Helgarpósturinn - 27.08.1987, Síða 21

Helgarpósturinn - 27.08.1987, Síða 21
Sigfús Daðason kemur nú fram eftir 10 ára hlé. ur. Sigfús sagði í örstuttu spjalli við HP, að þessi nýjustu ljóð væru ort á seinni árum, en þvertók fyrir að yrkja að staðaldri. Hann sagðist stundum hafa lesið upp á árum áður en það gæti verið að það væru 10 ár síðan það hefði síðast gerst. Varð- andi bókina sagði hann að vafalítið væru alltaf einhverjar breytingar á- ljóðagerðinni en aðrir yrðu hins- vegar að dæma um þær. Aðrir sem lesa upp á miðviku- dagskvöldið eru Þorsteinn frá Hamri, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Ibsen sem lesa mun úr þýðing- um sínum á verkum Samuels Beckett, Jóhann Árelíuz, Jón Egill Bergþórsson, Gunnar Hersveinn, Kristín Ómarsdóttir, Viiborg Dag- bjartsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson, sem lesa mun úr þýðingum sínum á verkum Færeyingsins Matras. Allir eiga þessir höfundar það sameigin- legt að vera í þá mund eða hafa ný- lega sent frá sér ljóðabók, enda er megináhersla þessa kvölds lögð á að kynna þá höfunda sem svo hafa gert. Kynnir verður Viðar Eggerts- son leikari og eins og áður segir hefst upplesturinn á Hótel Borg á miðvikudagskvöldið kl. 21.00. KK Besti vinur ljóðsins vaknar af árslöngum dvala Besti vinur Ijóðsins heitir félags- skapur sem, eins og nafnið gefur til kynna, einbeitir sér að því að kynna Ijóðlist og hefur af því tilefni staðið fyrir allmörgum samkomum á und- anförnu ári þar sem Ijóðskáld hafa komið saman og lesið úr verkum sínum fyrir Ijóðþyrsta heyrendur. Á miðvikudaginn 2. september fer fé- lagið af stað aftur, það verður eins- konar vakningarsamkoma því þá vaknar félagið af árslöngum dvala er það stendur fyrir upplestri á Hótel Borg kl. 21.00. Það er langur listi skálda sem les úr verkum sínum á þessu kvöldi. Bæði er þar um að ræða skáld sem eru að kveðja sér hljóðs fyrsta sinni og eins eldri og reyndari menn sem eiga að baki margar bækur og hafa um margra ára og áratuga skeið ver- ið í hópi bestu Ijóðskálda þjóðarinn- ar. Vafalítið er mestur fengur að Sig- fúsi Daðasyni, sem þarna kemur fram í fyrsta sinn í u.þ.b. 10 ár, en hann mun nú vera að gefa út sína fyrstu Ijóðabók síðan Fá ein ljóð kom út árið 1977. Sigfús var í hópi svokallaðra atómskálda sem kvöddu sér hljóðs á árunum upp úr 1950, og þóttu í þá daga óalandi og óferjandi, enda hafði önnur eins uppstokkun á ljóðmáli og framsetn- ingu ekki átt sér stað í íslenskri ljóðagerð fyrr. Eins og menn muna risu harðvítugar deilur um það hvort það sem þeir m.a. sendu frá sér gæti yfir höfuð talist skáldskap- TÓNLIST Músík, sem er of falleg eftir Atla Heimi Sveinsson Nú í sumarblíðunni hef ég verið að lesa ritgerðir og viðtöl banda- ríska tónskáldsins Mortons Feld- man mér til dundurs. Hann er einn hinna fáu tónskálda í vesturheimi sem hafa skilið eftir djúp spor í músíksögu heimsins. Það eru Ives, Gerhswin, Crumb, John Cage og Feldman, taldir upp í tímaröð, og kannski hef ég gleymt einhverj- um. Feldman er einn þeirra mörgu tónskálda sem urðu fyrir áhrifum frá John Cage á fimmta og sjötta áratugnum. Af öðrum mætti nefna Christian Wolff og Earl Brown. En eins og alltaf þegar af- burðamenn eru spyrtir saman kemur í ljós hversu gjörólíkir þeir eru. Feldman samdi tónlist sem var mjög hæg og veik: einstaka sam- hengislausir hljómar á stangli og langar þagnir á milli. Forskriftir Feldmans voru nær alltaf þær sömu: eins hægt og unnt er, eins veikt og unnt er. Feldman hafði (og hefur enn) einkum áhuga á þeim fleti hljóðsins sem að okkur snýr þegar það deyr út, hnígur, dofnar. John Cage sagði um þessa tónlist að hún hefði aðeins einn galla: hún væri of falleg. Það er líka eitthvað óútskýran- legt við þessa fallegu og sorglegu músík. Feldman segist semja af hryggð yfir því að Schubert er