Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 43

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 43
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir: Jim Smart teikning: Jón Óskar LINIIM . . .ER HEIÐARLEGUR, HEIMSKUR SKÚRKUR í ÞJÓÐSÖGUM „Eftir því sem ég kemst næst felst sérstaða íslenska djöfulsins eins og hann er útmálaður ! þjóðsögunum í því hversu strangheiðarlegur hann er. Prestarnir sem hann á í skiptum við eru aftur á móti óheiðarlegir. Kölski er orðheldinn en þeir ganga nánast alltaf á bak orða sinna. Það er dáiitið merkilegt. Og í nokkrum sögum er greint frá gömlum konum sem vorkenna honum, þessum vesaling sem engan á að og allir tala illa um. Þetta er ósköp indælt við- horf. Það er sama hvað hinn lúterski rétttrúnaður reyndi að berja helvít- iskenninguna inn í fólk þá er eins og lifi í vitund þjóðarinnar visst kæru- leysi gagnvart þessum voða. Þar fyr- ir utan hefur kvendjöfullinn ekki átt upp á pallborðið hér af einhverjum ástæðum, og í íslenska djöfulinn vantar algjörlega hið kynferðislega, hinn holdlega freistara. Eiginlega er þetta hálfkynlaust viðrini." Bjarni Vilhjálmsson hefur ritað grein sem hann nefnir Hugljómun um kölska þar sem hann fjallar einkum um merkingu orðsins kölski. Það tengist lýsingarorðinu köllsugur sem er svo aftur dregið af nafnorðinu kalls sem venjulega merkir „háð, spott, kerskni". Með nafninu kölski er því aðeins tekið mið af einum þætti í fari paurans, en samkvæmt kristinni siðfræði er háð og spott djöfullegs eðlis. Undir lok greinar sinnar segir Bjarni: „Vera má að íslenzkar hugmyndir um djöfulinn sem sérstakan spottara megi rekja aftur til hinnar heiðnu og rótgrónu viðkvæmni fyrir níði, flími, flimtan og háði sem þung viðurlög lágu við í fornum norræn- um lögum og á e.t.v. rót sína í trú á töfra. Minna má á, að enn er háð og spé biturt vopn í mannlegum samskiptum." Ef marka má þjóðsögurnar var kölski íslendingum fyrst og fremst nokkurs konar gáfnapróf, vinsælt var t.d. að kveða hann í kútinn, og menn þurftu ekki að vera neitt sér- staklega hagmæltir eða glúrnir til að geta leikið á hann. Menn um- gangast kölska nánast sem heimskt illmenni, hafa alltaf yfirburði yfir hann í gáfum þveröfugt því sem við blasir t.d. í þýskum og frönskum miðaldaheimildum. HVORKI NORNIR NÉ KVENDJÖFLAR Arni Björnsson minntist á að i hinn íslenska kölska vanti alveg hlutverk hins holdlega freistara enda áttu hugmyndir um galdra- nornir sem hefðu gert samning við djöfulinn afar erfitt uppdráttar á ís- landi. Ofsóknir á hendur konum, einkanlega þeim sem eitthvað kunnu fyrir sér í læknisfræði, byrj- uðu snemma á miðöldum; „rök“ fyrir því að gera konur tortryggi- legar voru búin til með hártogunum á setningum í ritum þekktra kirkju- feðra á borð við Ágústínus og Tóm- as Aquinas. Tveir harðvítugir kven- hatarar kirkjuveldisins, þeir Krámer og Sprenger, „útskýrðu" ístöðuleysi kvenna út frá „merkingu" orðsins femina: fe væri komið af latneska orðinu fes sem merkir trú; mina væri aftur á móti dregið af orðinu minus sem merkir minna. Þar af leiðandi merkir orðið femina, kona, sú sem hefur minni trú og leiðist auðveldlegar í freistni en karlmað- urinn!! En á meðan konur út um alla Evr- ópu voru brenndar á báli fyrir engar sakir og nægði t.d. að prestum þættu þær tortryggilegar var ein- ungis ein kona brennd fyrir galdra á íslandi. Það er t.d. stórmerkilegt að Isafjarðarklerkurinn Jón Magnús- son sem útmálað hefur djöfulsins of- sóknir sér á hendur í Píslarsögu sinni og vildi þar um kenna Þuríði nokk- urri Jónsdóttur á Kirkjubóli, var kveðinn í kútinn og Þuríður sýknuð af ákærum. Á meginlandi Evrópu hefði ekki þurft vitnanna við, en konunni samtímis varpað á bál. En jafnvel í íslenskum þjóðsögum örlar varla á þeim viðbjóðslegu kynór- um, um samfarir djöfulsins og galdrakvenna, sem eru ríkur þáttur galdratrúarinnar erlendis. Á íslandi átti sú hugmynd semsé ekki upp á pallborðið að konur gerðu samsæri í stórum stíl við djöf- ulinn eftir að hafa haft við hann hin- ar svaðalegustu samfarir og gerðust nornir til að klekkja á öðru fólki. Ef til vill er hluta skýringarinnar að finna í því að heiðnar örlaganornir voru mjög jákvæðar verur og klók- ar. Meira að segja sjálfur Óðinn gat ekki án ráðlegginga þeirra verið og leitaði til þeirra þegar hann var gjör- samlega kominn í þrot og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Ef til vill hefur