Helgarpósturinn - 23.07.1987, Síða 2
UNDIR SÓLINNI
Undir hjólinu
Þegar vora tekur, grundir grænka og fugl-
ar fara að sinna hreiðurgerð, huga einnig
upplýstir og velþenkjandi náttúruunnendur í
útlöndum að íslandsferðum. Þeir vita það,
sem allir þjóðhollir íslendingar vita og þreyt-
ast ekki á að segja öllum sem heyra mega; að
hvergi er fegurra landslag, fjölskrúðugra
fuglalíf, margbreytilegri gróður né fallegri
birta um nætur, en einmitt á íslandi. Svo eru
hér líka mjög sögulegar slóðir, fyrir þá út-
lendinga sem ekki einasta kunna að meta
náttúrufegurð, heldur hafa einnig svogóðan
bókmenntasmekk að þeir hafa lesið Islend-
ingasögurnar.
Það kemur því skynsömum íslendingum
alls ekki á óvart, að útlendingar, sem allir
búa við gerspillta náttúru, mengun og óþol-
andi þröngbýli flykkjast hingað á hverju
sumri, til þess að slaka á, í óspilltu, náttúru-
legu umhverfi, fjarri mengun og hávaða, þar
sem þeir geta sofnað, vaknað og unað við
hugljúfan fuglasöng og sefandi lækjarnið.
Hingað flykkjast þeir frá öllum heimsins
löndum, með létt tjöld, bakpoka sína og
trausta skó. Þeir gera stuttan stans í þéttbýli,
enda halda sem fyrst til fjalla, í annálaðar
gróðurvinjar hálendisins þar sem fjailasýn er
fegurst, eða til eyðibyggða á hjara veraldar,
þar sem þeir þykjast vissir um að finna þá
djúpu sálarhvíld, sem þeir þarfnast svo mjög,
eftir langa og þungbæra dvöl í útlenskum
mengunarbælum. Þaðan koma þeir svo aft-
ur til byggða, eftir nokkra dvöl, endurnærðir
á sálinni og lausir við velmegunarspiklagið.
Svo halda þeir heim á ný, albúnir að takast á
við borgarmenningarbölið að nýju.
Þannig er þetta, eða þannig á þetta að
vera, samkvæmt kenningunni. En því miður
tekst ekki alltaf svo vel til. Ég ætla mér að
segja raunalega sögu af hrakningum ensks
ferðamanns, sem hélt til eyðibyggða við ysta
haf, til að hvíla sálina. Viö skulum kalla hann
Frederick Cholmondeley (hann mun reynd-
ar heita John Smith, en það hljómar eins og
dulnefni). Þetta er sönn saga, eða a.m.k. eins
sönn og slíkar svaðilfara- og mannrauna-
sögur geta nokkru sinni orðið og það verður
að nægja.
Cholmondelay kom hingað til íslands, ör-
þreyttur á sál og líkama og þráði það eitt að
finna hér þögn og einsemd. Honum hafði
verið sagt, að þessi læknislyf fyndi hann
hvergi í heiminum eins ómenguð og í Búdda-
klaustrum Himalæjafjalla eða á eyðiströnd
einni á Islandi, þar sem engir eru vegirnir,
engar vélarnar, enginn búskapur og engar
mannaferðir, nema rétt yfir blásumarið. Þar
var honum sagt að væri veðursælt, gróður
blómlegur og fuglalíf fjölskrúðugt. Umfram
allt kæmist þangað enginn nema fuglinn
fljúgandi, utan hvað lítil bátsskel héldi þar
uppi strjálum áætlunarferðum nokkrar vik-
ur á hverju sumri. Þangað ákvað hann að
fara og dveljast þar í viku eða svo og reyna
að finna þar frið og hamingju í beinu sam-
bandi við náttúruna, þar sem nágrannar,
sjónvarp og sími væru ekki til að trufla hann.
Hann fékk sér far með áðurnefndum bát
og þegar kom á áfangastað var honum skot-
ið á land með allt sitt hafurtask. Þeir voru
fleiri, farþegarnir sem fóru á land á sama
stað, en hann veitti þeim enga athygli, svo
gagntekinn var hann af fegurð þessarar eyði-
víkur og magnaðri þögninni sem beið hans
handan við vélardrunurnar í bátnum. Ef-
laust hefði honum fdrnast betur, hefði hann
haft vakandi auga með þeim ferðafélögum
sínum sem fóru þarna á land með honum og
farangri þeirra en enginn má sköpum renna
eins og þar stendur. Og því er ekki að neita,
að Englendingsins einræna biðu einstæð ör-
lög.