dá- inn. Og Feldman dregur ekki mikla heimspekiballest á eftir sér. Tónsmíðaaðferð hans er sú að hafa enga aðferð, kerfi hans að hafa ekkert kerfi. Aðferðarleysið er aðferð, heimspekileysið heim- speki. Hann segir fallega sögu frá því er hann hitti John Cage fyrst. Feldman sýndi honum verk eftir sig og Cage spurði hann hvernig það væri saman sett, hvernig það hefði orðið til. Feldman, sem þá var aðeins 24 ára, hrökk við og sagðist ekki vita það. John hopp- aði fram og til baka og æpti: „Er þetta ekki makalaust, er þetta ekki stórkostlegt! Þetta er svo fallegt og hann veit ekki hvernig það hefur orðið til.“ Einhvern tíma voru Cage og Feldman saman í bílferð. Þeir stoppuðu til að skoða fugla og þé sagði Feldman: „Þeir eru ekki frjálsir, þeir berjast um brauð- mola.“ Og einhvern tíma var Stock- hausen í New York að útlista kenn- ingar sínar, en hann var mikil skynsemisvera og vísindasinnað- ur. Hann lýsti í löngu máli og fjálg- legu hvernig mætti iengja hljóð og stytta, veikja og styrkja, lita þau á ótal vegu, skera þau upp og skeyta saman, snúa við upp og niður, út og inn, og svo framvegis, — uns Feldman, sem sat á fyrsta bekk, sagði hátt og snjallt: „Láttu hljóðin í friði, Karlheinz Stockhausen!" Þótt músík Feldmans sé yndis- leg, einkum þegar Paul Zukofsky leikur verk eins og Spring of Chosroes, þá eru skoðanir Feld- mans og rabb hans í ræðu og riti jafnvel áhugaverðari. Sama er raunar að segja um John Cage. Jafnvel launkímnar smásögur Erics Satie endast betur en verk hans. Er ég of bókmenntasinnað- ur og ekki músíkalskur? DJASS Vinsældadjass Þá er komin út ný skífa með Pat Metheny: Still Life (talking) (Gef- fen/Skífan). Þetta er ljúf skífa á sömu nótum og First Circle og ætti að lyfta popprásunum á dálítið hærra stig, hafi menn rænu á að leika Metheny. Síðasta skífa hans Song X, gerð í samvinnu við Ornette Coleman, var kjörin djass- skífa ársins af gagnrýnendum - down beat en það var önnur og flóknari tónlist en á þessari nýju skífu. Kvartettinn nú er sá sami og á First Circie. Metheny á gítara, Lyle Mays á hljómborð, Steve Rodby>.-á bassa og Paul Vertico tromHJör. Pedro Aznar hinn radd- fagrfjíer horfinn og þrír komnir í lians stað: Armando Marcal, David Blamires og Mark Ledford. Raddir þeirra eru notaðar á:Mnn besta hátt brasilískrar sömbuhefð- ar og brasílísk tónhrif sterk eins og jafnan hjá Metheny. Yfir öllu gnæf- ir svo mildur gítarleikur hans og lyftir bræðingnum upp í listrænar hæðir sem fágætar eru í þeirri tón- listargrein — stundum tekst hon- um meiraðsegja að vefja sömbu, sveiflu og barrokk saman í heil- steypt verk eins og Minuano — en þar á Lyle Mays einnig hlut að máli. Það er kannski ekki sann- gjarnt að fjalla um skylda sveit í kjölfar Pats Metheny — en þó þeir standist ekki samanburð við Pat eru þeir engir vælukjóar piltarnir í YeUiltu Jackets, þó altóblástur Marcs fíusso sé af Sanborn-skólan- um þaC'Sent vællinn og krafturinn ganga í eina sæng. Nýjasta skífan þeirra heitir: Four Corners (MCA/Steinar) og er fyrsti ópusinn af sveifluættinni; Out of Town nefnist hann og synþisæserinn í stórveitarhlutverki eins og harmonikkan hjá Bjössa R. í gamla daga. Eins og flestar bræð- ingssveitir leika Yellow Jackets betur þegar rýþminn nálgast rokk eða sömbtijú sumum ópusum má meiraðsegjg.; heyra ECM-íska út- færslu einsibg Open Road. Það er leitað á ýmis mið í tónsköpuninni en heiðarleikinn alltaf í fyrirrúmi. The Lounge Lizards nefnist hljóm- sveit er nýverið hefur gefið út skífu í Bretlandi: No Pain for Cake (Island/Skífan). Þetta er einskonar bræðingssveit, sanbornskur altó- blástur Johns Lurie, samba og raf- magn — en þó er sveitin ólík öðr- um slíkum því framúrstefnudjass- inn á ítök í piltunum og stundum mætti halda að meistarakvinnan Carla Bley hefði vélað um: básúna a la Valentin, weilískur