Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 29

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 29
ist Leikið tveim skjöldum. Þar sveifl- ar hann Vikivaka og Jólasveinasöng þeirra Jóns Múla og Jónasar Árna- sona og ýmsum öðrum ópusum auk klassískra harmónikkuverka. Svo er auðvitað alltaf jafngaman að geta endað hverja grein svo: Munið að létta andann og mæta í Heita pottinum á sunnudagskvöld þar sem íslensk sveifluljón láta gamminn geisa. Vernharður Linnet Scandinavia today í Japan Menningarsamvinna Norður- landa er um margt til fyrirmyndar. Útávið kynna þau stundum sameig- inlega menningu sína. Fyrir nokkr- um árum fór fram umfangsmikil menningarkynning í Bandaríkjun- um, sem þótti takast vel. Nú átti sér stað svipuð menningarkynning í Japan. Ymsar sýningar voru settar upp, listsýningar og listiðnaðar-, hönnunar- og þjóðlífssýningar. Þá voru bókmenntakynningar, kvik- myndasýningar, danssýningar og umfangsmikil tónleikaröð, sem stuttlega verður fjallað um hér. Haldnir voru fimm tónleikar, dag- ana 1,—5. nóvember í Ginza Saison- leikhúsinu í Tókýó, sem undirbúnir voru af Nomus-nefndinni í samráði við japanska aðila. Fór hópur u.þ.b. 30 músíkanta, flytjenda og tón- skálda austur þangað. Var þar margt úrvalsmanna: Kontra-kvartettinn frá Danmörku, slagverkshópurinn Kroumata frá Stokkhólmi, kammer- hópurinn Clusters frá Helsinki, kammerhópur Ny musikk frá Ósló, norska söngkonan Anne Lise Bernt- sen, sem aðallega syngur í Stokk- hólmsóperunni, og einleikssnilling- arnir Staffan Scheija og Einar Henn- ing Smebye á píanó, og Einar okkar Jóhannesson á klarinettu. Allur var tónlistarflutningur frábær, og ekki síst vakti snilldarleikur Einars mikla athygli, sem mér kom ekkert á óvart. En fyrstu tónleikarnir hófust á Choralis, hljómsveitarverki Jóns Nordal, sem hann samdi fyrir Rost- rópóvíts. Útvarpshljómsveitin í Tókýó lék, og sjálfur Esa-Pekka Sar- aste stjórnaði af miklum skörungs- skap. Svo komu á eftir þekkt verk eftir Síbelius, Nielsen, píanókonsert Griegs, sem Staffan Scheija lék með miklum bravúr, og Hugo Alfén. Síðan komu í kjölfarið kammer- tónleikar, einir á dag. Flutt voru m.a. tvö verk eftir undirritaðan: Vögguvísa Katrínar Mánadóttur um Eirík konung XIV, við kvæði Zakar- íasar Tópelíusar (hann ritaði m.a. Sögur herlæknisins). Það verk var samið fyrir finnska hópinn Clusters á sínum tíma og hina miklu söng- konu Dorothy Dorow, en nú söng Anne Lise Brantsen. Þetta stykki hefur aldrei heyrst hér heima. Hitt verkið eftir mig var Fremur hvítt en himinblátt, klarinettutríó, sem heyrst hefur út um allar jarðir. Þá lék Kontrakvartettinn Sex þætti fyr- ir strengjakvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur af mikilli vandvirkni. Einar Jóhannesson flutti Drift eða Rek eftir Þorkel Sigurbjörnsson með Staffan Scheija, en þetta stykki er að finna á einleiksplötu Einars sem út kom eigi alls fyrir löngu. Þá flutti hann líka einleiksverk Askels Mássonar, Blik, sem einnig er til á hljómplötu. Og Einar var enn í eld- línunni, einn eða ásamt Scheija. Hann flutti líka verk eftir Paavo Heininen, Sven-David Sandström, Herman D. Koppel og Edvard Hage- rup Bull. Þetta var einkum það sem að okk- ur íslendingum sneri, en margt fleira eftirminnilegt má nefna: Tin- tinabulari eftir Per Nörgaard, nýtt verk um Tinna, svo og Repons IV eftir Arne Nordheim, gamall „slag- ari“, og Ancora eftir Jan W. Morten- son. Japanir fylltu salinn og hlýddu spenntir á músíkina. Gestgjafi þeirra var eitt þekktasta tónskáld vorra daga, Toru Takemitsu, og kynnti hann höfundana. Það var mikið um veisluhöld og stórmenni, enda Svíakonungur og Danakrónprins viðstaddir ásamt norrænum ráðherrum, þ.