Helgarpósturinn - 19.11.1987, Side 27

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Side 27
TÓNLIST BUBBI - DÖGUN ★★★★ Metsöluplatan hér á landi fyrir síðustu jól var, eins og flestum er sjálfsagt í fersku minni, „Frelsi til sölu“ með Bubba. Nú skilst mér að salan á þessari plötu sé orðin ein- hvers staðar í kringum 18.000 ein- tök, sem þýðir að hér er um að ræða eina mest seldu plötu sem komið hefur út hér á landi. Bubba var auðvitað viss vandi á höndum að fylgja verki þessu eftir. Eina svarið var að gera bara betri plötu og í sjálfu sér átti honum að takast það, því „Frelsi til sölu" er ekki endilega besta plata sem Bubbi hefur gert. Nú er komin út ný plata frá honum og hefur hún hlotið nafn- ið „Dögun", en það er jafnframt nafn eins besta lagsins á plötunni. Nú er spurningin hvort Bubba hef- ur tekist aö gera plötu sem nær álíka vinsældum og „Frelsið". Þeirri spurningu get ég því miður ekki svarað en hitt er Ijóst að honum hef- ur tekist að gera plötu sem að mínu mati er betri. Manni veröur fljótlega Ijóst þegar farið er að hlusta á þessa skífu að vandað hefur verið til henn- ar á alla lund. Lögin eru góð og greinilegt að Bubbi hefur lagt sig virkilega fram við textagerðina. Hér er greinilega ekki um að ræða texta sem samdir hafa verið í fljót- heitum, heldur hefur verið legið yfir þeim og sennilega farið yfir þá aftur og aftur þar til höfundur var orðinn sáttur við þá. í raun má segja að „Dögun“ sé tví- skipt verk. Á fyrri hliðinni má heyra í rokktónlistarmanninum Bubba. Eða væri ef til vill réttara að segja popptónlistarmanninum? Á seinni hliðinni er það svo trúbadorinn sem hefur yfirhöndina en það er þó ansi poppaður trúbador sem þar er á ferð. Þessi tvískipting kemur þó ekki í veg fyrir að heildarútkoman er heilsteypt plata. „Dögun“ opnar á laginu „Frelsar- ans slóð“, sem er uppáhaldslagið mitt á plötunni. Raunar heyrði ég þetta lag fyrst fyrir tveimur mánuð- um eða svo og það sem eftir lifði þessa dags sönglaði ég það fyrir munni mér og það verð ég nú að segja að ekki hef ég oft fengið lögin hans Bubba á heilann. Önnur góð lög eru „Aldrei fór ég suður", sem er um manninn sem aldrei náði að hleypa i sig kjarki og hverfa af æskuslóðunum. Þá er „Dögun" gott lag sem með betri út- setningu hefði getað hljómað enn betur. Þessi lög er öll að finna á fyrri hliðinni en á hinni eru bestu lögin, „Bakvið veggi martraðar“, „Borgin mín“ og „Menning". Já, já þetta lítur nú allt vel út hing- að til. En það er nú bara ekki allt gull og grænir skógar. Það er eitt atriði sem ég er ósáttur við hvað þessa plötu varðar. Það er „pródúsjónin" á henni. Maðurinn á bak við hana er Tómas Tómasson og vissulega hefur hann náð tærum hljómi og vissu- lega hljómar þetta allt slétt og fellt. Og það er einmitt vandamálið. Plat- an er ef til vill of slétt og felld, því miðað við það efni sem Bubbi hefur hér í höndum hefði getað orðið um átakameira verk að ræða. Það vant- ar á stundum meira jarðsamband og minna af þessum slikjukennda „Tommahljómi". Sumt af þessu má rekja til hljóðblöndunar og bendi ég á að stórgott gítarsóló í laginu „Dög- un" er nánast kæft í sykruðum hljómborðum. Þegar