Helgarpósturinn - 23.04.1986, Page 15

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Page 15
íþróttir fyrr en að háskólanámi loknu. Öfugt við flest fólk, sem hættir einmitt íþróttaiðkun um leið og námsárin eru að baki. Ég þurfti hins vegar að passa vel upp á hend- urnar á mér á meðan ég var enn við píanónám. Það mátti ekki taka neina áhættu, sem stefnt gat píanó- leiknum í hættu." — Heldurðu að þú srtúir einhvern tímann heim til Skotlands aftur? „Nei, ég finn ekki fyrir heimþrá þangað og það er afar ólíklegt að ég eigi eftir að búa þar aftur. Eg gæti vel hugsað mér að fá íslenskan ríkis- borgararétt, en það er hlutur sem maður þarf að íhuga vandlega. Slíkt gerir maður ekki umhugsunarlaust eða jafnléttilega og að skipta um föt.“ — Saknarðu þá einskis annars en menningarlífsins? Hvað með bless- aðan bjórinn? „Það er ágætt fyrir mig að það fæst ekki bjór hér á Islandi. Ég drakk mikið af honum heima, enda eru bjórkrár þar á hverju horni og alltof mikið af freistingum. Þegar ég hef farið í gegnum fríhöfnina núna og á bjór, opna ég ekki bjórflösku nema við hátíðleg tækifæri og á „skammtinn" vikum saman. Ég er sem sagt feginn því að hér fæst ekki bjór, svona persónulega. Hins vegar er auðvitað ekkert vit í því að leyfa ekki bjórsölu hér á landi, ef maður er bara að tala um „prinsipp“.“ — Ferðu út að skemmta þér, þó hér séu ekki bjórkrár? „Það eru ekki margir staðir, sem hægt er að fara á og tala við fólk. Yfirleitt er svo mikill hávaði alls staðar, að maður getur ekkert spjall- að. Það er helst í Þjóðleikhúskjall- aranum. Þar líkar mér best.“ — Dregurðu nokkuð fram skota- pils við slík tœkifæri? „Nei, biddu fyrir þér. Ég er frá Láglöndunum og þar er ekki venja að karlmenn gangi í skotapilsum. Hins vegar held ég að það endi með því að ég verði að kaupa mér pils, því það er alltaf verið að minnast á þetta þegar árshátíðir eða annar mannfagnaður stendur fyrir dyr- um.“ Brotna höndin var greinilega far- in að valda Douglas óþægindum og hann var farinn að gjóa augunum alloft á tölvuskjáinn, svo tími var kominn til að þakka fyrir spjallið. Ég skildi við þennan fjölhæfa Skota þar sem hann sneri sér áhugasamur að vinnu sinni, á skrifstofu með útsýni yfir Faxaflóann og hina ljóðrænu Esju. Stöldrum við öndartak óg íhugum þd stað - xlj reynd, að yfir 70% af öllum bifreiðaörekstrum í þétt- býli eru „Aftdnökeyrslur', „Aðalbrautar- og umferðar- réttur ekki virfur" og ekið er „Afturöbak 6 nœsta bíl". ' 1 Öreifbýli er algengasta umferðaróhappíð „Útafakstur" Brunabótafélagið vill minna þig ó þessar staðreyndir og biðja þig um aðsýna óðrum vegfarendum kurteisi og tillitssemi og virða rétt þeirra í umferðinní, en með því stuðlar þú að fœkkun tjóna og tiyggir þér um leið lœgri iðgjóld, P I \ U / r r Umboðsmenr c 3 land all > | | REMAULT ÞÚ KAUPIR ÞÉR EINTAK í LAUSASÖLU OG SÍÐAN ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI 686633 HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.