Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 15
NÆRMYND haldið að Jón myndi fara út í út- gerð og fiskvinnslu, en fræðimað- urinn varð yfirsterkari, þá. Heim kominn hóf hann störf hjá Efnahagsstofn- un, sem þá var undir stjórn Jónasar Haralz. Þetta var í ársbyrjun 1964 og í stjórn stofnun- arinnar var einnig Jóhannes Nor- dal. Jón segist hafa verið ánægður með samstarfið við þessa helstu hagfræðinga viðreisnarstjórnar- innar. En myndi hann reka Jó- hannes úr sæti Seðlabankastjóra ef hann hefði tækifæri til? ,,Nei,“ svarar Jón stutt og laggott. Á árunum 1965 til 1967 var Jón Sigurðsson við framhaldsnám í London School of Economics og lauk þaðan mastersprófi. Hann var áfram viðloðandi Efnahags- stofnunina á sumrin og að fullu frá 1967. Árið 1971 varð sú breyting á að stofnunin var gerð að deild í Framkvæmdastofnun sem „vinstri stjórnin" setti á laggirnar og var hún kölluð hagrannsóknadeild. Hún starfaði undir því heiti þar til Þjóðhagsstofnun í núverandi formi var stofnuð 1974. Jón varð allsráðandi í hagrannsóknadeild- inni og hann er nefndur „faðir Þjóðhagsstofnunar" með réttu, og hefur verið forstjóri hennar frá upphafi. Nú voru þeir Haralz og Nordal horfnir á brott og Jón var arftakinn. í hægri stjórn Geirs Hallgrímssonar frá 1974—78 var stundum haft á orði að Geir væri blaðafulltrúi Jóns í efnahagsmál- um. Andstæðingar kváðu hann vera „kjaraskerðingarstjóra ís- lands" en góðlátlegra uppnefni er „Jón þjóðhagi", uppkomið frá miðjum áttunda áratugnum. Á árunum 1980 til 1983 var Jón fastafulltrúi Norðurlandanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Hann hefur og kom- ið nálægt Norræna fjárfestinga- bankanum, m.a. stjórnarformaður hans og hefur hvarvetna verið sami yfirburðamaðurinn og eftir- sóttur til trúnaðarstarfa. „Allur frami Jóns byggist á hans eigin verðleikum, yfirburðagetu og hæfni. Hann smjaðrar ekki fyr- i? fólki og er fjarri því að vera framhleypinn," segir einn fyrrver- andi samstarfsmaður hans. Sami: „Hann er þrjóskur og stíf- ur á meiningunni, jafnvel um smá- atriði, næstum því smásmuguleg- ur. Honum virðist ekkert líða alltof vel inKan um fólk og er ekki sú manngerð sem talar við alla. Hann er meira að segja stundum dálítið þungur. Hann er dálítið hof- móðugur í fasi, þannig að margt fólk óttast hann frekar, en ég held að þetta fas sé meira skjöldur hans en sjálfbirgingur." Gylfi Þ. Gíslason var viðskipta- ráðherra og sjálfur einn helsti stefnuviti viðreisnarstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann sá fljót- lega hvaða hæfileikum hinn ungi Jón bjó yfir og ýtti sem mest hann mátti undir hann. í vinnunni hér heima kom sama samviskusemin, eljan og dugnað- urinn fram. „Hann er mættur snemma á morgnana í vinnuna. Er gífurlega vinnusamur. Það eru engir forstjórastælar í honum. Skrifstofan hans er vinnuherbergi og hann rekur Þjóðhagsstofnun eins og alvöru vinnustað, þar sem gerðar eru kröfur um afköst manna. Hann eyðir bara stuttum tíma í mat og kaffi og leggur enn jafn mikið upp úr iðni og ástundun í vinnunni," segir samstarfsmaður hans. Jón Sigurðsson var snemma fenginn til að sinna erfiðum verkefnum: m.a. í verðlags- nefnd sjávarútvegs, vísitölunefnd og fleri þessháttar verkum. „Hann er yfirburðasamningamaður, þar sem þjálfunin og hinn snari hugur hans njóta sín best,“ segir flokks- bróðir hans. „Hann var auðvitað vel máli farinn og kurteis, en hann vildi ráða öllu og fylgdi málum sín- um eftir af óbilgirni,“ segir Harald- ur Steinþórsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri BSRB, sem var með honum í vísitölunefnd. Annar sem verið hefur með honum í nefndum tekur í sama streng: „Hann er með og stjórnar eða er ekki þátttak- andi.