Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 14
Viö spuröum 100 manns aö því, hvaöa númer þeir
myndu hringja í ef þeir þyrftu skyndilega aö kalla til
sjúkrabíl.
Einungis fjórir mundu símanúmeriö!
PEGAR MÐIN
ER STÆRST..
EFTIR JÓNÍNU IEÓSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART
getur mannslíf oltid á því aö þú vitir hvert á
aö hringja eftir hjálp. Skortur á þægilegu og
samrœmdu neyöarsímanúmeri fyrir sjúkrabíl,
lögreglu og slökkviliö veldur því hins vegar, aö
dýrmœtar mínútur geta fariö til spillis þegar
um líf og dauöa er aö tefla.
Neydarsímanúmer eru breytileg
eftir því hvada þjónustu er um aö
rœöa og hvar menn eru staddir á
landinu. 1 könnun, sem HP geröi á
því hvort fólk þekkti almennt þau
símanúmer sem grípa þarf til á
neyöarstundum, kom líka í Ijós aö
nœr enginn aöspuröra heföi getaö
hringt umhugsunarlaust á sjúkra-
bifreiö. Petta er óneitanlega afar
alvarlegt mál, þar sem þaö getur
oft skiliö á milli lífs og dauöa hve
fljótt aöstoö berst á vettvang þar
sem brotist hefur út eldur, slys
hefur oröiö eöa einhver veikst
alvarlega.
Víðast hvar erlendis hringja
menn í auðlærð neyðarsímanúmer
þegar þeir þurfa á þjónustu sjúkra-
bifreiða, lögreglu eða slökkviliðs
að halda. Númerin eru þau sömu,
fyrir alla þessa aðila og númerið
er þar að auki hið sama hvar sem
menn eru staddir á landinu. A
Bretlandi hringja menn því t.d. í
999 hvort sem um er að ræða
eldsvoða í Edinborg eða innbrot í
Ipswich.
Málið er ekki jafneinfalt á
íslandi — jafnvel ekki innan
stærsta byggðarkjarnans á suð-
vesturhorni landsins. Ef þú þarft á
sjúkrabíi að halda í Kópavogi
hringirðu í 11100, en sértu spöl-
korn þaðan, eða í Hafnarfiröi, er
númerið 51100. Annars staðar á
landinu er líka um gjörólík númer
að ræða og vonlaust fyrir nokkurn
mann að leggja það allt á minnið.
Þurfirðu í snatri að ná í lögregl-
una skiptir það líka öllu máli hvar
þú ert staddur — jafnvel innan
höfuðborgarsvæðisins. Númerið í
Reykjavík er 11166, í Kópavogi
41200, í Hafnarfirði, Mosfellsbœ
og Garöabœ 51166, en 611166 á
Seltjarnarnesi. Sá einstaklingur,
sem man öll þessi afbrigði, fyrir-
finnst heldur eflaust ekki. Samt er
fólk auðvitað sífellt á ferli á milli
þessara bæjarfélaga og gæti lent í
því að komast í hann krappan í
hverju þeirra sem væri.
96% HEFÐU EKKI
GETAÐ HRINGT
UMHUGSUNARLAUST Á
SJÚKRABÍL
Blaðamaður HP skrapp í viku-
byrjun í Kringluna í Reykjavík og
spurði starfsmenn og viðskiptavini
einfaldrar spurningar: „I hvaða
númer myndirðu hringja, ef þú
þyrftir skyndilega að kalla á
sjúkrabíl?" Svörin voru á ýmsa
lund, sumir fóru nálægt því rétta,
en einungis fjórir höfðu síma-
númerið á hraðbergi. Einn þeirra
var raunar öryggisvörður í húsinu,
svo segja má að það hefði verið
óeðlilegt hefði hann ekki vitað
númerið.
Langflestir urðu eins og lifandi
spurningarmerki í framan, þegar
þeir heyrðu eftir hverju blaða-
maður var að slægjast. Sumir urðu
líka ofurlítið skömmustulegir. Eftir-
farandi svör fengum við m.a.:
,,Ja, ég veit bara númerið á
Ólafsfirði. Það er 62222.“
,,Eg hef ekki glóru, en auðvitað
ætti maður að hafa miða með
þessum númerum á símtækinu."
,,Ég veit ekkert um þetta, enda
er ég heldur ekki með sírna!"
,,Er það ekki 69000? Nei annars,
11000?"
,,Ég held að það sé 81200..."
,,Það veit ég ekki, en ég hef
alltaf verið stórhneykslaður á því
að það skuli ekki vera eitt einfalt
númer fyrir svona neyðar-
þjónustu."
„Ég veit það ekki... Heyrðu,
gefðu mér upp númerið svo ég
viti það héðan í frá.“
„Hef ekki hugmynd, en á ég að
fletta því upp fyrir ykkur?"
„Ég held, að það sé 11000."
„Guð, maður á að vita svona ef
eitthvað kemur fyrir, en ég hef
bara ekki grun!"
„Ég veit að það er 23222 á
Akureyri."
„Getur verið að ég viti þetta
ekki?"
„Ég hef nú sko ekkert pælt í
því."
„Ég myndi hringja í lögguna í
11166 og láta hana redda
sjúkrabíl."
„Er það ekki 11166? Nei, bíddu...
Það er víst löggan. Æ, ég veit
þetta ekki."
Við hringdum einnig í Brynjólf
Mogensen, lækni á slysavarðstofu
Borgarspítalans, og spurðum
hvort læknar þar yrðu eitthvað
varir við að sjúklingarnir kvörtuðu
undan því að hafa átt í erfið-
leikum með að hringja á sjúkrabíl.
Ekki sagðist Bryjólfur minnast
þess, en hann sagðist sjálfur hafa
unnið erlendis þar sem öll neyðar-
þjónusta er tengd einu símakerfi.
Sagði hann það vera til mikils
hagræðis og ekki efast um, að
einfalt neyðarnúmer gæti skipt
sköpum, þegar koma þyrfti sjúkl-
ingum í flýti undir læknishendur.
I júlímánuði árið 1986 lagði
Katrín Fjeldsted fram tillögu í
borgarráði Reykjavíkur, þar sem
hún leggur til að „einfaldað verði
símakerfi neyðarþjónustu í borg-
inni. Þannig verði almenningi
veittur aðgangur að slökkviliði,
almannavörnum, lögreglu og
sjúkrabifreið með einu síma-
númeri, t.d. 999". í greinargerð
með tillögunni segir síðan: „Á
neyðarstundu er mikilvægt að
símanúmer neyðarþjónustu sé
einfalt og auðvelt að muna.
Núverandi kerfi er þannig, að
lögreglan hefur síma 11166,
almannavarnir 22040 eða 11328
og slökkvilið og sjúkraflutningar
11100. í brennandi húsi eða við
14 HELGARPÓSTURINN