Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 4
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR
KÉRASIASE
Reykjavík 12.11. 1987
Heiöraði ritstjóri!
í blaði yðar — útkomnu í dag —
les ég eftirfarandi klausu um viðtals-
bút sem Mattías Viðar Sæmundson
hafði við mig í sjónvarpi á dögun-
um, um íslenskukenslu í MR fyr og
nú: „í þættinum lagði Þorgeir mikla
áherslu á það, að hann hefði hreint
ekkert lært í móðurmálinu í þessari
stofnun og sagði frá því með nokkr-
um gorgeir, að hann hefði aldrei
fengið meira en 1 í stíl í MR.“ Það-
sem ég raunar sagði í þessu sam-
hengi var það að Magnús Finnboga-
son íslenskukennari hefði gefið mér
einkunina 1,0 fyrir skriflega ís-
lensku á STÚDENTSPRÓFl. Og það
er sannleikur en hitt náttúrlega arg-
asta lygi að ég hafi skrölt í gegnum
allan skólann með þá einkun á
þessu framtíðaratvinnusviði mínu.
Enda er það tilbúningur blaðsins að
ég hafi skrökvað þessu uppá sjálfan
mig. Og persónulegt vandamál við-
komandi blaðamanns ef honum
þykir einhver gorgeir fólginn í því-
sem ég aldrei sagði, en hann þó lík-
lega minnir að ég hafi sagt. Segið
honum það frá mér. Nú er það að
vísu gamall og góður siður blaða-
snápa að falsa orð manna — þá
sjaldan einhver glæpist tilað segja
satt og rétt frá — tilað geta betur
fært rök að því að viðkomandi sé
nákvæmlegasami lygalaupurinn og
hinir. Það er nú einusinni hlutverk
blaðasnápsins í þágu mannkynsins.
Og mikið líknarverk sé það vel unn-
ið. Ég verð því mikillega að biðja af-
sökunar á þessari leiðréttingu
minni. En hún er vitaskuld gerð í
þeim tilgangi einum að viðkomandi
blaðamaður vandi sig betur í fram-
tíðinni. Þá er honum borgið.
Með vinsamlegri kveðju og bestu
óskum.
Þorgeir Þorgeirson
HEMLÁHLUTIR í VÖRUBÍL4
• Hemlaborðar í alla
vörubíla.
• Hagstætt verð.
• Betri ending.
0] Stilling
Skeifunni 11,108 Reykjavík
Símar 31340 & 689340
Ritaras
Ritaraskólinn tekur til starfa 6. og 18. janúar.
Kennt er alla virka daga vikunnar,
þrjár klukkustundir í senn og hægt
að velja á milli tveggja mismunandi
dagtíma. Markmið skólans er að út-
skrifa sjálfstæða starfskrafta
sem hafa tileinkað sér af sam-
viskusemi það námsefni sem
skólinn leggur tii grund-
vallar, en kröfur skólans
til sinna nemenda eru ávallt
miklar. Til þess að ljúka
prófi ffá Ritaraskólanum
þarf lágmarkseinkunn-
ina 7.0 í öllum
’Uörg L
námsgreinum.
Námsefni:
□ íslenska ............... 76 klst.
□ bókfærsla ................ 72klst.
□ bókfærsla eða enska ..... 90 klst.
□ reikningur .............. 36 klst.
□ tölvur .................. 39 klst.
□ vélritun ................ 24 klst.
□ tollur .................. 33 klst.
O lög og formálar ......... 12klst.
O skjalavarsla ............ 9 klst.
O verðbréfamarkaður ....... 3 klst.
Framhaldsbrautir
í beinu framhaldi af námi í Ritara-
skólanum getur þú valið um tvær
framhaldsbrautir: fjármálabraut og
sölubraut. Með þessum nýju brautum
er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja
ára nám. Sérmenntun fyrir nútíma
skrifstofúfólk.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR f SÍMA 10004 OG 21655
ÁNANAUSTUM 15
MÁtASKÓU
rjtáháskóTi
'FRÁ L’ORÉAL PARÍS
ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
FARARHEILL 87
EFNIR TIL SAMKEPPNI
UM GERÐ HANDRITS
AÐ MYNDBANDITIL
NOTKUNAR VIÐ
UMFERÐARFRÆÐSLU
J/f Skila skal frumsömdu handriti að myndbandi, sem er 2x20
mínútur, til notkunar við umferðarfræðslu f þremur efstu bekkjum
grunrtskóla, 7.-9. bekk.
Handritum skal skila sem kvikmyndahandritum, þar sem
fram kemur skýr lýsing á mynd, efnisatriðum og öðrum nauðsynleg-
um upplýsingum.
Mm Sérstök dómnefnd verður skipuð og er Sigurður Helgason,
c/o Fararheill '87, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, sími 91-37320,
trúnaðarmaður hennar og veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar.
JB Veitt verða ein verðlaun kr. 150 þúsund fyrir besta hand-
ritið að áliti dómnefndar. Verðlaunin framselja rétt til gerðar og sýn-
ingar myndarinnar til Fararheillar ’87. Gera ber sérstakan samning
um framleiðslu hennar. Jafnframt kemur til greina að nýta fleiri hug-
myndir samkvæmt samkomulagi.
Handritum skal skila ómerktum, ásamt lokuðu umslagi með
nafni höfundar. Þau skulu send til Fararheillar ’87, c/o Samband ís-
lenskra tryggingafélaga, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, í síðasta
lagi 15. desember 1987. Þátttakandi samþykkir reglur samkeppn-
innar með afhendingu handrits.
ÁTAK BIFREIÐATRVGGINGAFÉIAGANNA