Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 2
URJONSBOK Jólaglaðningur eftir Jón Örn Marinósson Þá eru Ási og Gunnar Joð búnir að færa okkur sinn jólaglaðning, brauð handa börn- unum að bíta í og mikið af kjúklingum og ódýrum kartöflum. Þó að ég sé eins og þið öll hin og þar með talin Jóhanna stíftönn afskaplega friðelsk- andi maður verð ég að játa að ég var farinn að vona innst inni að upp úr syði í Garða- strætinu, við fengjum að sjá í beinni útsend- ingu langþreytta samningamenn að tvístrast í allar áttir í prófkjarastíl, gefa eitraðar yfir- lýsingar og vera með alvöruþunga i fasi og áhyggjusvip. Mér fannst óbærilegt að hugsa til þess í fábreytni skammdegisverunnar á Is- landi að tveir helstu erkifjendur þjóðfélags- ins næðu sáttum án nokkurra átaka. Slíkt var gagnstætt þeim anda sem ríkt hefur meðal manna síðan um leiðtogafund og spillt sér- hverri tilraun til samkomulags, okkur hinum til skemmtunar, splundrað stjórnmálaflokk- um og sökkt hvalbátum og hjálparstofn- unum. En samningamenn brugðust. Eftir snarpan upphafssprett, þar sem verkalýðshreyfingin var á góðri leið með að klofna í jafnmargar einingar og Framsóknarflokkurinn og fullyrt á báða bóga að mikið bæri á milli, gerðist það allt í einu að forkólfar launamanna og atvinnurekenda drógu upp penna sina og skrifuðu undir samning. Þjóðin stóð agn- dofa. Ljósritunarvél vinnuveitenda svelgdist á samkomulaginu. En allt kom fyrir ekki. Á meðan ríkisstjórnin kynnti sér hvaða verk- efnum henni hafði verið úthlutað í Garða- stræti, tók Ási í höndin á Gunnari Joð og Gunnar Joð tók í höndina á Ása og þeir færðu okkur brosandi umsaminn jólaglaðn- ing. Eins og ég gaf í skyn áðan urðu það mér nokkur vonbrigði að ekki skyldi koma til neinna átaka, verkfalla og vinnudeilna, en það birti yfir í huga mér jafnskjótt og ég hafði kynnt mér hinn nýja kjarasamning. Olli því ekki einungis að í minn hlut koma umtalsverðar launahækkanir, heldur einnig hitt og það reyndar miklu fremur að í sam- komulaginu er fólgið fyrirheit um ennþá meira ósamkomulag en það sem hratt mönn- um út í nýafstaðna næturfundi. Þegar grannt var skoðað reyndist hinn nýi kjarasamningur vera í meginatriðum kjarasamningur um að ekki hefði tekist að ná kjarasamningum og samningsaðilar ásáttir um að upphefja arg- vítugar illdeilur og Iaunakarp að lokinni frið- helgi jóla. Ég efast um að gert hafi verið hald- betra samkomulag í háa herrans tíð og þökk sé þeim sem duttu niður á þessa leið til sátta og færðu þjóð sinni jólaglaðning. En þá er komið að okkur hinum að finna jóla- glaðning handa vísitölufjölskyldunni, ein- kanlega að eiginmönnum að leysa þá ótta- legu ráðgátu hvað eigi að gefa eiginkonunni í jólagjöf. Hvað sem líður fullyrðingum um að á kynjunum sé enginn munur, þá er það plága, sem leggst einungis á karlmenn, að jjurfa að finna eitthvað handa konunni í jólagjöf. Venjulega fara eiginmenn að huga að næstu jólagjöf handa konunni þegar þeir sjá hana taka utan af pakkanum á aðfangadags- kvöld og hún reynir að leyna vonbrigðum sínum með viðkvæmnislegu uppgerðar- brosi. Þeir strengja þess heit að fara að leysa ráðgátuna um jólagjöf handa konunni í sept- ember næsta haust, finna læsast um mjó- hrygginn á sér nístandi hroll, þegar þeir upp- götva í byrjun desember að þeir gleymdu að JÓN ÓSKAR leysa ráðgátuna í september, og