Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 21
DAGBOKIN HENNAR DÚLLU
Kæra dagbók.
Ég er alveg gasalega hrifin af
þessum nýja þætti hans Hemma í
sjónvarpinu, sérstaklega grettu-
keppninni. (Addi bróðir sendi inn
þátttökutilkynningu með nafni
landafræðikennarans og nú þarf all-
ur bekkurinn að gera tímaritgerð
um bergtegundir á íslandi, af því
kallinn veit ekkert hver af krökkun-
um gerði þetta.) En ég hefði aldrei
trúað því að löggur væru ekki kiár-
ari að spyrja en þessi í síðasta þætti.
Hann notaði ekki einu sinni allar
spurningarnar, sem hann mátti
spyrja. Algjör, maður . . . En náung-
inn, sem hermdi eftir Ómari Ragn-
arssyni, var æðislega frábær. Hann
tók einmitt alla þessa takta, sem
fara svo hryllilega í taugarnar á
mömmu. Hún getur ekki verið inni
í stofu, þegar Ómar fær krampa-
köstin.
Við pabbi og Addi bróðir höfðum
það annars bara rosalega notalegt
yfir helgina, maður. Alveg meiri-
háttar! Mamma var náttúrulega á
þessum landsfundi hjá Listanum sín-
um, svo við urðum sjálf að sjá um
matinn. (Ég er viss um að amma
hefði ekki verið í burtu í heila helgi,
án þess að hafa tilbúnar máltíðir í
frystinum. En svona er allt á niður-
leið.) Við borðuðum pulsur og pízz-
ur, sem mamma segir að séu rusl-
fæði. Svo föttuðum við æðislegt
brauð — þekkingarleysi hjá Adda,
sem við urðum auðvitað að kippa í
liðinn.
Sko, barnið hafði ekki hugmynd
um hvað franskbrauö væri! Ég
meina það... Pabbi fór út í bakarí á
laugardaginn, keypti þessa harð-
bönnuðu vörutegund, skar brauðið
niður og setti á borðið, en þá gapti
bara Addi. Barnið hafði aldrei á ævi
sinni séð hvítt brauð, vegna þess að
mamma kaupir það ekki og hann
virðist af einhverjum ástæðum hafa
augun lokuð í bakaríum. En krakk-
inn hefur örugglega verið franskur í
fyrra lifi, þvi annan eins sælusvip
hef ég aldrei séð og þegar hann
smakkaði brauðið. Þetta var nú ann-
ars líkara kappáti, því bæði Addi og
pabbi borðuðu trilljón sneiðar. Að
Íokum hentist Addi út eftir öðru
brauði og þeir kláruðu helminginn
af því líka!
Pabbi sagði, að hann hefði oft
keypt franskbrauð í gamla daga og
borðað bara þetta mjúka innan úr
því. Hann sagði líka, að krakkar
yrðu að fá hvítt brauð við og við og
að kona í Noregi hefði skilið við
manninn sinn af því að hann var
sjúkur i franskbrauð. Kellingin var
víst með rosa heilsuæði og kallinn
þurfti að fela franskbrauð úti í bil-
skúr og stelast þangað til að fá sér
bita. Þegar konan hans komst aö
þessu hélt hún að hann geymdi
brennivín eða klámblöð i skúrnum,
en það var þá bara brauð. Og henni
fannst hann svo mikill aumingi að
fela franskbrauð, að hún skildi við
hann. Samt hefði hún aldrei leyft
honum að kaupa brauðið og borða
það eins og maður, svo hvað átti
greyið að gera? Pabbi sagði, að kon-
ur væru bara svona hryllilega ólóg-
ískar! (Ég er nú ekkert fyrir þetta
kvenréttindakjaftæði, en mér finnst
nú eðlilegt að konur vilji skilja við
svona rolur, sem pukrast með
brauð! Þetta er svo ókarlmannlegt.)
Bless, Dúlla.
cner
HITABLASARI
Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar.
Varahlutir og viðgerðarþjónusta.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
■
I. Erlingsson h/f, varahlutir,
Ármúla 36 (Selmúlamegin),isími 688843.
Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f.
RAFBRU SF.
Helgi Sigurjónsson
Helgalandi 1, Mosfellssveit
91-667073
' ® )
LANDPÓSTAR
.færir póstþjónustu í dreifbýli inn á heimilin!
Á liönum árum hefur landpóstþjónustan aukist verulega. Landpóstarnir
veita flesta þá þjónustu sem pósthúsin veita. Þeir koma þrisvar til fimm
sinnum í viku eftir landshlutum og gera langan akstur á
pósthús óþarfan.
PÓSTFAX
...prent og myndefni landshluta eða heimsálfa
á milli — á örfáum mínútum!
Hægt er að senda texta, myndir og allt annað sem
Ijósrita má í svart/hvltu. Þú getur farið á næstu
póstfaxstöö og afhent þar frumrit sem senda skal.
Hér innanlands kostar fyrsta blaðslðan 135 kr. og
næstu slður 90 kr. hver (miöað við 01.07.87). Það
tekur aðeins 1 mínútu að koma gögnum frá ísafiröi
til Tokyo! Póstfax er nýjung sem öllum nýtist!
...undirstaða öruggrar og
góörar póstþjónustu!
Mikilvægt er að rétt og vel sé búið
um sendingar. Til að koma á móts við
viðskiptavini póstþjónustunnar eru
boönar til sölu margvfslegar umbúðir,
kassar og umslög sem tryggja hag—
kvæmni og öryggi enn frekar.
PÓSTURINN FYRIR ÞIG!
Póst- og símamálastofnunin
+
HELGARPÓSTURINN 21