Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 25
ANDERSEN KONGSSONUR?
H.C. Andersen í blóma lífsins. Var hann kóngssonur eöa bara sonur fátæks
skóara? Líf hans minnir á ævintýrin um froskana sem eru prinsar í álögum,
en prinsessan var ekki kona í hans tilviki, heldur skáldskapargáfan.
lýst á þann hátt að þrátt fyrir skort
sinn á menntun hafi H.C. Andersen
haft hæfileika sem gerði það að
verkum að nokkrir auðugir borgar-
ar ákváðu að styrkja hann. Þeir hin-
ir sömu ákváðu að koma honum í
latínuskólann til að bæta úr aug-
sýnilegum menntunarskorti hans.
Næstu sex árin háði hann harða
baráttu á skólabekknum sem lauk
með stúdentsprófi 1828.
I framsetningu Jens Jorgensen er
varpað nýju ljósi á þessi þrengingar-
ár og niðurstaðan verður öll önnur.
Hann dregur upp mynd af ófáguð-
um dreng, sem þrátt fyrir skort sinn
á hæfileikum er hjálpað á frama-
braut. I þá tíð var venja að betri
borgarar styddu við bakið á börnum
fátæklinga, ef þau voru hæfileika-
rík. Jens Jorgensen heldur því fram
að Hans Christian eigi velgengni
sína einungis að þakka áhrifaríkum
persónum. Þessi rök hans eru frem-
ur ósannfærandi, og er nánast um
að ræða fullyrðingu gegn fullyrð-
ingu hvort Hans Christian hafi haft
hæfileika eða ekki.
En það er fleira athyglisvert sem
tengist ferð H.C. Andersen til Kaup-
mannahafnar og skólavist hans í
Slagelse. Sjálfur hefur hann meðal
annars lýst hvernig hann ferðaðist á
eigin spýtur með slétta 13 ríkisdali í
vasanum, en þrír þeirra fóru í far-
miðann. Jens Jergensen hefur dreg-
ið fram heimildir er sanna að hann
hafi verið í fylgd með Madam Hen-
riksen, sem var fóstra yngsta sonar
Friðriks erfðaprins. Hún var honum
innan handar með að fá herbergi,
þýskukennara og útvegaði réttu
samböndin þegar á þurfti að halda.
Hún veitti honum húsaskjól og mat,
sem algjörlega er ógetið í Mitt eigiö
œvintýri. Jens Jergensen færir á
þennan hátt rök fyrir að H.C. Ander-
sen hafi vísvitandi reynt að leyna
tengslum sínum við konungsfjöl-
skylduna.
Meðhöndlun skólastjórans í
latínuskólanum, rektors Meislings, á
H.C. Andersen varð honum tilefni
martraða ævilangt. Þetta hefur
hann útlistað í dagbókum sínum, en
Jens Jergensen þykist nú geta skýrt
hvers vegna Meisling rak hann ekki
einfaldlega úr skólanum, en lét
hann þvert á móti búa heima hjá sér.
Astæðan var sú að hann fékk sér-
lega góða greiðslu fyrir þennan
dugleysingja. Hann tók meira að
segja drenginn með sér er hann
varð skólastjóri í Helsingor Gymna-
sium, þrátt fyrir gagnkvæmt hatur.
Obbinn af bók Jens Jargensen
felst í að umtúlka þekkta atburði í
lífi H.C. Andersen, en inn á milli
tekst honum að draga fram eitthvað
nýtt. T.d. hefur aldrei áður komið
fram í skrifum um H.C. Andersen að
hann hafi gengið í herinn og stuttu
seinna orðið liðsforingi án þess að
hafa tilskilinn aldur eða einkunnir.
Að vísu varð hann einungis undir-
liðsforingi, en aftur á móti í Lífvarð-
arsveit konungsins. H.C. Andersen
tekst að þegja yfir þessu allt lífið.
Seinna á lífsleiðinni, þegar H.C.