“ Enn annar segir að hann sé ekki bara fljótur að hugsa og færa fram rök, heldur einnig fljótur að reið- ast og þá standist enginn mála- fylgju hans, — hann valti yfir menn og málefni. „Það er líka þess vegna sem Sjálfstæðisflokk- urinn óttast hann; þeir vita að hann er yfirburðamaður og allt eins líklegur til að verða harðvít- ugur baráttumaður í pólitíkinni, þegar hann brettir upp ermarnar." En hvernig er fyrir mann, sem fyrst og fremst hefur unnið sem fagmaður að hella sér út í stjórn- málaþrasið með öllum þeim per- sónuskætingi sem því fylgir? „Eg tel að stjórnmálabaráttan sé of persónutengd á íslandi. Persónu- legir verðleikar eða ávirðingar skipa of stóran sess á kostnað mál- efnalegra skoðanaskipta. Á hinn bóginn geri ég mér vel ljóst, að með því að bjóða sig fram í stjórn- málabaráttu, er maður um leið að bjóða fram persónu sína og því fylgir sjálfsagt eitthvað af persónu- legum skætingi, sem ég vildi held- ur vera laus við og ég vona að með tímanum verði umræðan mál- efnalegri," segir Jón Sigurðsson. í máli hans kemur fram, að skilnaðurinn við Þjóðhagsstofnun sé tregablandinn, því þar vinni gott fólk, sem hann hefði ella gjarnan viljað halda áfram að starfa með. í spjalli við HP var hann spurður hvort hann legði jafn mikið uppúr sögulegum fortíðartilvísunum og nafni hans Baldvin. Hann kvaðst ekki vera jafn vel að sér í stjórn- málasögu og Jón Baldvin, — legði því mest uppúr velferðarríkinu, verndun þess og þróun í anda lýð- ræðisjafnaðarmanna og því að efla þróttmikið atvinnulíf til að byggja það á — þróun hugmynda fremur en persónusögu. Haraldur Guðmundsson, föður- bróðir Jóns, lýsti yfir því tveimur dögum fyrir kosningarnar 1956, þá formaður Alþýðuflokksins, að hann vildi ekki að flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu. Haraldur settist svo ekki í ríkisstjórnina, sem flokkur hans myndaði þrátt fyrir allt með Framsóknarflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Ætlar Jón Sigurðs- son að feta í fótspor frænda síns og lýsa því yfir að hann vilji ekki mynda ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu? „Ég tel, að eins og nú er háttað, geti enginn ábyrgur stjórnmála- maður útilokað einhvern einn flokk né heldur sjálfan sig frá stjórnarsamstarfi. Ég vil taka þátt í að mynda ábyrga ríkisstjórn í anda jafnréttis, þar sem kjölfestan verði í samræmi við stefnu AI- þýðuflokksins. Ég læt öðrum eftir að reyna að mynda ríkisstjórn fyr- ir kosningar." |,,jómfrúræðu“ Jóns Sigurðs- sonar hjá Alþýðuflokknum í Reykjavík, sem hann flutti á Broadway fyrir nokkrum vikum er nokkuð um almennt orðaða hluti, sem sumir kratar tóku á þann veg, að Jón væri allt að því frjálshyggjumaður. Þar stillir hann t.d. frjálsum markaði gegn mið- stýringu, meðan margir kratar telja jafn mikla hættu ef ekki meiri stafa af miðstýringu og einokunar- tilhneigingum hins frjálsa mark- aðar. Jón: „Þetta er kannski ekki nógu skýrt fram sett. Ég er þeirrar skoðunar að nota eigi ríkisvaldið til að hefta samþjöppun valds, og það á að beita því jafnt á miðstýr- ingarþróun og valdasamþjöppun í atvinnulífi og viðskiptum eins og í ríkiskerfinu sjálfu. Auðvitað tog- ast stundum á sjónarmið hag- kvæmninnar og