Helgarpósturinn - 27.08.1987, Side 13

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Side 13
EFTIR SIGRlÐI H. GUNNARSDÓTTUR LAGSTETTARSPILAVITI * Islendingar fá útrás fyrir spilafíkn sína ísjoppum landsins Velflestir íslendingar verða á laugardagskvöldum eftir mat hel- teknir spennu. Þeir setjast inn ístofu fyrir framan sjónvarpið og bíða eft- ir. . . 5/32 og þegar kúlurnar fara svo að velta úr kassanum minnir stemmningin í stofunni einna helst á helgistund í kirkju — slík er andakt- in. Og þetta er ekkiþað eina. íslend- ingar eru ótrúlega veikir fyrir áhættu í hvaða mynd sem er, eins og ráða má af notkun þeirra á Rauða- krosskössum, happaþrennu- og happdrœttismiðakaupum og öllu sem heitið hefur. Menn hugsa til þess með nokkr- um hryllingi hvernig fjármál íslend- inga stæðu ef hérna væru alvöru kasínó, fyrst þeir eru svona náttúr- aðir að sjá aldrei neitt það í friði sem gæti gefið nokkuð í aðra hönd. En á Islandi höfum við hundruð ef ekki þúsundir lítilla spilavíta sem heita sjoppur — sumir kalla það lágstétt- arspilavíti. Þar höfum við fyrrgreint lottó og svo eru það happaþrenn- urnar sem fslendingar gleyptu eins og nýja kartöflu með smjöri. Þar er aðalkosturinn sá að maður þarf ekkert að bíða til að vita vissu sína, heldur skefur himnuna af „med det samme“. Fólk spekúlerar lítið í vinn- ingsmöguleikunum — miðaverðið sé svo lágt að engan muni um þenn- an fimmtíukall þó hann tapi. Fyrsta upplagið af happaþrennu — 250.000 stykki — seldist upp á tveimur vikum og hefur salan víst lítið dalað síðan. Þegar leitað var eftir því meðal af- greiðslufólks hverjir það væru sem keyptu lottó og happaþrennu — ungir og gamlir, háir og lágir — voru svörin á ýmsa lund; það væri alls konar fólk og tilheyrði ekki neinni sérstakri stétt, nema í einni sjopp- unni, þar væri áberandi besti við- skiptavinurinn læknir nokkur, sem keypti fyrir sjö eða átta þúsund á viku. Þó voru allir sammála um að langstærsti hluti kaupenda væri eldra fólk. — Við komum auga á einn af þeirri sortinni og spurðum hann hvort það væri rétt að fólk eyddi eftirlaunahýrunni sinni í Einn af eldri gerðinni: „Langbestu kúnnarnir. svona lagað. Hann sagðist spila með í velflestu, kaupa happaþrennu, lottó, miða í DAS o.fl. o.fl. — sagði að þarna væri íslendingum rétt lýst; spilafíknin væri alveg að drepa þá, alltaf að reyna að græða. Þó hélt hann að íslendingar færu varlega í sakirnar ef um alvöru spilavíti væri að ræða; menn væru hræddir við staði þar sem þeir gætu tapað stór- um summum. „Þá er nú lottóið eitt- hvað annað. Maður kostar sama og engu til og fær kannski þrefaldan pott.“ Hann sagði að fyrir sér væri þetta lífsfylling, nokkuð sem maður gæti alltaf hlakkað til og héldi manni í spennu. „Maður verður ein- hvern veginn að fá tímann til að líða þegar maður er orðinn gamall og gráhærður. — Sko, ef maður verður var öðru hverju, þá heldur það manni volgum." Maður skyldi ætla að versiunar- eigendum væri ami að sífelldum straumi fólks að kaupa sér miða, til dæmis á laugardagseftirmiðdögum þegar lottóvíman er í hámæli, en svo er ekki. Þeir eiga enda nokkurra hagsmuna að gæta því þeir verslun- armenn sem leyfa sölu happa- þrennu í búðum sínum fá tíu prósent af söluandvirði og þeir sem eru með lottóið fimm prósent. Og á meðan íslendingar haldast óbreyttir þurfa þeir ekki að örvænta. Ekki er hægt að hverfa svo frá þessum málum að ekki sé minnst á eina elstu leið íslendinga til að svala áhættuþörf sinni, spilakassana. Kassarnir á Umferðarmiðstöðinni hafa mikinn sjarma, enda margir sem losa sig þar við klinkið úr vös- unum. Við hittum þarna nokkra unglingsstráka sem sögðust ekki vera fastir kúnnar, bara kæmu þarna annað slagið. Að sögn af- greiðslustúlku er það þó aðallega — þarna sem annars staðar — fólk yfir fimmtugt sem heldur uppi bransan- um, og sumir hverjir orðnir þekktar persónur í þjóðlífinu. Eins og t.d. „svarta konan". Hún kemur þarna á hverjum degi, allan ársins hring, svartklædd frá hvirfli til ilja — nema stundum með bláa hálsfesti. Hún kaupir alltaf sama skammtinn; tvær spilarúllur svokallaðar og tvöhundr- uðkall að auki, sem gerir tólf- hundruðkall á dag og um fjögur hundruð og fjörutíu þúsund á ári... — Þeir eru að vísu ekki margir sem eru jafn ákafir styrktarmenn Rauða krossins og hún en þeir eru margir samt. Hvað það er sem gerir okkur ís- lendinga að þeim spilafíflum sem við erum skal látið ósvarað hér, en orð eins lottómannsins látin duga: „Þetta gefur lífinu gildi. . .“ Um næstu helgi átt þú von á fólki sem mun bjóöa þér svona penna Getur þú séð af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. í 10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess að byggja upp fólk. Við erum ennþá að en þurfum á þínum stuðningi að halda. i tEtiQ Afí PÓ9TU RIN N—tS

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.