Helgarpósturinn - 19.11.1987, Side 18
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART
Jón Magnússon
lögmadur og varaþingmaöur Sjálfstœöisflokksins
i HP-viötali
að hafa skoðanir
Leyfi mer
„Guð minn góður, það er svo langt síðan!“ sagði hann hálfhneykslaður,
aðspurður um hvenær pólitískur áhugi hans hefði vaknað. Jón Magnússon,
lögmaður með meiru, hafði boðið mér til sætis í mjúkum leðursófa á skrif-
stofu sinni. Þetta sófahorn var eins og vin í eyðimörk minnismiða, skjala
og bréfa af ýmsu tagi. Pappír og bækur út um allt. bað var greinilega unnið
á þessari skrifstofu. Ekkert glansandi harðviðarskrifborð með snyrtilegum
bréfabunka upp á punt.
„Það er nú það . . .“ hélt hann áfram og horfði
hugsi fram fyrir sig. „Pólitískur áhugi var til stað-
ar hjá mér strax um ellefu eða tólf ára aldur.
Ekki að ég hafi verið kominn af svo pólitísku
fólki. En foreldrar mínir fylgdu samt sitt hvorum
stjórnmálaflokknum og það var iðulega rætt um
þjóðmál heima hjá mér. Eg man t.d. eftir tveim-
ur orðum, Keflavík og pólitík, sem alltaf voru að
koma fyrir í umræðunni, þegar ég var lítill. Eg
slengdi þessu saman — taldi þetta vera sama
málið. Síðar komst ég að raun um að svo var
ekki.
En þú varst að spyrja um áhugann . .. Sko,
pólitík er eins konar baktería, jafnólæknandi og
AIDS. Það hefur ekki verið fundið neitt læknis-
lyf við henni. Þú færð þessa bakteríu og losnar
ekkert við hana, alveg óháð því hvort þetta tefur
fyrir þér og þú hafir það ekki eins huggulegt og
ánægjulegt og þú gætir annars haft það. Svona
er þetta með mig og mér sýnist eins á komið hjá
þeim, sem ég þekki og tóku þessa bakteríu í
æsku."
FJALLKONAN OG HREINI
FALDURINN
„Fyrstu beinu afskipti mín af stjórnmálastarfi
voru þau, að ég gekk í Keflavíkurgöngu tólf eða
þrettán ára gamall. Þá einmitt mjög einlægur
andstæðingur veru bandarísks varnarliðs á Is-
landi. Eg minnist þess þó ekki að þetta hafi verið
beinlínis flokkapólitískt. Þetta var sjálfsagt frem-
ur af þjóðernislegum ástæðum, enda var það
spilað miklu meira upp á þeim tíma, þó það
skipti sífellt minna máli í umræðunni í dag.
Núna er þetta fyrst og fremst orðið spurning um
hættuna, sem stafar af því að hafa hér erlent
varnarlið „versus" það að hve miklu leyti það
dregur úr hættunni að hafa herinn. Þjóðernis-
mál, þ.e.a.s. fjallkonan og hreini faldurinn henn-
ar, það er ekki lengur inni í myndinni.
Ég var kjörinn í st)órn,Heimdallar rétt eftir að
ég gekk í félagið. Þá var ég fimmtán ára. Ég
hafði að vísu áður sniglast svona svolítið í kring-
um önnur stjórnmálasamtök til þess að skoða og
kynna mér hlutina. Þetta voru Æskulýdsfylking-
in og Félag ungra framsóknarmanna í Reykja-
vík. En þeirra boðun og stefna vöktu ekki áhuga
minn, svo á endanum ákvað ég — að athuguðu
máli — að ganga í Heimdall. Foreldrar mínir
voru hins vegar hvorug flokksbundin í Sjálf-
stœðisflokknum, þó faðir minn styddi hann
raunar. Hvorugt þeirra reyndi sem betur fer að
hafa nokkur áhrif á mig í þessum efnum. Þau
skiptu sér ekkert af því. Faðir minn sagði einmitt
mjög oft við mig „þú verður að taka þínar eigin
ákvarðanir" og ég held að það hafi verið ágætt.
Maður var þá ekki undir neinum þrýstingi og
vandist því strax, að það væri manns sjálfs að
taka ákvarðanir. Ég held að það skorti mikið á
það í íslenskri pólitík. Menn eru að dingla þetta
og taka engar ákvarðanir. Fylgja svona „status
quo-stefnu í það óendanlega. Þess vegna er
hreyfanleikinn svona lítill í þessu þjóðfélagi."
VISSI FYRST EKKERT UM
FLOKKADRÁTTINN
Jón Magnússon var gjarnan flokkaður með
svokölluðum Gunnarsmönnum í Sjálfstæðis-
flokknum, en skyldi hann strax hafa fundið sig
svolítið á skjön við „flokkseigendurna‘7
„Elskan mín góða! Ég hafði ekki hugmynd um
að það væru einhverjar fylkingar í floícknum.
