill). 19.00 Fréttir að hætti hússins (og útvarps- ráðs). 19.35 Elsku pabbi. Leikkonurnar Guðrún Þórðar og Saga Jónsdóttir með föð- ursýkistilfelli í útvarpssal. 19.55 Fimmtudagsleikritið endurflutt. 22.25 Á ferð. Sveinn Einarsson farinn (á taugum?). 23.00 Harmonikkutónlist da-ri-da-ri. 23.30 Danslög. 00.05 Miðnæturmúsík. Jón örn Marinós diskar fram til dagskrárloka, nema hann hafi sofnað áður, en það verður þá bara að hafa það. Sunnudagurinn 24. nóvember 08.00 Morgunandakt. Síra Sváfnir grípur andann á lofti (og sér ofsjónum, að því er hann hefur sagt mér). 08.35 Létt morgunlög. ( + ) 10.25 Sagnaseiður. Einar Karl Haraldsson sér um. 11.00 Messa í Ólafsfjarðarkirkju. Séra Hannes Blandon varpar upp lit- skyggnum af guði og góðum mönn- um, vel mildur af messuvíninu... 12.20 Stórfrétt (líkast til, og þó aldrei að vita). 13.25 Matti Joch 150 ára. 14.25 Miðdegistónleikar. Hikk... 15.25 Slegiö á létta strengi með Alla Berg- dal og frú. 16.20 Vísindi og fræði — Skammtafræði og söguspeki. Já, já! 17.00 Með á nótunum. Páll Heiðar er það. 18.00 Tónlistarhús á íslandi. Því ekki, ha? 19.00 Frétt. Kári Jónasar les hana aftur og aftur og aftur eöa alveg þangað til hann skilur hana til botns... 19.35 Milli rétta. Gunni Gunn meö nokkur spjöll... 20.00 Stefnumót. Hikk. 21.00 Ljóö og lag. 21.30 Útvarpssagan „Saga Borgarættarinn- ar". 22.25 íþróttir. Ingólfur Hannesson lýsir síð- ari hálfleik þrjú bfósins sem hann fór á meö syni sínum fyrr um daginn. 22.40 Betur sjá augu... („Það ætla ég að vona...") 23.20 Kvöldtónleikar, enn einu sinni. 00.05 Milli svefns og vöku... 00.55 ... nær svefni en vöku (og síöan þétt upp að svefninum). eftir Sigfinn Schiöth Fimmtudagskvöldið 21. nóvember 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Poppgátan. 24.00 Rás 1 og 2 samtengjast í þögninni. Föstudagurinn 22. nóvember 10.00 Morgunþáttur. Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson sýna mátt sinn og megin (hinumegin, nema tæknimað- urinn klikki.. .). 12.00 Suð... (nema maður svissi náttúrlega yfir á gufuna). 14.00 Pósthólfið. Valdís Gunnarsdóttir leið- réttir aðsend bréf og endursendir með umsögn um stafsetningargetu. 16.00 Léttir sprettir. Jón Ólafsson mættur á ný á glænýjum skeifum og sýnir af- burðagóðan gang í hálkunni. .. 18.00. . . en missir hófanna! 20.00 Hljóðdósin. Þórarinn Stefánsson (dósa)upptekinn af sjálfum sér. 21.00 Kristján Sigurjónsson fær sér kringlu. Smjattar. 22.00 Nýræktin. Snorri og Skúli f arfanum. Og arfinn í þeim. 23.00 Fjögurratíma útkall. Prinsar og madonnur spiluð þar til allir hafa örugglega fengið nóg... Laugardagurinn 23. nóvember 10.00 Morgunþáttur í timburmönnunum. Æjæjæjæjæ. 12.00 Æjæjæjæjæ. 14.00 Laugardagur til Lukku-Láka og aftur heim. 16.00 Listapopp, síðan Hringborðið, svo Hlé og svo og svo (. .. gleymið ekki kvöld- matnum í ofninum. ..) og svo og svo... 20.00 Hjartsláttur (ætla ég að vona). Kolla Halldórs tengir tónlist myndlist og myndlistarmönnum hvernig sem það er nú hægt í útvarpi. Jæja, ég gef henni sjens. 21.00 Dansrásin. Hermann Ragnar rásar. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris gefur í botn. 23.00 Svifflugur. Hákon-grunsamlega-hátt- upp-Sigurjónsson. 