Helgarpósturinn - 20.03.1986, Page 36
EF VARNARLIDID HNERRAR FiE
Samtíningur um
Keflavík og gildi
varnarliðsins
fyrir atvinnulífið
þar um kring
Sagt heíur það verid, um Suður-
nesjamenn, aö fast þeir sóttu sjóinn
og sœkja hann enn. Svo segir í gam-
alkunnum texta sem flest allir
landsmenn hafa einhvern tímann
sungið. Undanfarin ár hefur hins
vegar slegið í bakseglin hjá úitgerd-
armönnum og fiskverkendum Suð-
urnesja, þó einkum í Keflavík, þar
sem mikill samdráttur hefur átt sér
stað. Þetta kemur sér vitaskuld illa
fyrir Keflvíkinga, sem löngum hafa
treyst á sjóinn og svo utanaðkom-
andi öfl í öðrum atvinnugreinum.
Þannig segir t.d. í sérstöku kynn-
ingarriti um landið, að Keflavík hafi
frá aldaöðli verið „verslunarpláss
danskra kaupmanna". Þarsegir enn
fremur: „Saga bœjarins hefur varð-
veist vel, enda hefur athafnasemi
verið mikil í þessum bœ erlendu
kaupmannanna.".
Ef danskir kaupmenn hafa áður
verið mikilvœgir í atvinnulífi Kefla-
víkur og nágrennis, þá eru áhrif er-
lendra manna enn greinilegri nú.
Reyndar má segja að ef á íslandi
kœmist til valda róttœk vinstri stjórn
sem léti það verða sitt fyrsta verk að
koma bandaríska varnarliðinu á
brott, þá tœki við stórfellt atvinnu-
leysi og fólksflótti af Keflavíkur-
svœðinu. „Ef varnarliðið hnerrar
fœr Keflavík kvef" sagði einn við-
mœlenda HP og vildi ekki hugsa þá
hugsun til enda hvers konar „sjúk-
dómur" herjaði á svœðið efvarnar-
liðið yrði á brott.
Um 2300 íslendingar hafa atvinnu
af varnarliðinu og Keflavíkurflug-
velli almennt. Hjá varnarliðinu
sjálfu starfa milli 1000 og 1100
manns, en afgangurinn skiptist á
milli íslenskra aðalverktaka, Kefla-
víkurverktaka og undirverktaka
þeirra, lögreglu- og slökkviliðs, frí-
hafnarinnar, leigubílastöðva, Flug-
leiða, Flugmálastjórnar og áfram
mætti telja. Að minnsta kosti helm-
ingur þessa starfsfólks er frá Kefla-
vík og Njarðvík. Má áætla að á
fimmta þúsund manns af þessu
svæði hafi sitt lifibrauð af vinnu í
tengslum við varnarliðið og Kefla-
víkurflugvöll.
Stóriðja Suðurnesja
Reyndar má heita að varnarliðið
sé stóriðja þeirra Suðurnesjamanna.
Og eins og títt er um stóriðjur þá eru
launin þar hærri en gengur og ger-
ist. Taka má dæmi af árinu 1983. Þá
störfuðu í þjónustu sjálfs varnarliðs-
ins 1178 manns, þar af 764 karlar og
414 konur. Þetta fólk hafði að með-
altali um 35% hærri tekjur en sem
nam meðaltali allra starfandi lands-
manna. Árlega greiðir varnarliðið
'íslendingum í þjónustu sinni
800—900 milljónir króna á núvirði.
Þegar launagreiðslur verktakafyrir-
Varnarliðið með drjúgan hluta Suðurnesja:
Varnarsvæðið i
lagalegu tómarúmi
Varnarsvœðið ersérstakt lögsagn-
arumdœmi lögreglustjóraembœttis-
ins á Keflavíkurflugvelli. í hugum
flestra landsmanna takmarkast hið
svo kallaða varnarsvœði við hina
víðfrœgu og götóttu girðingu um-
hverfis byggðakjarna varnarliðsins
og flugvöllinn sjálfan. Það er hins
vegar misskilningur.