rætt er um hljómborð dettur mér líka í hug að það hefði verið allt í lagi að hvíla nú- tíma hljómborðin og nota gamla góða „Hammondinn" svo og píanó. Svona gæti ég að vísu haldið lengi áfram, en það væri ekki rétt, því þó að útsetningar og hljómur séu stór- mál þegar um tónlist er að ræða hef- ur ekki tekist að eyðileggja þessa plötu með röngum vinnubrögðum. Þessi plata er góð en mín skoðun er sú að hún hefði getað orðið enn betri með svolítið öðruvísi útsetn- ingum og jarðbundnari hljómi. Hún hefði þá ef til vill hljómað svolítið gamaldags en það er bara allt í lagi. Ekki síst vegna þess að sum þessara laga eru gamaldags. Þarna er lag í skoskum þjóðlagastíl, þarna er kántrílag, það eru þarna líka lög sem hefðu þolað „aggressívari" flutning. Já meira rokk. RIKSHAW ★★★★ Það hefur ekki farið neitt sérlega mikið fyrir hljómsveitinni Rikshaw síðan hún sendi frá sér fjögurra laga plötu fyrir jólin 1985. Þó skilst mér að þeir hafi nú verið meira og minna að síðan þá, þó ekki hafi ver- ið mikið um opinbera spilamennsku að ræða. Að minnsta kosti er nú komin frá þeim þeirra fyrsta breið- skífa og ber hún þess merki að legið hefur verið yfir hlutunum og ekkert gefið út fyrr en hver tónn var kom- inn á réttan stað. Þá hafa þeir strák- ar einnig verið að reyna að koma sér á framfæri erlendis, með þeim árangri að þessi plata er víst gefin út af bresku smáfyrirtæki. Tónlist Rikshaw er að mestum hluta taktföst popptónlist. Laglínur eru nokkuð grípandi og „kórusarn- ir“ eru síendurteknir, sem gerir það að verkum að lögin geta orðið þreytandi en á móti kemur að laga- smíðar sem þessar virka oft vel í út- varpi. Textarnir eru á ensku, sem kann að vera þyrnir í augum margra, en ekki má gleyma því að þetta er efni sem stendur til að gefa út erlendis. Þá er ég nú þeirrar skoð- unar að enskir textar séu bara skömminni til skárri en illa gerðir íslenskir textar (nú hengja þjóðern- issinnarnir mig). Með öðrum orðum á ég við að mér finnst skárra að nauðga enskunni en íslenskunni en það jákvæðasta er þó góðir íslenskir textar. Ekki þar fyrir að þessir ensku textar Rikshaw, sem raunar eru allir samdir af Richard Scobie, söngvara hljómsveitarinnar, séu neitt sérlega slæmir. Tónlistarflutningur á þessari plötu er allur mjög vandaður og platan raunar jafngóð út í gegn. Þó finnst mér fyrri hliðin heldur betri og mest finnst mér til lagsins „Same as Be- fore" koma. Einnig má geta þess að á plötu þessari er einnig að finna lagið „Great Walls of China" sem einnig var á fjögurra laga plötunni fyrrnefndu en að þessu sinni er það í mun betri útgáfu, sem gefur til kynna hversu mikið hljómsveitinni hefur farið fram á þessum tveimur árum. Á heildina litið er hér sem sé um góðan grip að ræða sem þeir Rik- shaw-menn geta verið nokkuð stolt- ir af. BJARTMAR GUDLAUGSSON - ÍFYLGD MED FULLORDNUM ★★★ Eg er ekki í nokkrum vafa um að plata Bjartmars Guðlaugssonar, „í fylgd með fullorðnum", kemur til með að verða ein mest selda ís- lenska platan nú fyrir jólin. Hér hef- ur tekist að gera nákvæmlega það sem ég geri ráð fyrir að átt hafi að gera. Nefnilega að framleiða hina ágætustu skemmtiplötu, sem höfð- ar