24.00 Næturvaktin til þrjú, júhú, dúbidú. Sunnudagurinn 24. nóvember (mánuður til jóla!) 13.30 Salt í samtíðina. 15.00 Tónlistarkrossgátan. Jón Gröndal einn láréttur. 16.00 Vesældarlistinn. Victor Hugo kynnir þrjátíu aumingjalegustu lögin um þessar mundir. 18.00 Bæ. ÚTVARP Morgunvaktin Fréttamennirnir Gunnar E. Kvaran og Sigríður .Árnadóttir hafa um nokkurra vikna skeið haldið utan um morgunvakt út- varpsins. Þau eru að góðu kunn úr kvöld- fréttunum, og það er orðið ljóst að þeim fer ekki síður vel að starfa í bítið. Ferskleikinn í efnisvali þeirra og framsetningu er tölu- verður. Þau hafa líka að nokkru breytt áherslum morgunútvarpsins frá því sem áður var. Þetta finnst mér reyndar staðfesta þá skoðun — sem ég hef áður sett fram í þess- um dálkum — að fjölmiðlafólki sé hollt að hvíla sig öðru hvoru á þeim þáttum sem það hefur fest sig við: Fréttafólki sé nauð- synlegt að skipta yfir í greinaskrif og við- töl. Og innblaðsfólk — svo ég noti blaða- mál áfram — hafi gott af því að fara í fréttir annarslagið. Og ég endurtek að þetta á við um fjölmiðlafólk almennt. . . Sjónvarps-, útvarps- og blaðamenn end- urnýjast við svona umskipti, öðlast meiri .víðsýni en ella og ná aftur skerpunni sem einkennir jafnan þá sem fást við ný verk- efni. Þetta kemur líka í veg fyrir að menn endurtaki sig. Það er nú einu sinni svo að mannshugurinn dafnar mest og best þegar hann fær tekist á við fjölbreytilegustu að- stæðurnar. Aftur að morgunvaktinni: Kostir hennar undir stjórn Gunnars og Sigríðar eru marg- ir. Fyrir það fyrsta eru þau einstaklega örugg í útsendingu, sem er ekki lítils virði. Hér er fagfólk á ferðinni, efnið kemst fum- laust til skila, og þó er manneskjan aldrei langt undan. Þegar mistök verða eru þau leiðrétt af lipurð. Af þessum sökum hefur maður það á tilfinningunni að andrúms- loftið í hljóðstofu sé afslappað og slappar þar með sjálfur af yfir súrmjólkinni sinni. Umsjármenn morgunvaktarinnar detta ekki í þá gryfju að einoka sjálf allan útsend- ingartímann (sem er sá lengsti á rás 1 undir stjórn sömu manna). Þau virkja vel aðra fréttamenn útvarpsins, svo og fréttaritara stofnunarinnar úti á landi. Þá er ég sérlega sáttur við inngrip fréttaritaranna í útlönd- um í þáttinn. Það er eitthvað við það að heyra fótatak fólksins í næstu löndum og álfum! Ég vil einnig nefna snaggaralega úttekt úr leiðurum dagblaðanna en öllum mein- ingum þeirra er þjappað saman í eina máls- grein, og heyrist mér það nægja. Lagavalið er einstaklega gott á morgunvaktinni, skar- ar fram úr flestu því sem fer frá hinni rás- inni. Það miðast við þann tíma sem útsend- ing þáttarins varir, tekur og tillit til andlegs ástands hlustanda um það leyti. Ég sé einkum þrjá veikleika á þættinum. Þess gætir um of að fjallað sé um alvarlegri hliðar mannlífsins á kostnað mýktar, létt- leika, viss húmors og kæruleysis. Efnið er of fréttatengt; hlustandinn er minntur allt- of snemma á það amstur sem bíður hans. Þá er síminn ofnotaður í þættinum að mínu viti, í stað þess að fara út á meðal fólksins. Útvarpið býður nú einu sinni upp á besta möguleikann á beinum útsendingum. í þriðja lagi, og það er kannski versti