Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 18
umsjón: Jónína Leósdóttir teikning: Jón Óskar Karlmaöur á besta aldri segir frá því hvernig þab er ab vera í ástar- sambandi vib einstœba móbur. . . og börn hennar. FYRST MÖÐIR síban ástkona Klukkan er að nálgast þrjú og þú býrö þig undir að bjóða dömunni, sem þú hefur verið að daðra við allt kvöldið, upp í dans. Hún lítur eld- snöggt á klukkuna, rýkur áfœtur og segist verða að þjóta: „Ég lofaði barnapíunni að vera ekki mjög lengi!" Ef þú ert sú manngerð, sem við slíka yfirlýsingu lœtur sig samstund- is hverfa, ættirðu að staldra við og lesa áfram. Þú þarft nefnilega alls ekki að hrœðast einstœðar mœður eins og holdsveikisjúklinga. Það er a.m.k. skoðun ónefnds karlmanns á besta aldri, sem mikið hefur velt þessum málum fyrir sér. Viðhorfum hans er hér með komið á framfœri, með milligöngu blaðamanns HP, öðrum karlmönnum til fróðleiks og ef til vill uppörvunar: EKKI „SAMBAND", HELDUR NÝR HEIMUR „Konan á börn. Það þýðir, að hún verður að koma þeim í pössun eða sjá til þess að einhver gæti þeirra, þegar þau eru ekki í skólanum. Hún verður að sjá þeim fyrir mat og drykk og fullvissa þau um að Grýla sé bara til í sögum. Hún verður að fara með þau til læknis, halda í höndina á þeim hjá tannlækninum, sjá um að þau læri heima, þvoi sér í framan, bursti tennurnar, eigi hrein föt að fara í á morgnana og að leik- fimifötin séu þurr, þegar þeirra er þörf. Þetta er nýr heimur. Ekki „sam- band“, heldur fjölskyldulíf, og það krefst mikils tíma, töluverðrar orku og slatta af peningum. Einstæðir foreldrar vinna 48 tíma á sólar- hring. Þegar kvölda tekur, eiga börnin að fara að sofa. Það er hins vegar hreint ekki svo einfalt mál! Fyrst verður að plata þau, dekstra þau, gerir þeim kleift að halda alltaf ótrauðar áfram og horfa á jákvæðu hliðarnar í lífinu. Þær eru ekki sífellt að kvarta og kveina — þær fram- kvæma. Þær sjá um hlutina, vegna þess að þær verða að gera það. Til- vist lítilla barna er undir því komin. FYRRVERANDI EIGINMENN Einstæðar mæður eiga hins vegar oftast meira en bara börn. Þær eiga líka margar fyrrverandi eiginmenn og þeir geta verið æði misjafnir. Sumir þeirra eru hreint ótrúlega samvinnuþýðir. Þeir borga meðlag- ið, elska börnin sín og sýna þeim mikinn áhuga. Þeir hjálpa meira að segja stundum fyrrverandi eigin- konu sinni svo hún geti verið ein með hinum nýja vini sínum eina og eina helgi. Sumir fyrrverandi eiginmenn eru hinsvegar hreinn viðbjóður. Þeir segjast ekki geta tekið þátt í neinum kostnaði vegna barnanna, en aka sjálfir um á glænýjum bílum og fara til útlanda mörgum sinnum á ári. Þá verður einhver annar að borga fyrir vetrarúlpurnar, strigaskóna, sumar- búðirnar, æfingagallana og spariföt- in, sem allt getur orðið að himinhá- um upphæðum þegar saman safn- ast. En það er harðbannað að tala illa um fyrrverandi eiginmenn fyrir framan börnin og enn síður má lenda í handalögmálum við þá í vitna viðurvist. Krakkarnir elska pabba sinn og þess vegna er alveg bannað að lúskra á honum, hvað sem gengur á. Oft eru heilmikil leikrit sett á svið „vegna barnanna", eins og það heit- ir. Margir hafa átt skilið Óskarsverð- laun fyrir slík tilþrif. Einstæðar mæður leggja oftast mjög mikið á sig til þess að hlúa að þeirri mynd, sem börnin hafa af föður sínum. Þær vilja ekki láta það um sig spyrj- ast, að þær leyfi neikvæðum við- horfum að dafna innra með börnun- um. Það er reyndar með ólíkindum hve mjög flestar þeirra leggja sig fram við að látasamskipti við föður- inn ganga vel. í þeim tilgangi sýna þær oft samningavilja, sem þær hefðu aldrei getað töfrað fram á meðan þær voru enn í sambúð með barnsföðurnum. ÞAÐ SEM EKKI MÁ Einstæð móðir