Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 28
OFAR ÖLLU! Þaö er aðeins eitt orð sem hægt er að nota yfir kvöldklæðnað þann sem boðið er uppá í vetur. Glæsi- legt. Og á eftir áetti að fylgja stórt upphrópunarmerki — ef ekki tvö. Þetta kallast kvöldklæðnaður í lagi. Síðkjólar með víðum taft-pils- um eða níðþröngir og flegnir niður í mitti (að aftanl). Glitofin efni eru alls ráðandi, jafnt í gylltu sem silfur- lituðu. Svart er grunnliturinn en fast á hæla hans fylgja djúpir og dularfullir eðallitir í vínrauðu, dökk- grænu og dökkbláu. Efnin eru silki og satín, slétt flauel sem nú koma gjarnan með áprentuðu mynstri. Blúnduefnin hafa fengið uppreisn æru og teljast ekkert tildur lengur og pallíettur eru toppurinn á tilverunni. Tískukóngarnir leggja nú áherslu á að kvenlíkaminn fái að njóta sín í allri sinni dýrð. Kjólar eru nú aðskornari en sést hefur í marga og fela hreint ekki neitt. Undantekning eru þó víð og efnis- pilsin, ýmist felld eða rykkt oft sniðin alveg í hring. Síddin er fjölbreytt — allt frá því að vera rétt ofan við hnéð í stuttu kvöld- kjólunum og niður íökklasídd þeg- ar glæsileikinn er hvað mestur. Litli, svarti kjóllinn er enn sem áður ómissandi og nú kvenlegri en nokkru sinni. Slíkum glæsiklæðnaði tylgir að sjálfsögðu mikið skart. Skartgripir eru nú stærri og veglegri en um langan tíma. Allt leggst á eitt við að gera ímyndina sem glæsilegasta. En sjón er sögu ríkari og við lát- um myndirnar tala. . EFTIR SOLSETUR Hér áður þótti enginn maður með mönnum nema að eiga smóking. Þegar byiting sjöunda áratugarins gekk yfir, féll smók- ing-jakkinn í ónáð eins og svo margt annaö sem þótti tókn fyr- ir íhaldssemi, formfestu og smáborgarahátt. Þó hefði eng- inn sem vildi á annað borð fylgj- ast með tíðarandanum, farið í smóking af sjálfsdáðum né heldur hnýtt á sig þversiaufu eða hálsbindi. Á áttunda ára- tugnum fékk þessi klæðnaður að rykfalla áfram því nú gilti að vera sem frjálslegastur í klæðn- aði, — einnig við hátíðlegri tækifæri. En tímarnir breytast og mennirnir með. Upparnir eru komnir á toppinn og smóking er aftur í tísku. Reyndar rúmlega það því úr öllum heims- hornum berast þau skilaboð að nú geti enginn mætt á mannamót eftir sólsetur, nema uppáklæddur í gler- flnan kvöldklæðnað. Og þar gegnir smóking-jakkinn lykilhlutverki. Reyndar í nokkuð nýstárlegum út- 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.