ljóð- urinn á þessari annars ágætu morgunvakt, hún er allt of negld niður í tíma. Skipulagn- ingin gengur út í öfgar. Hér verður að hafa í huga að langflestir landsmenn borða morgunmatinn sinn á sama tíma dag hvern og leggja af stað í vinnuna á næstum sömu mínútunni virku dagana á enda. Þar af leiðandi heyra þeir alltaf sömu atriðin á morgunvaktinni, viku eftir viku. Það er sjálfsagt einhæft til lengdar. SJÓNVARP eftir Reyni Antonsson Hið blinda gestsauga Guðbrandur Gíslason var skrifaður fyrir Glugganum sem birtist á sjónvarpsskján- um sunnudaginn 10. þessa mánaðar. f fyrrnefndum Gluggaþætti lagði téður umsjónarmaður land undir fót, eða öllu heldur líklega flugvélarsæti undir rass, og var stefnan tekin á Akureyri í þeim aug- ljósa og lítt dulda tilgangi að sýna þjóðinni frammá það að enn væru til nokkrir sér- vitringar og fáeinir eldheitir hugsjóna- menn sem streðuðu við það vonlausa verk, að færa ljós hinnar sönnu menningar til sveitalubbanna þarna norður við Eyja- fjörð, í stað þess að sitja við lista- brunna höfuðborgarinnar þar sem mark- aðurinn er. Og hugsjónamenn fundu þessir þáttagerðarmenn svo sannarlega, en lítið virtust þeir sakna höfuðborgardýrðarinn- ar, einn ágætur rithöfundur minntist að vísu á það að auðveldara væri að útvega aukasnatt syðra, en ekki var það á honum að skilja að slíkt myndi valda brotthvarfi hans úr bænum. Þannig gekk þetta allt í gegnum þáttinn. Stjórnendurnir reyndu án afláts að grafa upp einhvern sem væri að gefast upp þarna í sveitinni. Þeir komu meira að segja fram með mann í þessum Akureyrarþætti sem var við tónlistarnám í Reykjavík. Akureyringar yrðu þó að fara suður til að læra tónlist. Satt er það að vísu ennþá ef þeir ætla að ná mjög langt; þeir þurfa raun- ar að fara lengra en til Reykjavíkur. Þegar svo dró til loka þáttarins kúventu stjórn- endurnir allt í einu af einhverjum dularfull- um ástæðum þegar þeir fóru að fjalla um leikhúsið okkar sem fyrir löngu er lands- frægt. Áttu þeir viðtal við Signýju Páls- dóttur leikhússtjóra sem tekið var fyrir utan leikhúsið í ískaldri norðannepju, og að sjálfsögðu gátu þessir ágætu menn ekki stillt sig um að geta þess að þetta leikhús væri sótt jafnvel frá Reykjavík. Leikhús- stjóri svaraði að bragði að fólk kæmi líka til Akureyrar í leikhús frá Höfn í Hornafirði. Þetta svar var hreinasta snilld, gerði reynd- ar þau endemi sem þáttur þessi allur var næstum því bærileg undir að sitja. Einn lærdóm er hægt að draga af þessari vitleysu allri. Sjónvarpið verður hið bráð- asta að koma sér upp aðstöðu á Akureyri, og reyndar gengur það fjöllunum hærra hér um slóðir að slíkt sé ekki ýkja langt undan. Er nafn Ernu Indriðadóttur gjarnan nefnt þegar rætt er um hver veita muni þeirri starfsemi forstöðu, og er það vel, því hún er reynd fjölmiðlamanneskja þó hinu sé ekki að neita að það yrði áfall fyrir svæðisútvarpið að missa hana, þar sem hún er að mínu mati langhæfasti starfs- maður þess. En uppbygging sjónvarps á Akureyri er mál sem þolir enga bið. Uppá- komur eins og Gluggaþátturinn á dögun- um verða að heyra sögunni til. Hin blindu gestsaugu verða að Ijúkast upp. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.