Andersen átti að útskýra hvað hefði
hjálpað honum í gegnum lífið og
hvað hefði orðið til þess að hann, fá-
tækur skóarasonurinn, varð heims-
frægur rithöfundur, gat hann ekki
fundið aðra skýringu en að það
hefði verið hönd Guðs sem stýrði
þróun hans. Lif hans var ævintýri
líkast, og eins og við vitum geta
furðulegustu hlutir gerst í ævintýr-
um. H.C. Andersen skrifaði tvö stór
verk um sjálfan sig og nefndi þau
Ævintýri lífs míns án skáldskapar
og Mitt eigið œvintýri, til þess að
leggja áherslu á það ævintýralega
sem fyrir hann hafði komið.
I kenningu Jens Jorgensen verður
náðarhönd drottins að náðarhendi
kóngsins. Jargensen segist hafa
skrifað bókina af sannleiksást, og er
ekki að efa það. Hann segist hafa
rekist á svo marga undarlega þætti
í lífi H.C. Andersen og Kristjáns VIII
í vinnu sinni með sögulegar heim-
ildir frá þessum tíma, að hann hafi
talið það skyldu sína að leggja fram
ályktun sína.
H.C. Andersen var talinn hégóma-
gjarn í meira lagi, og forvitnilegt
væri að vita hvort hann sjálfur teldi
sig vera konungborinn. Jergensen
álítur svo, og næsta spurning er
hvers vegna ekkert er að finna um
það í dagbókum H.C. Andersen, eða
hvers vegna hann tryggði það ekki
að sú vitneskja kæmist upp um síðir.
Það er tilgáta Jargensens að H.C.
Andersen hafi fengð að vita að
kóngurinn væri faðir hans árið
1839. Þetta er ennþá ekki fullsann-
að en hann heldur rannsókninni
áfram. Hvers vegna hefur H.C. And-
ersen þá ekki sagt frá því? Og hvers
vegna hampaði hann ekki sínu bláa
blóði? Jorgensen vill meina að hann
hafi e.t.v. ekki verið mjög hróðugur,
því samfara hinum konunglega
stimpli fylgdi stimpillinn lausaleiks-
barn.
í öðru iagi minnir Jergensen á að
þetta gerist á einveldistímum, og að
fólk hafi ekki talað opinskátt um þá
em stóðu ofar í þjóðfélagstign. En
þagað af þegnskyldu einkum ef um
konungsættina væri að ræða. Það
hefði getað komið sér illa fyrir H.C.
Andersen að ljóstra upp um þetta
leyndarmál.
Samt sem áður gefur Jorgensen í
skyn að H.C. Andersen hafi sýnt vin-
konu sinni, Henriette Wulff, trúnað.
Atti það að vera í nóvember 1848,
sama ár og Kristján VIII dó. Af bréfa-
skiptum H.C. Andersen kemur fram
að hann hefur verið mjög niður-
dreginn það ár. Hann skrifaði Henri-
ettu bréf, sem því miður hefur glat-
Hér er kóngurinn, Kristján VIII, sem
sagður er vera faöir Andersen. Geysi-
lega margt bendir til þess að svo hafi
veriö.
ast, en í svarbréfi hennar, sem hefur
varðveist, stendur.
,, . .. Þér hafið fengið vitneskju
um, að þér séuð þessi prins sem við
töluðum um síðast, og það hefur
orðið Yður um megn!
Þó vona ég að svo sé ekki, því þó
að Þér væruð afkomandi allra
heimsins konunga væruð þér mér
ekki kærari en nú. Þér eruð meira
virði en allir kóngar til samans! . ..“
Hér er það sagt umbúðalaust, og
meira að segja í bréfi. Það er vitað
mál að H.C. Andersen skrifar oft um
umskiptinga og dulbúna prinsa og
prinsessur í skáldskap sínum.
Jorgensen fellur þó ekki í þá gryfju
að nota þessa texta í röksemda-
færslu sinni. Rök hans byggjast fyrst
og fremst á sögulegum heimildum.