með börn upp undir eða á skólaaldri getur verið hinn áiitlegasti kostur fyrir ein- hleypan, barnlausan náunga, sem hryllir við óléttu, bleyjum, barns- gráti og vökunóttum. Þarna getur hann orðið sér úti um tilbúna fjöl- skyldu í neytendaumbúðum og það er alls ekki svo slæm tilhugsun. Krakkarnir eru komnir yfir það versta og við tekur tímabil, þegar þau sýna ótrúlegan fróðleiksþorsta og mikla lærdómshæfileika. Þótt þessar elskur séu gjörsam- lega staurblindar á galla föður síns, koma þær auga á skítakarakter á mörghundruð metra færi. Þú kemst ekkert upp með að loia einhverju til hægri og vinstri og efna það síðan ekki. Ef þú gerir það, hefur það djúpstæð og langvarandi áhrif á börnin og getur valdið því, að þau treysta þér aldrei aftur — né heldur verður þér fyrirgefið. Það er freistandi að drekkja krökkunum í gjöfum og reyna þann- ig að kaupa sér velvild þeirra. Því miður er það þó ekki hægt. Það er enginn í náðinni hjá börnunum án þess að hafa til þess unnið. Þetta á meira að segja við um börn undir skólaaldri. Eina leiðin til þess að afla sér virðingar barna er að vera sann- gjarn og koma fram við þau á sama hátt og annað fólk, óháð aldri. Það er einnig freistandi að leyfa þeim að stjórna, en sú aðferð er heldur ekki skynsamleg, því að end- ingu hættir börnunum alveg að líka það fyrirkomulag. Krakkar þurfa á því að halda að vera skömmuð, þeg- ar þau gera eitthvað af sér. Þau þarfnast einnig að finna hvar mörk- in liggja, á milli þess sem þau mega og mega ekki gera. Þau finna mæta- vel hvort þér líkar við þau eður ei og þegar slíkt samband hefur myndast, skaðast traustið ekki þó þú öskrir á þau þegar þau hegða sér illa. Krakk- ar eiga auðvelt með að fyrirgefa, ef þú gerir það einnig. Þegar fram líða stundir, mun ríkja gagnkvæm væntumþykja á milli ykkar. Þú getur aldrei elskað börnin eins og þú ættir þau sjálfur — þann- ig að þú gætir látið lífið í sölurnar fyrir þau — en þú elskar þau á þinn hátt. Þegar börnunum hefur skilist það, verður það afskaplega jákvæð og fullnægjandi reynsla að deila draumadísinni með börnum annars manns." múta þeim, skamma þau, öskra á þau, lesa fyrir þau sögu og færa þeim mjólkurglas. Þegar þau eru síðan loksins komin upp í rúm og búið að breiða yfir þau sæng, er tími til kominn að taka móður þeirra í fang sér í stofunni. En þá birtist Iítill haus milli stafs og hurðar og skær rödd segir: „Mammmmmma, ég er þyrstur", eða „Mamma, mér er illt í maganum", eða ,,Mamma, ég get ekki sofið" Á þeirri stundu rennur það upp fyrir vonbiðlinum, að hann muni aldrei njóta óskiptrar athygli þessarar konu og á hann renna tvær grímur. „ÞETTA ER í SÍÐASTA SINN..." Börnin hafa alltaf forgang. Sá, sem er í tygjum við móður þeirra, gæti lent í því að rökræða við átta ára pjakk um það hvers vegna maður á helst ekki að vefja sippu- bandi um hálsinn á litlu systur, í stað þess að sitja yfir mat og guðaveigum á Hótel Holti og horfa í augun á vel snyrtri þokkagyðju. Mömmur segja hluti eins og „Þetta er í síðasta sinn...“ og „Ég skal hýða þig með vendi", en það er það aldrei og hún gerir það heldur aldrei. Hún elskar þau nefnilega og það er mikill lærdómur að fylgjast með því. Það er eitthvað óendan- lega fallegt við manneskju, sem býr yfir svo óeigingjarnri og sannri umhyggju fyrir annarri persónu. Meira að segja sjálfselskustu og kald- rifjuðustu töffarar fá kökk í hálsinn, þegar þeir verða vitni að móðurást- inni. Þeir fá jafnvel stundum löngun til þess að finna til þessarar tilfinn- ingar sjálfir. Einstæðar mæður eru hugrakkar og harðar af sér. Þær búa yfir reynslu og hafa lífsneista, sem marg- ar aðrar konur skortir. Neista sem 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.