sjónarmið vald- dreifingar. Hagsýnin má ekki verða á kostnað einstaklingsfrelsis ogbetramannlífs. Hlutverk stjórn- valda er að finna jafnvægi þarna á milli þannig að hagkvæmni og mannleg samábyrgð haldist í hendur við frelsi einstaklinga og markaðsbúskap." Þó Jón hafi fyrst gengið í Al- þýðuflokksfélagið í Reykjavík skömmu fyrir uppstillingu listans, hefur hann áður komið við sögu flokksins. Hann var t.d. viðloðandi félög ungra jafnaðarmanna á Ak- ureyri og í Reykjavík á sínum tíma auk áðunefndrar ættarfylgju. Þá hefur oftar en einu sinni komið til tals, að hann tæki sæti á framboðs- listum Alþýðuflokksins. Bragi Sig- urjónsson reyndi að fá hann til framboðs á Norðurlandi eystra 1971, í Reykjavík kom hann til tals 1974 er hugmynd var uppi að Gylfi Þ. Gíslason færi vestur á firði, — og 1978 vildi Vilmundur Gylfason fá hann til framboðs í Reykjavík. „Ég leitaði strax til hans eftir að ég varð formaður," segir Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Sigurðsson lýsti sig frekar ánægðan með kjarasamning ASl/ VSÍ sem undirritaður var á dögun- um og hann taldi hann ábyrgan. En treystir hann sér til að fram- fleyta fjölskyldu á umsömdum lág- markslaunum? Jón: „Nei.“ En telur hann þá sið- ferðilega verjandi að semja um laun sem ekki nægja til fram- færslu? Jón: „Já, í þessu tilfelli tel ég það vegna þess að lágmarks- launin eru oftast nær einungis við- miðunarlaun — flestir hafa sem betur fer hærri laun í þeirri miklu atvinnu sem er í landinu, auk þess sem fyrirvinna fjölskyldu er nú sjaldnast á einni hendi. Auðvitað verður eitthvað af fólki á lág- markslaunum en það þýðir ekki endilega að besta leiðin til að að- stoða það sé að hækka lágmarks- launin. Þess geta verið dæmi að hækkun lágmarkslauna ýti þeim sem síst skyldi út af vinnumark- aðnum. í þessu sambandi verður einnig að líta til ríkisvaldsins sem á að tryggja þegnunum efnahags- legt og félagslegt öryggi m.a. með stefnu sinni í skatta- og trygginga- málum." í jómfrúræðunni lýsti Jón yfir stuðningi við „farsæla utanríkis- stefnu" íslendinga og vill halda áfram á sömu braut. En hvaða af- stöðu hefur hann til þeirrar stefnu jafnaðarmanna annars staðar á Norðurlöndum að lýsa svæðið kjarnorkuvopnalaust? „Ég er ekki sannfærður um að Jsessi hugmynd eigi við á íslandi. Eg vil ekki taka afstöðu til stefnu nágrannaþjóða okkar í þessu máli og ég sé reynd- ar ekki hvernig þetta mál tengist flokkapólitík," segir Jón Sigurðs- son oddviti Alþýðuflokksins í Reykjavík. Én hvað með útþenslu banda- ríska hersins hér landi síðustu árin — ratsjárstöðvarnar og önnur mannvirki? Er hann sáttur við þessa þróun? „Ég geri engar at- hugasemdir við þessa þróun. Hlut- fallslegt mikilvægi hernaðarfram- kvæmda hefur ekki aukist í þjóð- arbúinu og þær eru engu mikil- vægari efnahagslega nú en áður. Við verðum að horfast í augu við að það fylgja því skyldur að vera í vestrænu varnarsamstarfi." ó staðarákvarðanir séu oft villandi á hinu póli- tíska landakorti, þá mark- ar Jón Sigurðsson sig greinilega með hægri öflum í heimshreyf- ingu jafnaðarmanna og þeirri ís- lensku. En hvað segja stjórnmála- menn sem átt hafa samskipti við Jón á umliðnum árum? „Ekki fór milli mála að Jón væri vel greindur og klár, en hann er ansi mikill kerfiskarl. Hann er maður skipulagsins og tekur ekki áhættu. Margir landskunnir póli- tíkusar hafa verið í læri hjá honum í efnahagsmálunum," sagði fyrr- verandi ráðherra. Annar tók í svipaðan streng: „Ja, hann yrði góður viðreisnarráðherra. En er hann einhver jafnaðarmaður? Ég hefði haldið að hann væri fyrst og fremst „elítumaður" og myndi helst vilja úthluta atkvæðisrétti eftir greind og völdum. Hann er vanur að semja um og ganga frá málunum í bakherbergjum — og fellur þannig ágætlega í þá mynd sem löggjafarsamkundan ætlar sjálfri sér miðað við val frambjóð- enda í öllum flokkum." „Hann vill hafa allt fyrirfram gefið, — mun ekki geta tekið hinu óvænta og óútreiknanlega í póli- tíkinni of vel. Hann skilur ekki „spontanitet" og andkerfis- mennsku og mun því hallast að stjórnmálamönnum í mjög föstum skorðum, en ekki tilfinningaver- um,“ segir stjórnmálamaður. „Hann er með kommaofnæmi," sagði stjórnmálamaður af vinstri væng. „Uppeldissonur viðreisnar- innar — yfirráðherra í öllum hægri stjórnum," sagði enn annar. Og sumir gengu enn lengra í túlk- unum á valdahlutverki Jóns Sig- urðssonar á umliðnum árum: „Allt frá því í viðreisnarstjórninni var Jón mjög valdamikill hjá viss- um hópum í þjóðfélaginu. Honum leið illa í vinstri stjórninni 1971 til 1974 og þá var aðeins slegið á völd hans. Hins vegar varð hann hægri hönd Geirs og sagt var að hann semdi meira að segja ræðurnar fyrirGeirístjórninni 1974 til 1978. Sú stjórn dagaði uppi m.a. vegna ófremdar i efnahagsmálastefn- unni. Margir í flokknum (Sjálf- stæðisflokknum) vildu kenna Jóni Sigurðssyni um ófarirnar og tor- tryggja hann síðan," segir stjórn- málamaður úr Sjálfstæðisflokki. „Hann fékk mjög ungur aðgang að stefnumótun í efnahagsmálum og hefur kunnað því illa að hafa minni áhrif á ákvarðanatöku," segir enn einn stjórnmálamaður- inn. Sá kvað Ólafslögin í vinstri stjórninni þar sem upphafið megi rekja að misgengi launa og lána, vera að ýmsu rakin til Jóns Sig- urðssonar. Margir stjórnmála- menn hafi því einnig sakað hann um ófarir þeirrar ríkisstjórnar. Gunnar Thoroddsen hafi verið með þetta í huga, þegar hann dró úr völdum Jóns, m.a. með því að ráða sérstakan efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar og hafa lengst af sér- staka efnahagsnefnd á vegum rík- isstjórnarinnar. „Hann missti pólitíska vigt og hefur ekki endurheimt hana í tíð núverandi ríkisstjórnar og það er engin tilviljun að ríkisstjórnin vilji ráða Þórd Fridjónsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar, m.a. til að reka fleyg á milli stjórnmálamannsins Jóns og stofnunarinnar og til að hún hafi sjálf aðgang að þessari upplýsingastofnun, sem gegnir lykilhlutverki í íslenskum stjórn- málaheimi,“ segir enn einn stjórn- málamaðurinn. „Hann veit hvernig á að stjórna ríkisstjórnum og efnahagslífi úr gluggakistum og hefur reynslu af því að stjórna brúðuleikhúsi með þátttakendum úr því ítalska óper- ettuleikhúsi sem íslensk stjórnmál eru,“ sagði enn einn stjórnmála- maðurinn. Fréttaskýrandi úr stjórnmála- heiminum sagði á hinn bóginn: „Jón hefur verið áhrifamikill í krafti þekkingar sinnar, en því fer fjarri að hann hafi verið „yfirráð- herra" eða ráðið þannig að hægt væri að krefja hann ábyrgðar á efnahagsstefnu ríkisstjórna." Hagfræðingur segir: „Stjórn- málamenn eru bæði öfundsjúkir og afbrýðisamir útí menn eins og Jón Sigurðsson af þeirri ein- földu ástæðu að hann býr yfir meiri þekkingu en þeir. Eðli máls- ins samkvæmt þurfa þeir að leita til hans. Á hinn bóginn eru það stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanirnar og eiga að hafa eft- irlit með framkvæmdinni. Jón Sig- urðsson hefur ekki