Hann gerir þó eina undantekningu
og notar Ljóta andarungann. Ljóti
andarunginn hefur ætíð verið tal-
inn fjalla um hans eigið líf, nokkurs
konar sjálfsævisaga. Hin hefð-
bundna túlkun gengur út á, að það
skipti ekki öilu máli þó að maður sé
ljótur fæddur og sé fótakefli um-
hverfisins því sé maður snillingur
verður maður ætíð að svani. En
samkvæmt Jorgensen er eitt mikil-
vægt atriði sem ekki gengur upp í
þessari túlkun, nefnilega að svanur-
inn hafi aldrei verið andarungi.
Varla hefur andamamman sjálf orp-
ið svansegginu. í stað sögunnar um
hinn listræna snilling er komin önn-
ur útgáfa um ættleiðingu og kon-
ungleg erfðaeinkenni sem ekki
verður litið fram hjá. Svansunginn
verður meðvitaður um sjálfan sig
þegar hann sér aðra sér líka:
,,Og andspænis beint út úr skóg-
arþykkninu komu þrír ljómandi,
undurfagrir, fannhvítir svanir. Þeir
þeyttu fjaðrirnar og liðu svo létt-
syndir á vatninu. Andarunginn
kannaðist við þessa dýrlegu fugla
og varð gagntekinn af einhverri
undarlegri angursemi.
Elise Ahlfeldt-Laurvig, sem sam-
kvæmt kenningum hins danska
fræðimanns er hin raunverulega
móöir H.C. Andersen.
„Ég vil fljúga til þeirra, þessara
konunglegu fugla, og þeir munu
höggva mig til bana fyrir það, að ég,
svona Ijótur, skuli voga að koma ná-
lægt þeim, en mér er sama um
það . ..“
Jergensen hefur óneitanlega
mörg rök fram að færa fyrir kenn-
ingu sinni, en endanlegar sannanir
liggja ekki enn fyrir. Rétt er að lesa
bók hans gagnrýnum augum og
falla ekki í þá gryfju að vera sam-
mála síðasta ræðumanni. Mín skoð-
un er sú að bókin sé heiðarleg til-
raun og rökin frambærileg. Ekki er
hægt að ásaka hann fyrir að vera að
þessu í auglýsingaskyni, því heim-
ildarvinna hans er mjög ítarleg. Eft-
ir á að koma í ljós hvernig móttökur
bókin fær, og verður einkum spenn-
andi að heyra álit frægra danskra
H.C. Andersen-fræðinga á þessari
kenningu.
í danskri bókmenntasögu og víð-
ar úir og grúir af börnum betri borg-
ara og presta sem ná frægð og
frama, en ævi H.C. Andersen er með
sérstökum Ijóma þar sem hann var
fátækur skóarasonur. Þar með er
hann orðinn sönnun á goðsögn ein-
staklingshyggjunnar um að það séu
einungis skapgerð og hæfileikar
hvers einstaklings sem séu ákvarð-
andi fyrir möguleika hans í lífinu, en
ekki umhverfi eða efnahagslegar
aðstæður.
Til eru þeir, sem strax munu vísa
á bug ályktun Jorgensens, einfald-
lega til að hrófla ekki við viður-
kenndri goðsögn. A þeim grundvelli
er að mínu mati ekki hægt að snúa
við honum bakinu. Og ég tel jafn-
framt að kenning hans breyti ekki
hinu táknræna gildi sem H.C. And-
ersen hefur, jafnvel ekki þó hann
reynist vera konungssonur. Því að
haft skal í minnum að H.C. Ander-
sen lifði sín fyrstu 14 ár — og trúlega
þau 14 mikilvægustu — meðal
hinna fátækustu í Óðinsvéum. Hér
mótaðist persóna hans, og það er sá
reynslubrunnur sem hann byggir á
síðar. Fyrstu tilraunir hans sem rit-
höfundar misheppnuðust einmitt
vegna þess að hann gerði sér far um
að þóknast smekk og gildismati
borgarastéttarinnar. Það var ekki
fyrr en 1835 að hann fann ævintýra-
formið og byrjaði að nota alþýðu-
reynslu sína. Ævintýrið varð hans
eðlilegasta tjáningarform og hin sí-
gildu ævintýri fyrir börn léðu hon-
um heimsfrægð. Það er hinn ekta
H.C. Andersen, sem við dáum, ekki
dufl hans við borgarastéttina.
