Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 36

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Side 36
Nú er tækifærið fyrir húseigendur. Sjáið kostakjör okkar á málningu og fúavarnarefni. Búið eignirnar vel undir veturinn, málið tímanlega, jólin nálgast. Sértilboð okkar í vetur: Málning og málningarvörur á allt að 20% afslætti AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR Allt fúavarnarefni á 10% afslætti ikla athygli vöktu þau ummæli Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins í Návígi á Stöð 2 sl. þriðjudagskvöld, að hann hygðist taka upp breytta starfs- hætti á þann veg að hann myndi sjálfur gera tillögur um menn í ráð- herraembætti af hálfu sjálfstæðis- manna. Einnig sperrtu menn eyrun þegar Þorsteinn sagðist ætla að yngja upp í ráðherraliði flokksins ef Sjálfstæðisflokkurinn gengi til ríkis- stjórnarmyndunar að loknum næstu þingkosningum. Sjálfstæðis- menn velta nú mjög fyrir sér hvers vegna Þorsteinn hafi spilað út þess- um trompum, jafnvarfærinn maður og hann er. Ljóst þykir að Þorsteinn vilji styrkja stöðu sína í flokknum með þessu móti, enda hefur flokk- urinn farið illa út úr skoðanakönn- unum og innri upplausn er mikil. Þorsteinn mun ætla sér tvennt með þessum breytingum. í fyrsta lagi vill hann hverfa aftur til þeirrar hefðar að formaður flokksins geri tillögur um menn j ráðherraembætti, en þessi hefð var rofin með for- mennsku Geirs Hallgrímssonar sem beinlínis henti ráðherraemb- ættunum inn í þingflokkinn með þeim afleiðingum að hart var barist um stóla og hver þingmaður leit á sig meira og minna sem eigið kon- ungdæmi sem ekki þyrfti að lúta húsbóndavaldi. í öðru lagi gerir Þor- steinn sér ljóst að erfitt muni verða fyrir hann að ná húsbóndavaldi á gömlu ráðherrunum og eldri þing- mönnum sem ekki hafa setið undir húsbónda síðan Bjarni Benedikts- son féll frá. Þess vegna mun Þor- steinn ætla að yngja upp samtímis sem hann styrkir sig sem húsbónda og leggur sjálfur fram lista um ráð- herra... 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.