æða síðan í skelfingu sinni niður í bæ fyrir hádegi á að- fangadag og kaupa eitthvað handa konunni í síðustu búðinni sem þeir álpast í fyrir lokun. Þeir gleyma svo að kaupa jólapappír og merkimiða og niðurstaðan verður enn einu sinni hin sama og áður: konan getur ekki leynt vonbrigðunum þar sem hún leysir þvældan umbúðapappír utan af sjöttu hár- þurrkunni sem hún fær frá eiginmanninum á tíu árum. Jólaglaðningur handa eiginkonunni getur verið með ýmsu móti. Eftir fjörutíu ára hjónaband lýsir mikilli hugulsemi til dæmis að gefa henni ullarsjal, góða flókainniskó, mannbrodda eða gleraugnahylki. Hafi mað- ur verið giftur sömu konunni í tiltölulega skamman tíma, eitt til þrjú ár, er sjálfsagt að gefa henni skartgrip. Hafi vísitölufaðirinn ekki efni á því, þrátt fyrir nýgerða kjara- samninga, er hægt að færa henni ljóðabók og fullyrða um leið að skartgripum sé í reynd ofaukið á þennan hvíta, fagurmótaða háls eða þessar nettu, undurmjúku hendur. Hafi konan hvorki fagurmótaðan háls né undur- mjúkar hendur, má láta fylgja með ljóða- bókinni athugasemd þess efnis að konur þurfi ekki á skartgripum að halda fyrr en feg- urðin taki að dofna um miðjan aldur. Sé kon- an á miðjum aldri, þar sem hún situr von- svikin með ljóðabókina, verður vísitölufað- irinn að segja eins og er, að það, sem átti að fara í skartgripi handa henni, hafi farið i skrautfjaðrir handa Ása og Gunnari Joð og kjarabætur og kjúklingabringur handa hin- um lægstlaunuðu. Ýmiss konar nytjahlutir til persónulegrar endurnýjunar fyrir eiginkonuna geta og ver- ið mikill jólaglaðningur sem nýtist vísitölu- föðurnum óbeint. Verður einungis að gæta fjölbreytni í vali slíkra nytjahluta milli ára. Ég þekki til dæmis eiginkonu (aðra en mína eig- in) sem fékk sjö jól í röð nuddsvæfil, herða- nuddtæki, fótanuddtæki, mjaðmanuddtæki, tölvustýrðan magavöðvanuddpúða, brjósta- nuddtæki og mjóhryggjarnuddstöng, sem má tengja við gervihnattarloftnet. Maðurinn hennar gaf henni þessa nytjahluti, einn af öðrum, í góðri trú og fór þar eftir ráðlegg- ingum landskunnra nuddara eins og Ása Stef og Gvendar Joð. Konan fékk að lokum krón- ískan vöðvatitring eins og geirvörturnar á Jóni Páli, var send til meðferðar á nuddstofu, féll fyrir nuddaranum og skildi við eigin- manninn sem situr nú einn í kjallaraholu í austurbænum með öll nuddtækin og hið átt- unda í tilbót. Vissulega er að ýmsu að huga þegar upp kemur spurningin um hvað eigi að gefa eig- inkonunni í jólaglaðning. En vísitölufaðirinn ætti framar öllu að hafa í huga að spyrja aldrei vísitölufrúna í hvað hana langi í jóla- gjöf. Hún er nefnilega vís með að svara slíkri spurningu eins og Asi svaraði Gunnari Joð: „Mig vantar sosum ekki neitt, elskan mín. Vertu ekki að hafa neinar áhyggjur. Kannski svolítið handa hinum lægstlaunuðu." En slíkt svar er — líkt og síðustu samningar í Garða- stræti — vísbending um að maður eigi enga undankomuleið, hvort sem maður er laun- þegi, atvinnurekandi, ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar eða ljósritunar- vél hjá vinnuveitendasambandinu. Það er ekki ástæða til að taka meira mark á slíku til- svari en umsömdum kauptöxtum eða úrslit- um prófkjörs. HAUKURIHORNI Jólakötturinn „Svekkta liöið meö næstlægstu launin ku fara þangað þessi jól- in..." 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.