Helgarpósturinn - 19.11.1987, Síða 7
Nýtur vinsœlda langt
umfram adra stjórn-
málamenn, langt út
fyrir sinn flokk og
langt umfram þad
sem áöur hefur
mœlst.
STEINGRlMIIR FER Á FLUG
Vinsœldir Steingríms Hermannssonar eru meö ólíkind-
um. I skoöanakönnun Helgarpóstsins um stuöning viö
einstaka stjórnmálamenn fékk hann rétt tœplega þau at-
kvœöi er allir aörir formenn stjórnmálaflokka fengu
samtals.
Paö þarfaö leita langt til aö finna samjöfnuö viö þess-
ar vinsœldir og ólíklegt veröur aö telja aö hann finnist í
Islandssögunni. Þó aföörum toga sé má líkja vinsœldum
Steingríms viö fylgi Stalíns, Elísabetar Bretadrottningar
og Johns F. Kennedy, eftir aö hann var myrtur.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYNDIR JIM SMART
Þetta er þriðja könnunin sem Helg-
arpósturinn gerir á fylgi einstakra
stjórnmálamanna á þessu ári. Stein-
grímur hefur verið efstur að stigum
í þeim öllum, en það hefur ekki áður
munað jafnmiklu á honum og öðr-
um stjórnmálamönnum. í þeim
tveimur könnunum sem gerðar
voru meðan hann gegndi starfi for-
sætisráðherra fékk hann 15 og
63 prósentum fleiri atvkæði en
næsti maður á eftir. Nú fær hann
hins vegar 229 atkvæði, eða 160
prósentum fleiri atkvæði en næsti
18 ÖVINSÆLIR
STJÓRNMÁLAMENN
Hér aö neðan eru nöfn þeirra
alþingismanna er enginn aðspurðra
i könnuninni sagðist styðja eöa
vilja styöja.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Alexander Stefánsson
Danfríður K. Skarphéðinsdóttir
Eiður Guðnason
Friðjón Þórðarson
Geir H. Haarde
Guömundur H. Garðarsson
Guömundur Ágústsson
Hreggviöur Jónsson
Jóhann Einvarðsson
Jón Sæmundur Sigurjónsson
Jón Kristjánsson
Karl Steinar Guðnason
Kristín Einarsdóttir
Málmfriður Sigurðardóttir
Ólafur Þ. Þórðarson
Óli Þ Guðbjartsson
Valgerður Sverrisdóttir
maður, sem var Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra.
Þetta mikla fylgi Steingríms er því
ekki hægt að skýra með ljómanum
af embætti forsætisráðherra, eins
og gert var eftir fyrri kannanir Helg-
arpóstsins.
ÞVERPÓLITÍSKUR
STEINGRÍMUR
Þegar niðurstöður þessa hluta
skoðanakönnunar Helgarpóstsins
eru bornar saman við fylgi flokk-
anna í sömu könnun kemur í ljós að
vinsældir Steingríms eru í litlu sam-
ræmi við fylgi Framsóknarflokks-
ins. I Reykjanesi, kjördæmi Stein-
gríms, fellur þannig fylgi Framsókn-
ar úr 19,8 prósentum atkvæða í síð-
ustu kosningum niður í 11,1 prósent
af þeim sem tóku afstöðu í könnun-
inni.
Um 145 prósentum fleiri sögðust
styðja Steingrím en sögðust kjósa
Framsóknarflokkinn ef gengið yrði
til kosninga. Albert Gudmundsson
er eini formaður stjórnmálaflokks
annar, sem fleiri sögðust styðja en
sögðust myndu kjósa þann flokk
sem hann er í forsvari fyrir ef gengið
yrði til kosninga í dag.
Samkvæmt þessu virðist Stein-
grímur njóta þverpólitísks stuðn-
ings. Slíkur stuðningur hefði á árum
áður verið óhugsandi þegar kjós-
endur voru fastheldnari fylgismenn
einstakra flokka. Vinsældir Stein-
gríms bera þess vott, að flokkakerf-
ið hefur riðlast.
VINSÆLIR RÁÐHERRAR
Á eftir Steingrími fylgja fjórir
stjórnmálamenn sem skera sig
nokkuð frá hinum hvað fylgi varðar
og eru allir ráðherrar. Næstur á eftir
Steingrími er Þorsteinn Pálsson,
forsætisráðherra og formaður Sjálf-
stœöisflokksins. Þorsteinn fékk 88
atkvæði eða um 72 prósent af fylgi
síns flokks í könnuninni. Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráðherra
varð númer þrjú með 79 atkvæði.
Halldór hefur ætíð verið meðal allra
hæstu manna í skoðanakönnunum
Helgarpóstsins og virðist Framsókn
því eiga verðugan arftaka Stein-
gríms. I fjórða sæti varð Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra og
formaður Alþýduflokksins, með 74
atkvæði, eða nær því það sama og
flokkur hans fékk í könnuninni.
Flokkssystir Jóns og samráðherra,
Jóhanna Sigurdardóttir félagsmála-
ráðherra, fékk 71 atkvæði og lenti
því í fimmta sæti.