Hann skundaði upp úr fjörunni með allan
sinn búnað á bakinu og sá í fjarska gullinn
læk liðast milli gróinna bakka. Þangað hélt
hann titrandi af eftirvæntingu og beið þess
eins að rekast þar á hamingjuna. Hann sló
upp tjaldi sínu og kom öllum búnaði sem
haganlegast fyrir, síðan hitaði hann sér vatn
JÓN ÓSKAR
á prímus og fékk sér te. Hann gekk upp með
læknum, hann horfði lengi hugfanginn á óð-
inshanapar í fæðuleit. Skyndilega tók hann á
rás upp á nærliggjandi hjalla, til að njóta út-
sýnisins, sá þá hærri hjalla fyrir handan og
hljóp upp á hann og þannig koll af kolli Iengi
vel. Skyndilega rann það upp fyrir honum að
hann hafði gengið á fjall. Þannig blekkir vel-
viljuð náttúra íslands saklausa ferðamenn til
heilsusamlegrar hreyfingar.
Cholmondeley sat á fjallinu háa og fylgdist
með sólarlaginu. Hann fann sig fyllast vel-
líðan, jafn óðum og þreytan leið úr honum.
Hversu lengi hann sat þar hugfanginn uppi
veit enginn, en að lokum gekk hann af fjall-
inu, til tjalds síns og lagðist þar til svefns.
Hann svaf vært og draumlaust eins og sagt
er að hinir réttlátu geri ævinlega. Það var
ekki fyrr en undir morgun, að hann varð
ókyrr í svefni þar sem hann greindi gegn um
svefninn kunnuglegt hljóð, sem ekki átti
heima í þessum sælureit. En hann svaf
áfram, of þreyttur og sæll til þess að ugga um
sinn hag. Því fór sem fór.
Skyndilega hækkaði hljóðiö til muna og
hann vaknaði með andfælum. Nú bar hann
strax kennsl á hávaðann, sem var vélarhljóð.
í sama mund lagðist tjaldið yfir hann, þar
sem hann lá í svefnpokanum og gat enga
björg sér veitt. Hann fann þungt farg leggjast
örskjótt yfir sig og samtímis varð hávaðinn
alveg hreint ærandi og nísti merg og bein.
Tjaldið rifnaði í tætlur, stög og hælar þeytt-
ust í allar áttir og um leið og Cholmondeley
opnaði munninn og ætlaði að æpa, stakkst
drykkjarmál upp i hann svo hann kom ekki
upp minnsta hljóði. Fargið færðist nú hratt
yfir maga hans. Jafnskyndilega og þyngslin
lögðust yfir hann, hurfu þau og hávaðinn
lækkaði.
Hinn einræni Englendingur reif sig nú
lausan úr viðjum svefnpoka og tjalds. Hann
stökk á fætur, frelsinu feginn, en illilega átta-
villtur og svipaðist um. Skammt frá sá hann
mann nokkurn fjarlægjast. Maðurinn sat á
fjórhjóli og fór geyst. Hann hafði reiðhúfu á
höfði, aðra hönd á stýri, en í hinni hafði hann
glas.
Meðan Cholmondeley horfði á eftir þess-
um hryðjuverkamanni valt farartæki hans.
Hann heyrði ekki orðaskil í ræðunni sem
ökumaðurinn flutti og hefði enda ekki skilið
hana, en tónninn var reiðilegur. Knapinn
vélvæddi velti farartækinu fyrst á réttan kjöl,
dró svo upp fleyglaga flösku og fyllti glasið
að nýju. Síðan settist hann á hjólið og þandi
vélina, meðan hann svipaðist um. Það fór
ekki hjá því að hann sæi Cholmondeley, þar
sem hann stóð umvafinn tjaldræflinum.
Hjólið hentist skyndilega af stað með
drunum og steinkasti og knapinn sneri því í
stórum sveig í átt að Englendingnum. Hinn
hugumstóri arftaki heimsvaldasinnanna
beið ekki boðanna, en hélt þegar í stað til
fjalla, minnugur þess, sem Montgomery
marskálkur sagði um möguleika óvopnaðs
fótgönguliðs gegn brynsveitum. Úr kletta-
belti nokkru horfði hann svo bitur á eftir fjór-
hjólinu og ökumanni þess, sem hurfu í átt til
sjávar að nýju.
Engar frekari sögur er að segja af nætur-
ævintýrum Englendingsins nema hvað hon-
um kólnaði þegar kom fram undir morgun.
En þegar morgnaði sást til hans, þar sem
hann reyndi að fara huldu höfði bak við lága
melgresisþúfu rétt ofan við fjörukambinn.
Tveir hjálpfúsir menn ávörpuðu hann og
buðust til að hjálpa honum, en hann starði
þóttafullur á móti og spurði hvort þeir hefðu
nokkru sinni verið kynntir. Sjálfur ávarpaði
hann engan mann að fyrra bragði, utan unga
stúlku til þess að spyrja um næstu ferð tii
byggða. Hann afþakkaði öll boð um húsa-
skjól, en beið í fjörunni og mændi á haf út,
þangað til báturinn birtist. Ekki sást honum
stökkva bros meðan hann beið, en hann
heyrðist skella sigrihrósandi uppúr þegar
báturinn kom loks að landi í byggð.
2 HELGARPÓSTURINN