Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 15

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 15
önnur neyðartilvik, t.d. líkamsárás, er öruggara að hafa eitt númer, stutt og einfalt, sem öllum getur reynst auðvelt að muna.“ Vert er að ítreka, að upptaln- ingin í greinargerðinni á einungis við um símanúmerin í Reykja- víkurborg. Hvert neyðarnúmer gildir einungis fyrir ákveðið og afmarkað svæði og því er málið í raun enn flóknara ,,á landsvísu" en fram kemur í tillögu Katrínar. í samtali við Helgarpóstinn sagðist Katrín Fjeldsted telja mikið óöryggi í því fólgið, að hafa ekki eitt auðlært símanúmer fyrir alla neyðarþjónustu. Um gæti verið að ræða atvik, þar sem hver mínúta skipti máli, og menn þyrftu ekki annað en heilbrigða skynsemi til þess að sjá hættuna, sem núver- andi ástand býður heim. ,,Allt annað en eitt neyðarsímanúmer er fáránlegt," sagði borgarfulltrúinn, en hún lagði fram fyrirspurn í borgarráði sl. þriðjudag varðandi afdrif tillögunnar frá því fyrir 16 mánuðum. Var Katrínu lofað svari á næsta fundi, eða 24. nóvember, en gífurlegar fjárhæðir hafa verið nefndar í tengslum við þessa ein- földun neyðarkerfisins — jafnvel 2—300 milljónir króna. BÚIÐ AÐ VELJA NUMERIÐ 000 EN... Þegar tillaga Katrínar Fjeldsted var lögð fram í borgarráði var hún send eftirfarandi aðilum til um- sagnar: Lögreglustjóra, slökkviliðs- stjóra, framkvæmdastjóra al- mannavarna, borgarlækni og Pósti og síma. Helgarpósturinn hefur undir höndum svarbréf allra nema lögreglustjórans og eru þau öll afar jákvæð. í svari Pósts og síma segir, að viðræður um eitt símanúmer fyrir alla neyðarþjónustu hafi farið fram fyrir nokkrum árum og þá hafi stofnunin boðist til þess að koma þessu á með þeim hætti, að öll uppköll kæmu inn í skiptiborð lögreglunnar. Engin ósk þar að lútandi hafi hins vegar borist frá lögreglu eða borgarstjórn. Slík þjónusta hefur á hinn bóginn verið starfrækt í mörg ár í Kefla- vík og á Selfossi, eftir því sem fram kemur í bréfinu, og er ekkert að vanbúnaði að þessi háttur verði hafður á alls staðar á landinu. Samræmt símanúmer hefur verið valið og er það 000. Ennfremur segir í bréfi Póst- og símamálastofnunar, að þá sjálfsala, sem nú eru í pöntun, sé hægt að forrita þannig að hringingar í 000 verði án greiðslu. Að lokum lýsir stofnunin sig reiðubúna til við- ræðna um málið og þeir geti gefið Reykjavíkurborg tilboð í 000-neyðarþjónustu ásamt skiptiborði, sé þess óskað. Skúti Johnsen borgarlæknir hvetur í sínu svari til þess, að komið verði á fót sameiginlegu neyðarnúmeri og minnist á að þetta sé öryggisatriði, sem náð hafi mikilli útbreiðslu erlendis. Segir Skúli það ómetanlegt að hægt sé að hringja í eitt númer í hvaða neyðartilviki sem er, svo fólk þurfi ekki að leita „með erindi sín frá einum stað til annars". Almannavarnir eru meðmæltar tillögu Katrínar Fjeldsted og benda á, að brýnt sé að sama númer sé valið á landinu öllu. í bréfi sínu minnist Guðjón Petersen líka á þau mótrök gegn sam- ræmdu númeri að „svaraðili" geti tafið framgang boða til „við- bragðsaðilá*. Guðjón svarar þeim rökum á eftirfarandi hátt: „Hins vegar mun neyðarnúmer eitt og hið sama sem fólk auðveldlega man flýta stórlega upphafsboðun- inni og spara þar á móti meiri tíma, þar sem fólk þarf ekki að fletta upp í símaskrá og leita að mismunandi númerum." Einungis slökkviliðið hafði ein- hverjar efasemdir, en eftir nokkur fundahöld varð niðurstaðan sú að það teldi ekki rétt að leggjast gegn einu neyðarnúmeri. Það er því Ijóst, að öll rök virð- ast hníga í þá átt að haft verði eitt samræmt neyðarnúmer á landinu. Hvort þetta öryggisatriði kemst í framkvæmd í náinni framtíð er hins vegar óljóst. Laufdal verið hinn réttkrýndi diskókóngur íslands, enda á maður- inn tvo stóra skemmtistaði í Reykja- vík og Sjallann á Akureyri. Nú er annar diskókóngur að bætast við í höfuðborginni. Það er Gunnar H. Arnason, einn eigenda veitinga- staðarins Evrópu, sem fyrir helgina keypti Casablanca við Skúlagöt- una. . . A siðastliðnum vetri var aug- lýst laus til umsóknar staða pró- fessors i almennri bókmennta- frædi við Háskóla Islands. Um- sækjendur voru fimm, dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir, sem gegnir stöðu lektors við deildina, Ástráð- ur Eysteinsson, sem nýlokið hefur doktorsnámi í Bandaríkjunum, Árni Sigurjónsson, doktor frá Sví- þjóð, Halldór Guðmundsson, mag. art. frá Kaupmannahöfn, og Örn Ólafsson, sem lauk doktors- prófi frá Frakklandi. Dómnefndin skilaði áliti sínu fyrir skemmstu, en í henni sátu Vésteinn Ólafsson, sem er lektor við íslenskudeild há- skólans, Þórhildur Ólafsdóttir, lektor í frönsku, og Erik Sönder- holm frá Hafnarháskóla, en hann var hér lengi sendikennari og um tíma forstöðumaður Norræna hússins. Dómnefndin setti Ástráð Eysteinsson í fyrsta sæti og Álf- rúnu í annað, en dæmdi hina þrjá óhæfa til að gegna stöðunni. Síðan kom málið til kasta deildarfundar heimspekideildar háskólans en þar varð niðurstaðan önnur; Álfrún hlaut yfirgnæfandi fjölda atkvæða, og þess vegna mælir heimspeki- deild með því að hún hljóti stöðuna. Valdið er hins vegar í höndum menntamálaráðherra. . . Hentug jolagjöf Níðsterkir trefjaplatkassar á bílinn Taka t.d. 6 pör af skíðum og 6 pör af skóm. Litir: Svart-rautt-hvítt. Verðkr. 28.000,- Einnig minni kassar á kr. 9.600,- Gísli Jónsson & co hf. Sundaborg 11. Sími 686644. Vilt þú eitthvað alveg nýtt? Vilt þú eitthvað mjög fallegt en samt öðruvísi? Ef svo er líttu þá við í nýju versluninni Barcelona Top merki franskra og spænskra fatahönnuða. Eitt er víst, ferðin til okkar verður öðruvísi fyrir þig. CITY 91 LAUGAVEGUR 91 Síml 29903 HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.