tónn og píanóstomp. Stundum eru piltarn- ir bráðfyndnir á músíkalskan hátt og alltaf skemmtilegir; ferskir en þó gamaldags. Það væri ráð að poppþáttagerð- armenn leituðu fanga í þessum þremur skífum, sér og hlustendum til andlegrar upplyftingar. down beat Þá liggja úrslitin fyrir í hinum al- þjóðlegu gagnrýnendakosningum down beat og birtast þau hér. Inn- an sviga þeir er taldir eiga meiri viðurkenningu skiida. Eins og áð- ur sagði var Song X kjörin skífa ársins en endurútgáfur tvær: The Blanton/Webster Years með Duke Ellington og The Complete River- side Recordings með Theolonius Monk. Johnny Dodds, Thad Jones og Teddy Wilson bættust í heiðurs- fylkingu djassins og Black Saint/Soul Note var hljómplötu- fyrirtæki ársins en Giovanni Bonadrini hljóðstjóri. David Baker bættist í heiðurshóp djass- fræðara allskonar. Þá eru það hin hefðbundnu úrslit: Stórsveit: Gil Evans (Willem Breuker Kol- lektief), Djasssveit: Art Blakey (Blanchard/Harrisson), Rafsveit: Ornette Coleman (Bass Desires), Tónskáld: Carla Bley (Henry Threadgill), Útsetjari: Gil Evans (Mathias Rúegg), Trompet: Lester Bowie (Tom Harell), Básúna: Ray Anderson & Jimmy Knepper (Steve Turre), Sópran: Steve Lacy (Jane Ira Bloom), Altó: Ornette Cóleman (Steve Coleman), Tenór: Sonpy Rollins (Bennie Wallace), Barítón: Gerry Mulligan (John Surman), Klarinett: John Carter (Eddie Daniels), Flauta: James Newton (Henry Threadgill),.F/'ð/a: Stephane Grappelli (Didier Lock- wood), Víbrafónn: Milt Jackson (Jay Hoggard), Píanó: Cecii'Táylor (Geri Allen), Rafpíanó: CÍiick Corea (Lyie Mays), Synþisœser: Sun Ra (John Surman), Orgel: Jimiftý 'Smith (Amina Claudine Myer.s), Gítar: Jitn Hall (Bill Frisell & Stanley Jordan), Bassi: Charlie Haden (Charnett Moffett), Rdf- bassi: Steve Swallow (Marcus Miller), Trommur: Max Roach (Marvin Smitty Smith), Slagverk: Nana Vasconcelos (Han Bennik), Önnur hljóðfœri: Tbots Thile- mans, munnhötjpu (Ðavid Murray, bassaklarinett), Söngvari: Bobby McFerrin (Dave Frishberg), Söng- kona: Sarah Vaughan (Sheila Jordan), Sönghópur: Manhattan Transfer (Sweet Honey in the Rock), Rokk/popp-sveit: Paul Simon (Brave Combo), Sól/ rýþmablús-sveit: Ray Charles (Neville Bros). FORLAGIÐ verður, eins og við skýrðum frá fyrir skömmu, með mikinn og fríðan flokk kvenna á sín- um vegum á komandi bókavertíð. Þegar er ljóst að það mun gefa út skáldsögu eftir Svövu Jakobsdóttur og Nínu Björk Árnadóttur og enn einn kvenrithöfundurinn sem á bók hjá þeim á Forlaginu er Auður Haralds. Bókin ber undirtitilinn eld- húsróman, en ekki hefur verið upp- gefið hver aðaltitillinn verður. Eins og mönnum er kunnugt hefur Auð- ur setið undanfarin ár á Ítalíu við skriftir og er fróðlegt að vita hvað frá henni kemur að þessu sinni. Áð- ur hefur hún m.a. sent frá sér sögur eins og Hvunndagshetjur og Lœkna- mafíuna, sem vöktu töluverða at- hygli á sínum tíma. Af þýddum bókum sem Forlagið sendir frá sér má nefna bókina llm, eftir þýskan höfund, Patrick Sous- kind. Þessi bók kom út fyrir tveimur árum og hefur setið á toppi sölulista svo til óslitið síðan enda er hún gjarna nefnd í sömu andrá og Nafn rósarinnar, þ.e.a.s. bókmenntaverk sem rofið hefur hina hefðbundnu sölumúra fagurbókmennta, enda þykir bókin vera sérstaklega spenn- andi. Hún segir frá manni sem fæð- ist í París á 19du öld, við afar sér- kennilegar aðstæður því hann er sjálfur alveg lyktarlaus en hefur samt sérstaklega þroskað lyktar- skyn. Hann ákveður að búa til heimsins b.esta ilmvatn en verður að fórna ungum stúlkum svo það megi takast. Þýðandi bókarinnar er Kristján Árnason, vel þekktur þýð- andi og ljóðskáld, þýddi meðal ann- ars Lýsiströtu úr grtsku á sínum tíma og einnig Felix Krull ef tir þýska stór- skáldið Thomas Mann. HELGARPÓSTURINN 21 I ■ I

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.