A meðfylgjandi korti af svæðinu
má sjá að varnarsvæðið tekur yfir
alldrjúgan hluta Suðurnesja. Alls
nær varnarsvæðið yfir rúmlega 87
ferkílómetra lands, en minnihluti
þessa svæðis er afgirtur. Skyggða
svæðið á kortinu er innan varnar-
svæðisins en utan girðingar. Lög-
sögu yfir öllu þessu svæði hefur lög-
reglustjóraembættið á Keflavíkur-
flugvelli og það heyrir um leið undir
utanríkisráðuneytið. Á hinn bóginn
hefur varnarsvæðið utan girðingar
flotið í eins konar tómarúmi, því í
framkvæmd hafa mál á því svæði
komið til kasta almennrar lögreglu
og dómstóla.
Til að forvitnast nánar um þetta
„tómarúm" leitaði Helgarpósturinn
til Valtýs Sigurðssonar, héraðsdóm-
ara í Keflavík og innti hann eftir því
hvort ekki væri hætta á árekstrum
vegna vafaatriða í þessum efnum.
,,Það er rétt, varnarsvæðið er sér-
stakt lögsagnarumdæmi undir
stjórn lögreglustjórans á Keflavíkur-
flugvelli, en þetta land var tekið
með víðtæku eignarnámi árið 1944
vegna byggingar Keflavíkurflugvall-
ar. Eg held að það sé nokkur al-
mennur misskilningur að menn álíti
girðinguna um kjarna flugvallarins
vera mörk varnarsvæðisins," sagði
Valtýr. „Innan varnarsvæðisins fer
utanríkisráðherra með allar þær
heimildir sem lögum samkvæmt er
lagt til annarra ráðuneyta utan
svæðisins. Þetta er eðlileg ráðstöfun
til að auðvelda framkvæmd varnar-
samningsins og til að koma í veg fyr-
ir árekstra milli ráðuneyta á verstu
tímum í samskiptum við varnarlið-
ið.
Ég tel hins vegar að þarna eigi að
draga mörkin og tel mikilvægt að
viðkomandi fagráðherrar fari með
öll þau mál sem að Islendingum
snúa og ekki heyra beinlínis undir
framkvæmd varnarsamningsins."
Hafa þá komið upp einhver vafa-
mál með lögsögnina?
„Það hafa vissulega komið upp
vafa- og deilumál, t.d. skipulagsyfir-
valda og í dómsmálum. Ég lít svo á
að það þurfi að takmarka þessa sér-
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir: Jim Smart og fleiri
Frá Keflavík. Hvað myndi gerast ef til valda kæmist róttæk vinstri stjórn sem léti það verða sitt fyrsta verk að koma varnarliðinu á burt? Gróflega
má áætla að helmingur íbúa Keflavíkur og Njarðvíkur hafi sitt lifibrauð af störfum á'Keflavíkurflugvelli.
tækjanna íslensku bætast við má
áætla að hinar árlegu launagreiðsl-
ur nemi 1200—1300 milljónum
króna.
En hvers konar starfskröftum
sækist varnarliðið eftir? Af þessum
1178 starfsmönnum var skiptingin
þannig að 202 töldust „faglærðir",
405 „ófaglærðir", 300 voru í „skrif-
stofustörfum" og 153 töldust „sér-
fræðingar og stjórnendur". Faglærð-
ir starfsmenn varnarliðsins höfðu
þá nær 40% hærri meðaltekjur en
sem nam landsmeðaltali og sér-
fræðingarnir og stjórnendurnir
voru 53% yfir þeim mörkum. Hlut-
fallið hjá hinum stéttunum var mun
lægra.