Vissi ekkert af því og skildi það ekki neitt fyrr en
löngu, löngu síðar. Það var þannig, að ungir
'sjálfstæðismenn lögðu mikla áherslu á að fá
a.m.k. einn mann kjörinn í miðstjórn og ég var
fulltrúiSDSí miðstjórnarkjöri álandsfundi 1973,
að mig minnir. Ég varð afskaplega undrandi á
því, þegar hinir og þessir menn fóru að koma til
mín og segja „þú verður að tala við XXX — hann
er mikill stuðningsmaður Gunnars" eða „Þú
verður að tala við YYY — hann er mikill stuðn-
ingsmaður Geirs."
Það var eiginlega þá, sem ég áttaði mig á því
í fyrsta skipti að þessir miklu flokkadrættir voru
í Sjálfstæðisflokknum. Síðan magnaðist þetta og
það má segja að hápunkturinn hafi verið, þegar
Gunnar Thoroddsen myndaði sína ríkisstjórn,
en ég var í andstöðu við hana og myndun henn-
ar. En hinn almenni flokksmaður varð lítið var
við þessa togstreitu. Ekki fyrr en hún birtist op-
inberlega. Flokksmenn höfðu fæstir áhuga á
málinu. Þeir voru fyrst og fremst sjálfstæðis-
menn, en ekki stuðningsmenn A eða B. Þannig
er það enn með meginþorra sjálfstæðisfólks."
MORGUNBLAÐSHÓPURINN
TEFLIR SÍNUM MÖNNUM FRAM
Skipti það þá ekki máli fyrir framgang manna
í flokknum fyrr en um 1980 hvort þeir voru
Gunnarsmenn eða Geirsmenn?
„Ég held að það hafi skipt máli miklu fyrr,
vegna þess að það var og er ákveðinn hópur —
sem ég hef kallað Morgunblaðshópinn, sem
kannski er ekki nógu markvisst heiti — sem
heldur saman og ýtir sínum mönnum og vinum
fram. Hefur ekki áhuga á öðrum og vinnur gegn
þeim. Þannig er það nú iðulega í pólitík. Það eru
ákveðnir hópar, sem standa saman og vilja þá
ekki hleypa öðrum inn í hringinn. Reyndar sjá-
um við það t.d. á þeim þingmönnum, sem kjörn-
ir hafa verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn á undan-
förnum misserum. Að mestu leyti er þarna um
að ræða menn, sem eru starfsmenn eða sérstak-
ir félagar eða vinir starfsmanna á Morgunblað-
inu, eða þeirra sem þar ráða ríkjum.
Morgunblaðið hefur boðað, að það sé óháð
blað. Það er ekki bundið Sjálfstaeðisflokknum
heldur hluthöfum í útgáfufélaginu. Blaðið hefur
hins vegar stutt flokkinn og þau tengsl hafa sjálf-
sagt verið ómetanlegt fyrir báða aðila. Hitt er
annað mál, að í þessu gjörbreytta fjölmiðlaum-
hverfi og miðað við það hvað Mogginn hefur
boðað um framtíðarstefnu sína geta sjálfstæðis-
menn ekki reitt sig á blaðið í jafnmiklum mæli
og þeir hafa gert. Sjálfstæðismenn hafa jafnvel
ætlast til þess að hin daglega pólitíska lína væri
skrifuð á Morgunblaðinu, en sú hefur ekki verið
raunin síðan Bjarni Benediktsson lét af ritstjórn-
arstörfum og verður það sjálfsagt aldrei framar."
ALVARLEGUSTU MISTÖKIN
í FLOKKSSTARFINU
Talið barst að Borgaraflokknum og Albert
Guðmundssyni. Telur Jón að hægt sé að finna
einhverja jákvæða skýringu á fylgi Borgara-
flokksins? Aðra skýringu en þá, að þetta hafi
bara veriö samúðaratkvæði.
„Þegar Hannibal Valdimarsson fór úr Alþýðu-
bandalaginu á sínum tíma og það klofnaði voru
þau atkvæði, sem hans flokkur — Samtök frjáls-
lyndra og uinstrimanna — fékk, einmitt kölluð
þessu sama nafni. Samúðaratkvæði. Og að ein-
hverju leyti hefur Borgaraflokkurinn líklega
fengið fylgi út á samúð, sérstaklega vegna þess
hvernig sumir fjölmiðlar spiluðu upp málin í
kringum afsögn og brottför Alberts úr Sjálf-
stæðisflokknum. En það er ein sérkennilegasta
„episóda" í íslenskri pólitík. Barasta alveg ein-
stætt rugl. . . og verður vonandi ekki endur-
tekið.