tekið ákvarð- anirnar og ekki stjórnað fram- kvæmdinni þegar hinar stóru lín- ur efnahagsmála eru lagðar. Á hinn bóginn hefur hann verið fenginn til mjög erfiðra verka, eins og að vera oddamaður í ákvörðun um fiskverð og í kvótanefndinni. Uppstokkun sjóðakerfis sjávarút- vegsins var mikið á hans höndum. En þetta eru náttúrlega verk sem stjórnmálamennirnir heimta heið- ur fyrir, ef vel ganga." Framámaður í Alþýðuflokki seg- ir að Jón sé slíkur mannkostamað- ur, að margir kratar hafi í raun vilj- að fá hann til að gegna for- mennsku í flokknum, sem þá átti í kreppu fyrir þremur árum. Hann hefði áunnið virðingu og traust í flokknum, sem hann vantaði. „Virðing og traust" eru einmitt orð sem margir nota um manninn. „Hann nýtur nægilega mikillar virðingar og trausts til að afla verulegs fylgis frá Sjálfstæðisflokkn- um og er sjálfkjörinn ráðherra," segir einn stjórnmálamaðurinn. Sá kvað marga hafa í huga „Mar- bakkastjórn", viðreisnarstjórn sem hefði sterka bakhjarla eins og Styrmi Gunnarsson á Morgunblað- inu og hefði fullkomin tök á inn- viðum kerfisins og völundarhús- um valdsins. „Hann er fullkominn tækni- krati," segir einn sem þekkir til. Og haft er eftir kunnum ráðuneytis- manni: „Jón Sigurðsson er sá maður íslenskur, sem einn getur sest inní hvaða ráðuneyti sem er og gegnt skammlaust og af þekk- ingu ráðherrastörfum yfir hverju einu þeirra." En meðal manna má líka kenna vissar efasemdir: „Eng- inn frýr Jóni vits og þekkingar, en hann hefur líka verið lokaður inní fílabeinsturni á flosteppunum í Þjóðhagsstofnun og ekki öðlast þar jafn sammannlega reynslu af samskiptum við fólk og heppilegt getur talist fyrir stjórnmálamann," segir stjórnmálamaður sem til þekkir. Afgreiðslustúlka segir að Jón sé látlaus og kurteis, en einn sam- starfsmanna hans hefur á orði, að hann sé pínulítið sér á parti, og þannig kaldur í fasi, að fólk opni sig ekki fyrir honum og hann ekki fyrir því. Ef það er rétt að Jón geti sest fyrirhafnarlaust inní hvaða ráðuneyti sem er, þá er skiljanlegt að Alþýðuflokkur- inn velji hann sem oddvita sinn — vel að merkja án prófkjörs sem var aðalsmerki þeirra kratanna í ára- tug eða svo. Jón er sjálfkjörinn. Og af því að Jón Baldvin er hug-‘ fanginn af sögunni og sögulegum samstæðum, þá spurðum við hvort svo gæti farið að Jón Sig- urðsson leysti Jón Baldvin af hólmi sem formaður Alþýðu- flokksins svo sem Haraldur frændi Jóns leysti Hannibal af hólmi í for- mennskunni 1954? „Ja — svo gæti farið," segir Jón Baldvin og hlær við, en segir svo: „Flokkar ganga best fyrir tvíeykjum — það sýnir sagan okkur. Ég gæti vel hugsað mér að við nafni yrðum slíkt tví- eyki, sem leiddi Alþýðuflokkinn til þess að verða stórt bandalag jafn- aðarmanna og stærsta stjórnmála- hreyfing á íslandi." að er slydda í Reykjavík. Jón Baldvin er á Broad- way og biður borgarbúa að kjósa Jón Sigurðsson. Hann kallar á Jón þjóðhaga upp á ljósa- sviðið — og áhorfandinn með söguskynið lokar augunum og upplifir atburð fyrir 60 árum, er Hannibal kallaði Harald uppá stakkstæðið á reitunum á Isafirði forðum. Ætlar ævintýrið aldrei að taka enda? Stjórnmálaævintýri Hannibals og Haralds átti hæðir og lægðir en enginn sá fyrir fram- hald ræðunnar ástakkstæðinu. En þá var ljóst fyrir hvað menn stóðu. Á þeim tímum áttu menn hugsjón- ir. Reynslan á eftir að skera úr um hvert verður framhald framboðs Jóns Sigurðssonar í Reykjavík... HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.