þetta heiðna viðhorf til norna haldist í þjóðtrúnni rétt eins og að heiðin örlagatrú lifir góðu lífi meðal vor enn þann dag í dag. Enn dreymir fólk fyrir daglátum. Ekki verður feigum forðað né dfeigum í hel kom- ið. MAGNÚS STEPHENSEN STRIKAR DJÖFSA ÚT Það er síðan af djöflinum að segja að Magnús Stephensen gerði að honum einhverja hörðustu atlögu fyrr og síðar hérlendis með því að strika hann út úr sálmunum í Leir- gerdi sem hann prentaði á upplýs- ingatímanum 1801. Vakti þetta at- hæfi að vonum mótmæli margra kirkjunnar manns eins og séra Jóns Þorlákssonar sem fannst algjör rök- leysa að afneita fyrst því sem sé aug- ljósast að sé til, hinu illa, eins og hann yrkir um í þekktu kvæði: Nœr vissud þér svo heimskan hest hann myndi fyrir sverja, er hann framkeyrdur másar mest menn séu til að berja. En vorrar aldar vitringar votta ad djöflar séu ei þar, nœr þeir helst á þeim berja. Að hans mati var það algjör rök- leysa að neita því sem jafnvel blasi við hestum: að það séu til menn sem berja! Frá og með tímum upplýsingar- innar hefur djöfullinn síðan verið á stöðugu undanhaldi í íslenskri ræðu og riti, íslenskir klerkar hafa fyrir löngu lagt niður útmálun andskot- ans og vistarvera helvítis. Þó mundi einn viðmælandi blaðsins eftir að hafa heyrt prest messa yfir börnum í útvarpinu fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Hann sagðist sjá djöfulinn skríða á milli bekkjanna sem þau sátu á. . . GLÆPASÖGUR ERU SÁLMAR NÚTÍMANS En eins og dæmin sem tekin voru af HP hér í upphafi sanna virðast menn hafa jafnrika þörf eftir sem áður fyrir einhvers konar tvíhyggju, að hrærast einhvers staðar í átökum milli góðra afla og illra, hvort sem þeir setja það í trúarlegt samhengi eður ei. Fjölmörg dæmi mætti tína til því til frekari staðfestingar. Þannig sagði Heimir Pálsson bókmennta- fræðingur í samtali við HP: „Segja má að glæpasögur séu rétt- trúnaðarsálmar nútímans. Fólk finn- ur að ýmis ill öfl eiga auðvelt uppdráttar í samfélaginu, því þykir það engan veginn óhult gagnvart þeim og er hrætt. Þess vegna þarf það að búa sér til einhvern góðan „guð“, t.d. löggu eða einkaspæjara, „good guy“, sem það getur sett allt sitt traust á, og lifað í þeirri trú að hann muni uppræta hið illa. Ég er sannfærður um að sama hugmynd- in liggur til grundvallar í virkilega sanntrúuðum sálmi og í hefðbund- inni glæpasögu. Við þurfum ein- hvern veginn vernd og erum að leita að henni." Því má segja að Rambo, James Bond, ofurmannlegar hetjur Ali- stair MacLean, drykkfelldir og kær- ingarlausir einkaspæjarar Dashiell Hammett og Raymond Chandler, að ógleymdum rannsóknarblaða- mönnum HP séu í hlutverki „góða guðsins og verndarans" hver með sínum hætti, í því að verja hina öryggislausu þegna í siðspilltum og ógnvekjandi heimi. Síðan getur hver og einn dundað sér við að mála sinn eigin skratta á vegginn, hvort sem hann er í gervi Rússagrýlu, Dynasty-nornar, JR, eða einhvers annars. Hið illa iúrir alls staðar. Við hæfi er að enda þessa hugleið- ingu á orðum Nínu Bjarkar Árna- dóttur, skáldkonu sem er kaþólikki og telur að auðvitað verði alltaf ein- hvers konar mótvægi til staðar, átök djöfulsins og Krists, myrkurs og ljóss. í samtali við HP sagðist Nína gjarnan vilja vera laus við djöfulinn, en við hvað hefði maður þá að berj- ast? Hún segist mest halla sér að Maríu mey og hinu góða. En á viss- um augnablikum hafi hún fundið að enginti vandi sé að kalla á hið illa. Hún efast ekki um að ef hún hugsaði mjög stíft um djöfulinn og vildi að hann kæmi til sín gæti hún fengið hann til þess. MEN HVAD ER DJÆVELEN OG HVAD ER GUD, NÍNA? „Mér finnst kaþólikkar miklu umburðarlyndari og víðsýnni en lúterstrúarmenn," segir Nína Björk. „Ég á vinkonu sem er Benediktína- systir í dönsku klaustri þar sem ég fer stundum til að skrifa. Hún er mikill aðdáandi Karen Blixen og eitt sinn sátum við og ræddum um hana. í barnaskap mínum og ein- feldni var ég hissa á því að ramm- kaþólsk nunna væri svona yfir sig hrifin af Karen Blixen. Og ég spyr hana hvað henni þyki þá um þann sáttmála sem Blixen gerði við djöf- ulinn, en hún sagðist hafa selt sál sína djöflinum: ef hann vildi hjálpa henni til að gera allt að sögum og ævintýrum mætti hann eiga sál sína. Þá segir þessi rammkaþólska nunna: „Ja, men hvad er djævelen og hvad er Gud, Nína?“ Og mér varð ansi orðfátt!" HELGARPÓSTURINN 43

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.