til hinna ýmsu aldurshópa. Bjartmar er þekktur fyrir hnyttna texta sína og léttar lagasmíðar, sem fljótt verða kunnuglegar og sumar eru kannski kunnuglegar fyrir. Það er að segja að stundum má Bjartmar passa sig á að höggva ekki of nærri lögum annarra. Þegar búið er svo að setja þetta í sparibúninginn með aðstoð strákanna í Mezzoforte verð- ur útkoman bara nokkuð góð. „Járnkallinn," sem Bjartmar syngur með Eiríki Fjaiari (Ladda), og „Týnda kynslóðin" gera það nú þegar gott á öldum Ijósvakans og sennilega fær fólk grænar áður en langt um líður, en áður en af því verður verður sennilega búið að selja margar, margar plötur. Það má segja að Bjartmar hafi sannarlega hitt í mark með „í fylgd með fullorðnum". Doj, joj, joj, joj, joj. RAUÐIR FLETIR - MINN STÆRSTI DRAUMUR ★★ Fyrir síðustu jól sendu Rauðir flet- ir frá sér fjögurra laga plötu, sem gaf til kynna að á ferð væri hin efnileg- asta hljómsveit. Nú er svo komin frá þeim stór plata sem heitir „Minn stærsti draumur". Ekki segi ég nú að mig hafi dreymt stórt hvað varðar þessa plötu en ég átti þó von á betri útkomu en raun ber vitni. Það er nú ýmislegt sem ég hef út á þessa plötu að setja. í fyrsta lagi eru lögin öll ákaflega keimlík og raunar nauðalík „Þögn af plötu" sem kom út í fyrra. Þá eru útsetning- ar fremur einhæfar. Tónlistin er drif- in áfram af bassa og trommum og driftin ekki alveg nóg. Sérstaklega er ég óhress með bassaleikinn sem að mestu leyti fer fram á neðstu tón- um hljóðfærisins og verður hann því nokkuð drynjandi og um leið einhæfur þar sem strengjaslátturinn er líka mikið til eins. Margt skemmtilegt er að gerast í gítar- leiknum en gítararnir eru þó á tíð- um blandaðir of aftarlega fyrir minn smekk. Þá minnir stakkató-gítarspil- ið í sumum lögunum mig helst á hljómsveitina Cars eins og hún hljómaði fyrir tæpum tíu árum síð- an. Ég var ekkert sérlega hrifinn af því þá og er það ekki nú. En það er ekki allt slæmt varð- andi þessa plötu. Til dæmis er al- búmið mjög gott. Nei, það er ýmis- legt annað sem lofar góðu varðandi Rauða fleti, enda liðsmenn hljóm- sveitarinnar enn ungir að árum og eiga því framtíðina fyrir sér. Davíð Traustason söngvari er nokkuð góð- ur og ég er viss um að fái þessir strákar annað tækifæri til plötuút- gáfu verður árangurinn betri, það er að segja ef þeir gera sér grein fyr- ir því, að í dag eru þeir ekkert of- boðslega góðir og ekkert sérstak- lega frumlegir. Það telst þeim þó til tekna að þeir eru að reyna að gera eitthvað sem áður hefur ekki verið gert hér á landi. Djassdagar og djassblómi Þá eru djassdagar Ríkisútvarpsins liðnir og ekki er hægt að segja ann- að en djassdagskrá hljóðvarps hafi verið með miklum glæsibrag — en djassinn fór alveg framhjá sjónvarp- inu og var það illt, ekki síst vegna HELGARPÓSTURINN 27 UTVARP Af andans svifi Nú er það þannig að maður get- ur valið á milli fimm útvarps- stöðva ef mér telst rétt til. Það er bara fínt. Helviti gott. Fyrir þá sem vilja ekki hlusta og eru menning- arvitar er svo margt annað að gera að þeir þurfa varla að vera að æsa sig neitt yfir því að allar þessar út- varpsstöðvar séu jafnömurlegar. Þeir geta bara setið