Þessir ráðherrar hafa allir verið
meira í eldlínu fjölmiðla en samráð-
herrar þeirra í tengslum við kvóta-
mál, fjárlög og húsnæðismál.
...OG ÓVINSÆUR
FORMENN
Á hæla ráðherranna koma tveir
forystumenn stjórnarandstöðunnar,
Albert Guðmundsson, formaður
Borgaraflokksins, með 46 atkvæði
og Gudrán Agnarsdóttir Kvenna-
listakona, með 38 atkvæði. Albert
nýtur fylgis umfram Borgaraflokk-
inn en Guðrún fékk ekki nema rúm
50 prósent af þeim atkvæðum er
Kvennalistinn fékk í könnuninni. Sú
útkoma er þó skárri en hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni, nýkjörnum for-
manni Alþýöubandalagsins. Hann
fékk 22 atkvæði, sem eru ekki nema
40 prósent af fylgi flokksins sem
hann er í forsvari fyrir.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra er, sem fyrr, sá ráðherra er
nýtur minnsts stuðnings. Hann fékk
tvö atkvæði. Fjórði Framsóknarráð-
herrann, Gudmundur Bjarnason
heilbrigðisráðherra, nýtur lítillega
meiri stuðnings. Aðrir ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins en Þorsteinn
Pálsson eru allir á svipuðum slóðum
á listanum. Jón Sigurösson við-
skiptaráðherra fær nokkuð viðun-
andi útkomu, níunda sætið.
STUÐNINGUR ÚT FYRIR
ÞINGSALI
Af þeim fimmtíu og þremur
stjórnmálamönnum sem hlutu at-
kvæði í könnuninni voru fjörutíu og
fimm aðalmenn á Alþingi. Þrír vara-
menn komust á blað; Ólafur Ragnar
Grímsson, Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýöusambandsins, og Árni
Johnsen blaðamaður. Þrír borgar-
stjórnarmenn fengu atkvæði; Davíö
Oddsson borgarstjóri, Kristín Ólafs-
dóttir og Sigurjón Pétursson, borg-
arfulltrúar Alþýðubandalagsins. Þá
fengu Gudmundur J. Gudmunds-
son, formaður Dagsbrúnar, og Val-
gerdur Bjarnadóttir, fyrrverandi
varaformaður Baridalags jafnaöar-
manna, sitt hvort atkvæðið.
23 VINSÆLUSTU STJÓRNMÁLAMENNIRNIR
Spurt var: Getur þú nefnt einn til þrjá stjórnmálamenn, sem þú vilt styðja eöa sem þú styöur? Innan sviga eru sæti stjórnmálamannanna i kónnun Helgarpóstsins í mars a þessu ári.
1. Steingrimur Hermannsson 229 atkvaeði mars (1)
2. Þorsteinn Pálsson 88 atkvæði (3)
3. Halldór Ásgrimsson 79 atkvæði <4)
4. Jón Baldvin Hannibalsson 74 atkvæði (5)
5. Jóhanna Sigurðardóttir 71 atkvæði (8)
6. Albert Guðmundsson 46 atkvæði (2)
7. Guðrún Agnarsdóttir 38 atkvæði (17)
8. Svavar Gestsson 27 atkvæði (6)
9. Jón Sigurðsson 24 atkvæði (13)
10. Ólafur Ragnar Grímsson 22 atkvæði (8)
11. Birgir ísleifur Gunnarsson 18 atkvæði (29)
12. Davíð Oddsson 16 atkvæði (13)
13. Friðrik Sophusson 15 atkvæði (10)
14. Guðrún Helgadóttir 13 atkvæöi (13)
Matthías Á. Mathiesen 13 atkvæði (12)
16. Kristin Halldórsdóttir 12 atkvæði (16)
17. Sverrir Hermannsson 9 atkvæði (7)
18. Þórhildur Þorleifsdóttir 7 atkvæði (-)
Halldór Biöndal 7 atkvæði (-)
20. Eyjólfur Konráð Jónsson 6 atkvæöi (11)
Guðmundur Bjarnason 6 atkvæöi (-)
22. Ólafur G. Einarsson 5 atkvæöi (29)
23. Matthías Bjarnason 4 atkvæði (17)
30 aðrir stjórnmálamenn fengu þrjú atkvæði eða færri í þessari könnun. í töflu hér til hliöar eru
þeir alþingismenn sem engin atkvæði hiutu tilgreindir.
VINSÆLDIR STJÓRNMALAMANNA EFTIR FLOKKUM
Hér aó neóan er atkvæðum stjórnmálamannanna i könnuninni skipt eftir þeim flokkum er þeir fylgja.
Fjöldi atkvæða % Fylgi flokksins í könnuninni
Alþýðuflokkur 178 20% 16,3%
Framsóknarflokkur 324 37% 19,9%
Sjálfstæöisflokkur 193 22% 25,9%
Alþýðubandalag 79 9% 11.6%
Kvennalisti 57 6% 15,6%
Borgaraflokkur 49 6% 7,0%
HELGARPÓSTURINN 7