Helgarpósturinn - 27.08.1987, Side 17

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Side 17
an. Núna finn ég að þungu fargi er af mér létt." Við hverfum aftur til blaðamennskunnar. Eg spyr Atla hvort honum hafi alltaf fundist hún vera merkileg vinna. Og hann heldur það. „Hún er miklu merkilegri heldur en margir blaða- menn gera sér grein fyrir. Það eru því miður alltof tíð mannaskipti í þessari atvinnugrein, kannski af því að hún er andlega mjög erfið og miskunnarlaus, og þess vegna ná alltof fáir blaðamenn þeim þroska sem þetta fag á skilið af sínu fólki. Blaðamennska er líka mjög ómennsk í sjálfu sér. Menn eru alltaf að keppa hver við annan, níða skóinn hver af öðrum, og til eru þeir blaðamenn sem víia það ekki fyrir sér að fara illa með þá sem þeir kalla jafnvel félaga sína, eða að minnsta kosti kollega sína. Þetta hefur komið niður á blaðamönnum og fagi þeirra á margan hátt, meðal annars á kjörum þeirra. Blaðamenn hafa aldrei getað staðið saman sem skyldi. Þess eru dæmi að menn séu að vinna á blöðunum fyrir þrjátíu þúsund á mánuði." Eftir veruna á Mogga var Atli það sem heitir að vera á lausum kili. Það vissu menn sem þá voru að undirbúa stofnun dagblaðs sem síðar var kallað Dagblaðið. Atli var mættur í þrengslin uppi í Síðumúla viku af sögu blaðsins, vestan við þykka þilið sem skildi DB frá Vísi, en þar var svo borað í gegn sex árum síðar. Þá hætti Atli líka fastri vinnu við fjölmiðlun um skeið. Ég spyr hann um Dagblaðsárin. „Upphafsárin á DB voru eins og upphafsárin mín á Mogganum, munurinn var bara þessi ald- arfjórðungur á milli. Á báðum stöðum var verið að vinna mjög merkilegt brautryðjandastarf í ís- lenskri fjölmiðlun þar sem blaðamennirnir voru í mjög nánu sambandi hver við annan. Samvinn- an var einkar náin á DB. Við vorum samhent um að koma þessu blaði á legg og ryðja um leið braut fyrir nýja tegund blaðamennsku sem var óháð, opin og að sumu leyti óheflaðri en áður þekktist. Staðreyndirnar voru látnar tala um- búðalaust. Þetta var erfitt og þetta tók á mann, til dæmis fjárhagslega. Það kom fljótt upp sú hugmynd að yfirvinnulaun okkar rynnu til hlutafjárkaupa í blaðinu og þó ég eigi ennþá eitt- hvað um tveggja ára yfirvinnu útistandandi í óseljanlegum hlutabréfum get ég ekki sagt ann- að en minningar mínar frá DB séu ljúfar." ÉG STIMPLA EKKI FÓLK — Finnst þér fjölmiðlun á íslandi hafa þróast í rétta átt? „Mér finnst það. Fjölmiðlarnir eru sífellt að öðlast meira sjálfstæði og það er fyrir mestu. Hitt er annað mál að það er orðin fullmikil fyrir- ferð í íslenskri fjölmiðlun. Og magnið er of oft á kostnað gæðanna. Að heyra sömu fréttina óbreytta á klukkutíma fresti frá morgni til kvölds er til dæmis svolítið þreytandi." — Þú hefur alltaf verið sjálfstæðismaður Atli, en nefnir hér að framan frjálsa fjölmiðlun. Hefur pólitík einhvern tíma litað skrif þín? „Ég fullyrði að svo hafi aldrei verið. Ég blanda aldrei saman pólitík og blaðamennsku. Pólitísk skoðun manna skiptir mig í sjálfu sér engu máli; ég hef átt því láni að fagna að kynnast fólki með ólíkar skoðanir og hefur alltaf fundist fráleitt að hafna fólki á því einu að það er hallt undir eina skoðun fremur en aðra. Ég stimpla ekki fólk." Við ræðum í framhaldi af þessum orðum um pólitíska fagmennsku og hvernig Atla finnist stjórnmál vera rekin á Islandi, en því hefur hann kynnst náið sem blaðamaður og síðar frétta- maður á Útvarpi. „íslensk pólitík er mjög illa rekin. Það er ekkert samræmi í henni. Flokkarn- ir segja eitt fyrir kosningar og gera annað eftir þær og komast upp með það því miður. Ef það er rétt að þeir vita ekki meira um stöðu þjóð- mála en fram kemur í hvert sinn sem sest er nið- ur og reynt að mynda ríkisstjórn þá leyna þeir því vel í kosningabaráttunni þegar vitið ætlar út úr höfðinu á þeim. Ég veit ekkert land nema ís- land þar sem tekur lengri tíma en viku að mynda stjórn. Erlendis tekur stjórnarmyndun nokkra daga eða kosið er aftur og þar er fyrir- vari kosninga kannski bara tvær, þrjár vikur. Þar vita menn að hverju þeir ganga." ALBERT OG ÍR-REIKNINGARNIR Atli hefur verið Albertsmaður og segir mér söguna af hverju svo er. Hann hafði kynnst Albert Guömundssyni þegar Atli leysti Sigurd Sigurdsson íþróttafréttamann Útvarps af einn vetur, en þá kynnti Atli knattspyrnukappann fyrir þjóðinni