Á hinn bóginn er heldur ekkert hægt að neita
því, að flokkurinn fékk byr og hópur manna var
reiðubúinn til þess að ganga til liðs við hann. En
þetta voru ekki eingöngu stuðningsmenn Al-
berts Guðmundssonar. Þarna var um að ræða
ýmsa aðila, sem lengi voru búnir að vera
óánægðir í Sjálfstæðisflokknum af fjöldamörg-
um og ólíkum ástæðum. Ekkert endilega af því
að þeir hafi verið stuðningsmenn þessa eða hins
í gegnum tíðina.
Ég held í raun, að þetta sé að ákveðnu leyti
afleiðing af þeirri togstreitu á milli einstaklinga
og fylkinga, sem varð á 8. áratugnum og áfram.
Það var hins vegar hreinlega ekkert reynt til
þess að breikka flokkinn og ná inn óánægjuöfl-
unum og gera þau virk í starfinu. Láta þau bera
ábyrgð. Þetta held ég að hafi verið alvarlegustu
mistökin, sem gerð hafa verið í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins. Þeir, sem réðu, lokuðu valda-
hringnum. Þeir voru sömu gerðar . . . sömu
skoðunar.
En þarna verður auðvitað að skilja á milli
flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi annars
vegar og í hinum kjördæmunum hins vegar.
Þessa gætir í miklu minna mæli úti á landi. En
á suðvesturhorninu er þetta búið að krauma, án
þess að flokkurinn hafi fundið þá samnefnara
sem flokksmenn gætu sameinast og fylkt liði
um. Þess hefur ekki verið gætt að halda flokkn-
um breiðum og taka inn fulltrúa frá hinum ólíku
hópum eða fylkingum."
Hvað með hugsjón ungliðanna í Sjálfstæðis-
flokknum, „báknið burt“? Hefur flokkinn rekið
af leið í þeirri baráttu?
„Já, Sjálfstæðisflokknum hefur mistekist í
þessu. Báknið er kjurt og það er meira að segja
að vaxa. Stjórnmálamönnum í öllum vestræn-
um lýðræðisríkjum hefur mistekist þetta. Það er
t.d. mjög athyglisvert að skoða stjórn Rorialds
Reagan í sambandi við þetta. Hún var með
falleg fyrirheit um að koma bákninu burt og
hans fjármálaráðgjafi hefur skrifað merkilega
bók um það, hvernig götin voru smátt og smátt
holuð á þessar góðu fyrirætlanir af þrýstihópum
ýmiss konar — eða, eins og ég vil kalla það, að
framsóknarmenn allra flokka sameinist. En mér
finnst Framsóknarflokkurinn alvarlegasta tíma-
skekkjan í íslenskum stjórnmálum í dag.
Stjórnmálamaðurinn í dag getur ekki náð nið-
ur ríkisútgjöldum eða haldið þeim í skefjum.
Hann hrekst undan, þannig að þau aukast stöð-
ugt. Ég er á þeirri skoðun, að þegnar þjóðfélags-
ins hafi bara eina vörn gegn þessu. Það er, að
sett verði stjórnarskrárákvæði um að ríkissjóður
megi ekki leggja á skatta umfram ákveðna X
prósentu af þjóðarframleiðslu næsta árs á und-
an. Og, að það megi ekki samþykkja fjárlög með
halla og ekki reka ríkissjóð með halla, nema um
náttúruhamfarir, stríð eða annað neyðarástand
sé að ræða.“
í HUGMYNDAFRÆÐILEGA
ENDURHÆFINGU
Er Sjálfstæðisflokkurinn þá hálfgert nátttröll
— staðnaður flokkur á tímum örra breytinga?
Jón brosti breitt, en þó var greinilega ekki langt
í alvöruna.
„Ég hef nú alltaf verið svo bjartsýnn," sagði
hann loks og brosti enn. „Ég hef haldið, a.m.k.
til þessa, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla
möguleika. Það er gífurlega mikið af mjög
traustu og hæfu fólki í flokknum og innri styrkur
hans er mikill. Það er vel hægt að blása í lúðra
á nýjan leik og hefja flokkslega sókn. Sá mann-
afli og það mannvit, sem til þarf, eru fyrir hendi.
Spurningin er bara sú, hvernig þeir sem stjórna
flokknum vilja haga stefnumörkun sinni. Hvort
þeir vilja gera Sjálfstæðisflokkinn nútímalegri.
Hvort þeir vilja taka mið af því, að stjórnmála-
flokkar í dag starfa í gjörbreyttu starfsumhverfi
á svo fjölmargan hátt.
Ég tel, að flokkurinn þurfi að fara í hugmynda-
fræðilega endurhæfingu og hætta að birtast sem
einhver „status quo-flokkur, sem byggir á valda-
kerfinu og hefðbundnum skammtímalausnum.