Atvinnuþátttaka kvenna í þjón-
ustu varnarliðsins er einnig nokkuð
sérstæð, því varnarliðið virðist sækj-
ast meir eftir ógiftum ungum kon-
um en almennt gerist á vinnumark-
aðinum! Þetta árið störfuðu sem
fyrr segir 414 konur hjá varnarlið-
inu, þar af voru 176 giftar en 238
ógiftar. Á öllu landinu háttaði þann-
ig með atvinnuþátttöku kvenna, að
55% starfandi kvenna voru giftar,
en 45% ógiftar. Samsvarandi hlut-
föll hjá konum í þjónustu varnarliðs-
ins voru á hinn bóginn 42,5% giftar
og 57,5% ógiftar. Þegar litið er á ald-
urinn kemur í ljós að 48% hinna
giftu kvenna voru á aldrinum
20—44 ára, en 58% hinna ógiftu. Þó
hinar ógiftu hafi þannig verið nokk-
uð yngri þá kemur í Ijós að meðal-
laun hinna ógiftu voru 5,3% hærri
en meðallaun hinna giftu. Til sam-
anburðar má nefna að í Reykjanes-
kjördæmi öllu eru meðallaun giftra
kvenna 3% hærri en meðallaun
ógiftra á þessum tíma.
Framkvæmdir fyrir
tugi milljarða
Gildi Keflavíkurflugvallar fyrir at-
vinnulíf Keflavíkur og nágrennis fer
ekki beinlínis minnkandi um þessar
mundir. Nýja flugvallarbyggingin
hefur ekki farið framhjá neinum,
framkvæmdirnar við byggingu olíu-
geyma og olíuhafnar við Helguvík
eru hafnar, 9 styrkt flugskýli hafa
undanfarið verið í byggingu og jafn-
vel verður fjórum bætt við. Þá er
áætlað að byggja á flugvellinum
„styrkta stjórnstöð" og enn fremur
er gert ráð fyrir ýmsum fram-
kvæmdum til að „efla styrk stöðvar-
innar til loftvarna". Er hér um að
ræða byggingar fyrir viðhalds- og
viðgerðarverkstæði orrustuflug-
sveitar, geymslur fyrir varahluti og
annan tækjakost, rafstöð og fleira.
Þessar ofantöldu framkvæmdir
hljóða í áætlunum upp á
13.500—14.000 milljónir króna.
Þessi upphæð samsvarar nálægt
hálfum fjárlögum ríkissjóðs íslands.
Fyrir utan vinnu við slíkar fram-
,s
stöku heimild utanríkisráðuneytis-
ins eins og hægt er. Ég nefni sem
dæmi að lögreglustjóraembættið á
Keflavíkurflugvelli dæmir í dóms-
málum sem það hefur sjálft rann-
sakað. Það hlýtur að minnsta kosti
að vera réttindamál að deilumál
milli íslendinga innbyrðis heyri und-
ir eitt og sama yfirvald.
Það má nefna í tengslum við nýju
flugstöðvarbygginguna að fyrirhug-
að er að færa núverandi girðingu að
byggingunni, en stöðin er nú utan
hennar. Engu að síður er flugstöðin,
aðkeyrslan að henni og bílastæði
innan marka varnarsvæðisins. Ég
tel mikilvægt að sú breyting verði
gerð á lögum að mörk varnarsvæð-
isins miðist á hverju tíma við flug-
vallargirðinguna.“
Hvað hefði þá slík breyting að
segja?
„Þetta þýddi t.d. varðandi nýju
flugstöðina að fríhöfn, póstur og
sími, tollamál, útlendingaeftirlit og
skipulagsmál, svo eitthvað sé nefnt,
yrðu beint undir viðkomandi ráðu-
neyti, þar sem til staðar er fagþekk-
ing á viðkomandi málaflokkum og
sem aftur skapar samræmingu í
ákvörðunum. Enda tel ég ákaflega
mikilvægt að einn og sami dóms-
Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari IKeflavlk: ,,Ég tel mikilvægt að sú breyting verði gerð é lög-
um að mörk varnarsvæðisins miðist á hverjum tíma við flugvallargirðinguna."
36 HELGARPÓSTURINN