í fyrsta útvarpsviðtali sem tekið var við hann eftir að hann kom heim úr atvinnu- mennskunni í Evrópu. Þeir urðu miklir mátar eftir þennan þátt og tefldu til dæmis mjög reglu- lega saman upp frá þessu. „Um þetta leyti átti að dubba mig upp sem formann IR en ég var því mótfallinn á þeim rökum að starfandi íþrótta- fréttamaður, sem ég var þá, ætti ekki erindi í starfið. Ég skoraði á Albert að taka að sér for- mennskuna í staðinn, sem hann og ákvað að gera, en það kostaði mig líka heila nótt yfir tafli með honum. Þetta var upphafið að hans ferli innan íþróttahreyfingarinnar sem leiddi hann síðan út í stjórnmálin." Störf Atla fyrir íþrótta- hreyfinguna eru líka frásagnarverð, en hann sat í stjórn IR í 15 ár, varastjórn ÍSÍ í 17 ár og átti stór- an þátt í stofnun Félags íþróttafréttamanna árið 1956. Atli sat auk þess um 19 ára skeið í stjórn stéttarfélags síns, Blaðamannafélags íslands. En Atli heldur áfram Albertsþætti: „Hann reif IR upp á nokkrum árum, en það hafði verið í miklum fjárhagsvandræðum árin á undan. Og hann notaði sína aðferð. Ég skrifaði vitaskuld frétt þess efnis að Albert væri orðinn formaður ÍR sem birtist í Mogganum daginn eftir kosn- ingu. Þann dag gekk Albert til mín brúnaþungur og rétti mér heilan stafla af reikningum og sagði: „Sérðu hvað þú ert búinn að gera mér! Eftir að þessi frétt þín birtist um formannskjörið hefur heill rukkaraher staðið kringum húsið hjá mér og heimtað að ég greiddi skuldir ÍR á stundinni!" Mér varð náttúrlega svolítið hverft við, fletti eitt- hvað í reikningunum og sagði að við yrðum ein- hvern veginn að reyna að borga þetta smám saman. En Albert hélt ekki, hristi hausinn, sagði „smámsaman.. . égnenniekkertaðhafarukk- ara yfir mér alla daga. Ég er búinn að borga þetta"! Þessir reikningar lögðu sig upp á 52 þús- und krónur (Atli hafði þá 8 þúsund í mánaðar- laun) og ég spyr Albert því vitaskuld hvort hann sé að ganga af göflunum, en bæti því við heldur vandræðalega að auðvitað verðum við ÍR-ingar að reyna að borga honum þetta til baka. „Til baka,“ segir Albert, „nú, það er ekkert hægt að starfa ef búið er að binda fjárhagshlið félagsins um ófyrirsjáanlegan tíma. Ég fæ þetta aldrei borgað," sagði hann og reif svo alla reikningana í tætlur fyrir framan mig. Svona er Albert," segir Atli. GÓÐHJARTAÐAR HÖFÐINGJASLEIKJUR Þessar ljúfu minningar sínar rifjar Atli upp heima á Merkjateigi í Mosfellsbæ þar sem hann og Anna kona hans og kollegi keyptu stórt ein- býlishús fyrir margt löngu. Börnin fjögur eru far- in að heiman — og núna er verið að hamra í hús- ið, saga og mála og Atli er sífellt að spyrja mig á meðan á samtali okkar stendur hvort lætin í iðnaðarmönnunum séu ekki að æra mig. Ég held ekki. Þau hjónin eru að selja ofan af sér og ætla að dvelja um skeið í Bandaríkjunum. Þar eru tvö barna þeirra búsett, það yngsta við nám í Flórída en það elsta við störf í ferðaþjónustu í Denver í Colorado, en þangað liggur leiðin pabba og mömmu. Atli segir að á engan hátt megi skilja þessa ferð hans sem flótta frá íslandi, þó hann neiti því ekki að hann sé orðinn lang- þreyttur á því volæði sem flestir Islendingar séu haldnir þvert á lífsafkomu sína. Ég spyr hann hvernig hann hafi kunnað við samlanda sína þessi 58 ár sín hérna megin landhelgi. Hann nefnir strax hjálpsemi, að við séum yfirleitt góð- hjörtuð en töluverðar höfðingjasleikjur. „Við þóknumst hverjum sem er ef það kemur okkur áfram. Og því miður eru þessir eiginleikar tals- vert tíðir í blaðamennsku. Ég hef oft séð menn, sem ég taldi hafa samvisku, selja hana ansi ódýrt." — Hvernig mynd dregurðu upp af lífi þínu? „Mér finnst lífið miskunnarlaust. Menn verða að passa sig vel á því. Ég hef ekki passað mig nógu vel. Það er að baki ansi ljótur kafli í mínu Iífi, en fyrst framan af fannst mér þetta bara vera einn samfelldur rauður dregill. Ég átti mikilli velgengni að fagna, það áraði vel hjá mér og ég hefði getað haft það mjög gott ef ég hefði stjórn- að lífi mínu vel og sérstaklega — eins og ég sagði áðan — á tímabilinu undir fertugt. Það er hættu- legasta æviskeiðið. Ef menn halda jafnvægi þann tíma og fram að fimmtugu eru þeir hólpnir. Eftir það eru menn ekki að keppa að einhverju sem er svo kannski ekki neitt til að sækjast eftir."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.