niðri á Hressó og rekið nefið í loftið á þann hátt sem ég kalla — af tómri illgirni og ósmekkvísi — moggaháttinn. Moggahátturinn er þannig að maður lyftir höfði eilítið, horfir fjarrænum augum út í bláinn og lætur nærstadda finna að andinn er farinn á flug og svo kemur setn- ingin um hinar fögru listir og and- inn svífur, svífur svo hátt að þegar viðmælandinn, sem er kannski bara venjulegur maður með heil- brigðan áhuga á listum, ætlar að teygja sig eftir honum þá nær hann honum ekki nema standa upp en viti menn: Þegar hann nær á honum taki gufar hann upp. SJÖNVARP Léttklúrt og vinsamlegt Andlaus andi á sveimi um kaffi- hús, það er afar slæmt mál og fyrir venjulega manninn er ekkert ann- aö að gera en fara heim og kveikja á útvarpinu. Hann getur t.d. hlust- að á Hallgrím Thorst. tala við Steinunni Sig. um Ijóðabókina hennar sem er að koma út. Þar er andinn líka til staðar og bara gott að ná á honum taki. Sennilega langar venjulega manninn að lesa bókina þegar hann er búinn að hlusta á viðtalið. Það er mjög gott og undarlegt nokk: ómenningar- leg útvarpsstöð hefur glætt áhuga einhvers á menningunni með stóru emmi. Undarlegt að slíkt skuli geta gerst meðan andinn sem svo tignarlega sveif á kaffi- húsinu var þess ekki megnugur. Annars kannski var það ekkert undarlegt, fólk fékk að vísu að vita um daginn að íslenskar skáldkon- ur skrifuðu í hring en það gerir þær tæplega spennandi eða hvað ... Kristján Kristjánsson í vikunni sýndi sjónvarpið þriðja spurningaþátt Ómars Ragnarsson- ar. Eins og í tveim fyrri þáttum sló Ómar á léttklúra strengi og hélt uppi góðum dampi í þættinum, sem að þessu sinni var sendur út truflaður. Upptaka þáttarins mis- tókst en ákveðið að senda hann út engu að síður sem út af fyrir sig er móðgun við áhorfendur og þá sem tóku þátt í gríni Ómars. Þegar fyrsti spurningaþátturinn var tek- inn upp á ísafirði var það gert að loknu virðulegu borðhaldi Vest- firðinganna. Báru undirtektir við- staddra því glögg merki að menn voru komnir í langa drykki enda hvöttu þeir sína menn hömlulítið. í þessum síðasta þætti var ríkjandi öðruvísi andrúmsloft. Sannkallað- ur ungmennafélagsandi. Og sá ekki vín á nokkrum manni, eins og karlinn sagði. Svona er kúltúr- inn breytilegur eftir landshlutum. En Húnvetningar bökuðu Skag- firðinga. Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég sé svona þætti, sem oft eru upp teknir úti á landi, hvort skemmtan fólksins þar byggist mestan part á klúrum gamansög- um, sbr. klósettskemmtan Dala- manna, eða hvort skemmtiatriðin eru sett saman í samráði við stjórnendur viðkomandi þátta af þvi þeir haldi að aðeins þannig geti menn skemmt sér utan Elliða- ánna. Annað um sjónvarpið. Nú eru menn farnir að taka það sem kalla mætti „vinsamleg" fréttaviðtöl. Sjávarútvegsráðherra er spurður gagnrýnislaust um fiskveiði- stefnu. Ólafur Laufdal um bygg- ingu hótels upp á 500 milljónir og Sigurður Helgason um versnandi stöðu Flugleiða. Yfirleitt situr maður eins og klessa í stólnum eftir slík viþtöl og er engu nær, en spurningar um sjálft sjónvarpið hrannast upp. Helgi Már Arthursson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.