á m. Birgi ísleifi og frú hans. Hafliöadagar í Norrœna húsinu Skömmu eftir stórátak í bók- menntamálum — alþjóðlegt rithöf- undaþing — gerir Norræna húsið myndarlegt átak í tónlistinni; stend- ur fyrir ítarlegri kynningu á verkum Hafliða Hallgrímssonar, sem fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs núna seinast. Knut Ödegárd, for- stjóri Norræna hússins, er maður smekkvís og fundvís á stóratburði, enda maður há- og fjölmenntaður, auk þess hið besta skáld. Tónlistarlíf í Reykjavík er orðið svo umfangs- mikið, og stundum fjörugt, að okkur hættir til að verða sjálfum okkur nógir: gleyma merkismönnum, sem af tilviljun ekki eru á staðnum. Og þetta hefur gerst á stærri stöðum en i Reykjavík. Hafliði hefur alltaf verið búsettur erlendis, sem í sjálfu sér er engin listræn dyggð, og það hefur orðið til þess, að við höfum ekki gert okkur nægjanlega grein fyrir mikilvægi hans, þótt sambandið hafi aldrei rofnað. En nú hefur Norræna húsið bætt úr þessu. (Annað tónskáld sem við megum ekki gleyma er Jónas Tómasson á Isafirði, en sá staður er jafnlangt frá Reykjavík og Edinborg.) Eins og kunnugt er, og fram kom á tónleikunum, er Hafliði prýðileg- ur sellisti, hægt og sígandi haslaði hann sér völl sem tónskáld. Þeir tvennir tónleikar, sem upp á var boðið, ásamt persónulegu spjalli hans sýndu þennan feril glögglega. Við fengum að heyra fíngerð kammerverk, sem birtu okkur kosti Hafliða; þau voru háljóðræn, gegn- sæ, tæknilega vel unnin og nákvæm í framsetningu. Hafliði er mikill nostrari, sem bæði er kostur og löstur hjá lista- manni. Verkin vilja verða hvert öðru lík, og það er ekki að sjá miklar breytingar í stíl eða framsögn frá elsta verkinu til hins yngsta. Hafliði virðist hafa fundið sér ,,ídeal“, sem hann reynir að nálgast með yfirlegu og fínpússningu. Sumir höfundar msmim VINSÆLUSTU TOL VUR í EVRÓPU í DAG Nú getum við boðið þessar frábæru tölvur með aukabúnaði og forritum á verði og greiðslukjörum sem aðeins AMSTRAD getur boðið. Clf If CDT I ITl “ VILDARKJÖR ALLT AÐ 12 MÁN. CIVIVCIl I U I 1 1- SAMNINGUR ALLT AÐ 12 MÁN. EÐA REST A 6-8 MAN. Út, SKULDABRÉFI. Kr. 47.400.-I |Kr. 56.900.- mmmpiaa) Kr. 87.590.- — Kr. 19.980.- AMSTRAD PC 1512M 1. drif 14" sv/hv pergam. skjár. Litaskjár auka kr. 17.900.- AMSTRAD PC 1512M AMSTRAD PC 1512M AMSTRAD PRENTARI A4 2 drif. 14“ sv/hv pergam. skjár. Lita- 20 MB. HD. 14" sv/hv pergam.skjár. DMP 3160. Hraði 160 stafir pr.sek. skjár auka kr. 17.900.- Litaskjár auka kr. 17.900.- NLQ gæöaletur, PC staðall. Al ■ I I Hll ARJICTB An D/' 4C4 0 Mús-ísI. GEM forritin: Graphic, Desktop og Paint teikniforrit. ULLUIVI MIVI9 I KMI/ IV 10l£ Abilityforritin: Ritvinnsla, súlu-og kökurit, Reiknivangur, Gagnasafn TOLVUNUM FYLGIR: og Samskiptaforrit. 4 leiklr: Bruce Lee, Dambuster, Wrestling og PSI 5T.C. Kr. 86.570.- Kr. 95.980.- Kr. 126.870.- Kr. 32.500.- IEEEI AMSTRAD PC1640 ECD 14“ ECD hágæða litaskjár. EGA, Hercules, CGA kort. 1 drif. Mús og íslenskuö GEM forrit. AMSTRAD PC 1640 ECD AMSTRAD PC 1640 ECD AMSTRAD PRENTARIA3 14“ ECD hagæða litaskjár. 14“ ECD hágæða litaskjár. DMP 4000. Hraði: 200 stafir pr. sek. EGA, Herkules, CGA kort. 2 drif. EGA, Herkules, CGA kort. 20MBHD. NLQ gæðaletur. PC staðall. Mús og islenskuö GEM forrit. Mus og islenskuö GEM forrit. ViÐGERÐARÞJÓNUSTA: Tækniverkst. Gísla J. iohnsen. MÓTTAKA: AMSTRAD verslunin v/ Hlemm. NÁMSKEIÐ: Tölvufræðslan, Borgartúni 56. FYRIRTÆKJA TILBOÐ: DAH fiórha9sbókhald* AMSTRAD PC1512 M 20 MB HD. KR. 119.900.- |\MW sölu-og^ag^rkerfi. AMSTRAD PC1640 ECD 20 MB HD. KR. 159.900.- HÖFUM OPNAÐ STORGLÆSILEGA éÍGQFERMETRA VERSLUN VIÐ HLEMM. /' AMSTRAO er breskt fyrirtæki með utibú um allan heim! AMSTRAD framleiðir 21 gerð af tölvum auk hljómtækja og myndbanda. AMSTRAD tölvureru nú langvinsælustu tölvur í Evrópu. AMSTRAD hefur tvöfaldað veltuna árlega siðan 1983. AMSTRAD hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framleiðslu og markaðssetningu. AMSTRAD hefur nú opnaö útibú í Bandaríkjunum. 800 tölvuverslanir þar selja nú AMSTRAD. AMSTRAD markaössetur nýja byltingarkennda feröatölvu á ótrúlega lágu veröi i jan.'88. AMSTRAD hefur boðað 15-20 nýjungar á árinu 1988. AMSTRAD framleiöir vöru, sem er tilbúin til notkunar, kostar lítiö en gefur mikiö. Opið laugardaga kl. 10-16. VERSLUN V/ HLEMM. S. 621122. Bökabúð TÖLVUDEILD WKVSkCKk Laugavegi 116, "5** 105 Reykjavík, s: 621122. Akranes: Bókaskemman / Keflavík: Bókab. Keflav. Akureyri: Bókav. Edda / ísafj. Hljómtorg ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGR. OG GENGI GBP 5. NÓV. '87. jaldió, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. UREúnil 68 55 22 HtLGAHFÓS I UHINN 2!i

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.