Viðhorfin til atvinnumálanna þarf Sjálfstæðis-
flokkurinn að endurskoða og átta sig á að
byggðastefnan nær til landsins alls. Annað er
það, að flokkur einstaklingshyggjunnar skuli
ekki heyja baráttu fyrir því að einstaklingarnir
séu jafnir og hafi sömu möguleika til að koma
sínum málum fram. Það er að mínu viti óþolandi
að vera annars flokks borgari í íslensku þjóðfé-
lagi, eins og Reykvíkingar og Reyknesingar eru.
Algjörlega óþolandi. Eg sætti mig ekkert við
það og ég sætti mig heldur ekki við það, að
stjórnmálaflokkurinn minn skuli ekki gera það
að einum af sínum höfuðmálum í pólitískri bar-
áttu að þegnarnir séu jafnir. Þetta tekur til bar-
áttu fyrir jafnstöðu kynjanna, jöfnum rétti neyt-
enda á við framleiðendur og seljendur, svo og
jöfnum rétti allra kjósenda til að hafa áhrif á val
fulltrúa. Þetta segi ég vegna þess, að þegar mað-
ur lætur ójafnrétti viðgangast á einu sviði opn-
ast þar með leið til þess að láta það einnig við-
gangast á fjöldamörgum öðrum sviðum.“
ALÞINGI FÆRI Á HAUSINN
Jón Magnússon segir, að þeir sem mesta
möguleika eigi í prófkjöri séu flokkslíkama-
börnin — gifsafsteypur af forystunni. Hann mun
seint tilheyra þeim hópi, heyrist manni. En
skyldi Jóni ekki leiðast „að vera með vesen",
eins og hann kallar það? Ætlar hann að halda
áfram að berjast fyrir þingsæti?
„Veistu, ég get bara eiginlega ekki svarað
þessu. En ég ætla ekkert að gefast upp. Ég geri
það ekki. Það er hins vegar spurning með hvaða
hætti maður kemur sínum áhugamálum í pólitík
best á framfæri. Það þarf ekki endilega að vera
besta leiðin að sitja á þingi. Ég verð líka að segja
— eftir reynslu mína sem varaþingmaður — að
mér hefur ekki fundist Alþingi íslendinga mjög
aðlaðandi vinnustaður. Síður en svo.
Alþingi er afskaplega óskipulagður vinnu-
staður. Ef það væri fyrirtæki myndi það fara á
hausinn mjög fljótlega, því menn vita þar t.d.
aldrei hvað gerist næstu klukkustundirnar. Það
getur einhver tekið til máls utan dagskrár. Það
getur einhver staðið upp og talað um þingsköp,
án þess að tala nokkuð um þingsköp. Og þannig
fer þetta allt út um víðan völl og mál, sem voru
á dagskrá, koma ekki til umræðu vegna þess að
það eru alltaf einhverjar uppákomur í gangi.
Fyrirtæki, sem rekið væri með þessum hætti,
myndi aldrei bera sig.
Alþingismenn eru þó upp til hópa hið ágæt-
asta fólk. Flestir þeirra leggja sig mjög fram um
að kynna sér mál. Hitt er annað mál, að þing-
mennirnir hafa kannski ekki haft nægjanlega
skilgreint í sínum huga hvers konar stofnun Al-
þingi er. Alþingi er löggjafarþing og það er hlut-
verk þess, meðal annars, að gæta að stjórn-
mörkum stjórnvalda og fara heldur ekki út fyrir
sín eigin. Sjáðu bara þetta sláturleyfisfrumvarp,
sem nokkrir þingmenn, þar af fjórir fyrrverandi
ráðherrar, báru fram um daginn. Það er dæmi-
gert um það, að ákveðinn hópur þingmanna
þekkir ekki valdmörk sín.
Þarna gerist það sem sagt, að lagt er fram
lagafrumvarp um einstaklingsbundna af-
greiðslu til handa ákveðnum aðilum, þ.e. að þeir
fái ákveðið leyfi andstætt almennum lögum.
Þetta er í fyrsta lagi brot á jafnræðisreglu ís-
lenskra laga og í öðru lagi stríðir það gegn
grundvallarhugmyndum í stjórnarská okkar um
þrískiptingu ríkisvaldsins. Þarna var greinilega
um stjórnvaldsákvörðun að ræða, en ekki hlut
sem setja á um sérstök lagafyrirmæli. Með sama
hætti mætti leggja fram lagafrumvarp á Alþingi
um það, að menn skuli ekki taka út refsidóma.
Fólk skilur kannski alvöru þessa máls miklu bet-
ur, ef því er bent á að með sama hætti er hægt
að leggja fram frumvarp, sem raskar niðurstöð-
um dómstóla."