Henriette Wulff hefur þegar sagt
það betur en nokkur annar: ,,Þó að
Þér væruð afkomandi allra heims-
ins konunga væruð þér mér ekki
kærari en nú. Þér eruð meira virði
en allir kóngar til samans!...“
TÍMANNA TAKN
Enn um ,,framfarir“
í síðustu viku benti ég á aö
sjónvarpið orsakaði menningar-
morð á íslandi. Skoðum þetta
svolítið nánar. Tökum leikhúsið
fyrir í dag.
Ofmettaðir af leiknu efni úr
sjónvarpinu fara íslendingar
minna og minna í leikhús. Er til
betri skýring á hruni leikhúsað-
sóknar? Ég bíð eftir henni. Reyn-
um samt að verða ekki svo löt að
nota klisjur á borð við „fólkið
vinnur of mikið", eða „að fara í
leikhúsið er of dýrt". Aðsókn að
leikhúsum hefur breyst eins og
hér sést (Hagstofa íslands):
Áhorfendur á ári
1981— 82 215.000
1982— 83 192.000
1983— 84 179.000
1984— 85 154.000
1986—87 143.000
(í þessum tölum eru teknir
saman allir áhorfendur Þjóðleik-
hússins, Iðnó, Leikfélags Akur-
eyrar og Alþýðuleikhússins.)
Þessar tölur sýna aðsóknina
síðastliðin fimm ár. Myndin væri
enn verri ef samanburðurinn
næði lengra aftur í tímann. Á ár-
unum milli 1976 og 1978 komu
árlega í Þjóðleikhúsið að meðal-
tali 125.000 áhorfendur. Það er
að segja næstum því jafn margir
og sækja öll leikhúsin í dag.
Þakka skyldi sjónvarpinu og
myndböndunum!
Bera leikhúsin enga ábyrgð á
þróuninni? Sennilega ekki.
Það er auðvitað alltaf hægt að
gagnrýna leikritavalið og leik-
stjórnina. En var leikhúsið betra
fyrir 10 árum? Kannski. Ef til vill
var það verra. Hér er um
smekksatriði að ræða, en ein-
beitum okkur að tölunum.
Það er hægt að gagnrýna
þessa túlkun mína á tölum hag-
stofunnar:
a) Það hafa alltaf verið sveiflur
og verða alltaf. — Já, en í dag er
ekki lengur um sveiflu að ræða,
heldur hrun.
b) Það er oft uppselt. — Já, en
í litlum húsum. í tuttugu og
fimm til sjötíu sæta húsum. En
hvar eru miðnætursýningarnar
sem haldnar voru í 850 sæta
húsi.
c) Nýir leikhópar taka áhorf-
endurfrá stóru leikhúsunum. —
Rangt. Hrun áhugamannaleik-
hússins er því .miður enn meira
en atvinnuleikhússins.
Leikhúsið hefur brugðist við
minnkandi aðsókn á ýmsan hátt.
Með því að fækka sýningum til
þess að halda sætanýtingu.
Þriðjudagssýningar hafa horfið
og flestar miðvikudagssýningar
einnig.
Leikhúsfræðingar framtíðar-
innar munu sjálfsagt lýsa þróun-
inni þannig: Þær sýningar sem
ganga eru annaðhvort litlar sýn-
ingar, hógværar og peninga-
lausar eða mjög stórar sýningar
þar sem ekkert er til sparað.
Áhorfendur fara hins vegar ekki
í leikhús til að sjá venjulegar sýn-
ingar. Nútímaleikhúsgesturinn
sækist annars vegar eftir tilfinn-
ingalegri upplifun sem skjárinn
býður ekki upp á. Hann gerir það
í litlum sölum þar sem nærvera
leikarans er áhrifamikil. Hins
vegar sækist hann eftir tilkomu-
miklum stórsýningum sem
meira og minna eru fluttar til
landsins að utan.
Korthafar brúa ennþá bilið.
Gérard Lemarquis
HELGARPÓSTURINN 25