Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 32
TÚLKUR HITLERS . SKRÁIR NIÐUR Þegar hér var komið sögu var Hamsun orðinn mjög umdeildur í heimalandi sínu vegna þeirrar sam- úðar sem hann hafði sýnt málstað Þjóðverja. Fundurinn með Hitler þótti hámark smekkleysunnar af hálfu hins gamla manns, sem marg- ir voru farnir að telja sér trú um að gengi ekki heill til skógar. Það var ekki fyrr en nokkru eftir stríð, þegar „föðurlandssvikarinn" Knut Hams- un var dreginn fyrir rétt, að heimur- inn fékk að vita hvert erindi hins 84 ára gamla rithöfundar var á fund Hitlers. Þangað fór hann til þess að lýsa vanþóknun sinni á ruddalegu framferði Jósefs Terboven, land- stjóra Hitlers, í garð Norðmanna og krefjast þess að hann yrði settur af. í Berghof, fjallasetrinu skammt frá Berchtesgaden, tók Hitler á móti hinum norsku gestum. Klukkan var 2 eftir hádegi. Foringinn vísaði þeim Hamsun og Holmboe til sætis við hringborðið nálægt stóra útsýnis- glugganum. Þar settist einnig Dietrich blaðafulltrúi. Túlkur Hitl- ers, Ernst Zuchner, vék til hliðar þegar ljóst var að Holmboe myndi túlka fyrirhugaðar samræður. Zuchner settist álengdar við borð á upphækkuðum palli. Vegna lélegrar heyrnar Hamsuns þurftu menn að tala mjög hátt svo Zuchner átti auð- velt með að skrá niður það sem fram fór næstu 45 mínútur. í dag er skýrsla Zuchners aðalheimild okkar um þennan sögulega fund. Málaferl- in gegn Hamsun voru hafin þegar þessi skýrsla barst mönnum í hend- ur. Ernst Zuchner var háttsettur embættismaður í áróðursmálaráðu- neyti Göbbels. Eins og Holmboe hinn norski sinnti hann menningar- málum í sínu ráðuneyti og hafði sem slíkur náin tengsl við háskólana. Eins og Holmboe var hann mikill málamaður og þýddi meðal annars verk Kristmanns Guömundssonar á þýsku. Á árunum 1934 til 1943 var Kristján Albertsson lektor við Berlínarháskóla. Með þeim Zuchn- er hafði tekist góður vinskapur og sagði hann Kristjáni strax frá því sem fram fór á fundi Hitlers og 40 mínúturnar mátti hann sitja und- ir gagnrýni Hamsuns á „Reichs- kommissar" Terboven og gjörðum hann í Noregi. Þessi framkoma fór afskaplega í taugarnar á foringjan- um. Hann var ekki vanur að fá slíka gagnrýni inn á teppi til sín. Holm- boe gerði sér grein fyrir því að Hamsun var á góðri leið með að of- bjóða þolinmæði húsbóndans. Á réttu augnabliki tókst honum að beina umræðum inn á aðrar brautir. Á þessum tíma var talsverð valda- togstreita milli Terbovens og Quisl- ings. Meðal annars deildu þeir um tiltekin skjöl er vörðuðu utanríkis- mál og Terboven hafði látið loka niður. Holmboe notaði tækifærið og leitaði liðsinnis Hitlers í þessu hita- máli. Það tókst. Hitler veitti honum heimild til að fá hin umdeildu skjöl. Holmboe tók ennfremur að ræða al- menningsálitið í Noregi og sagði hann Hitler að það gerði þeim mjög erfitt fyrir að litið væri á meðlimi NS, flokks Quislings, sem föður- landssvikara. Þegar samtal Hitlers og Holmboes hafði staðið nokkra stund varð for- inginn aftur mjög óþolinmóður. Hann hafði vanist því að tala í gegn- um túlka en ekki við túlka og kunni því þess vegna illa hve Holmboe var orðinn leiðandi í samræðunum. I bók sinni „Processen mod Hamsun" segir Torkild Hansen að orðaskipti Hitlers og Holmboes bendi til þess að heimsóknin hafi verið vel undir- búin af hálfu Quislings og hans manna. Hlutverk Holmboes hafi hér verið aö vinna foringjann á band NS og styrkja þannig stöðuna gagnvart Terboven. FORINGINN MÁ SÍN LÍTILS Heimsókn Norðmannanna var nú farin að reyna alvarlega á þolrifin í Hitler. Hann fór að beita sinni gömlu aðferð, að tala viðstöðulaust og slá viðmælendur sína út af laginu með málæði. Hamsun sá við þessari tak- tík og tók orðið hreinlega af foringj- anum. í hans huga var umræðunum um Terboven og framferði hans fjarri því að vera lokið. Hamsun greip fram í hárri raustu: „Aðferðir landstjórans henta ekki hjá okk- ur. . . — við frábiðjum okkur meira.“ Spennan fór vaxandi. Andrúms- loftið varð nánast óbærilegt. Holm- boe vék sér undan því að þýða síð- ustu orðin. Dietrich óttaðist að Hitl- er myndi nú á hverri stundu missa stjórn á skapi sínu. Samstarfsmönn- um hans stóð ógn af þeim ofboðs- legu æðisköstum sem hann gat fengið. Einn viðstaddra hefur þó lík- ast til verið of gamall, of lífsreyndur og of stór í sniðum til að óttast geðs- hræringar húsbóndans. Og kannski hefur Hitler sjálfur skynjað að and- spænis hinu aldna stórskáldi var æðiskast í versta falli brjóstumkenn- anlegt. A.m.k. tókst honum enn um sinn að sitja á sér. Fundurinn hélt áfram. Hitler lét móðann mása, en aftur og aftur tókst Hamsun að stilla honum upp við vegg — jafnvel þótt Holmboe kæmi í veg fyrir að beinskeyttustu athugasemdirnar næðu eyrum Hitl- ers. Dr. Dietrich hefur skýrt frá því í endurminningum sínum að á 12 ára starfsferli sem blaðafulltrúi Hitlers hafi hann aldrei séð útlendan mann standa eins uppi í hárinu á honum og Knut Hamsun gerði þennan eftir- miðdag sumarið 1943. Hálfníræð- um og nærri heyrnarlausum tókst Hamsun að brjóta niður samræðu- taktík þess manns sem talað hafði milljónir til fylgis við sig. Hamsuns. 1 bók Jakobs F. Ásgeirs- sonar, Margs er aö minnast, kemur fram að þegar Kristján frétti af mála- ferlunum gegn Hamsun gerði hann strax sitt til að þessar skýrslur mættu berast Norðmönnum í tæka tíð. Vera má að upplýsingar Krist- jáns hafi hér skipt sköpum. HOLMBOE VINNUR HITLER Á BAND QUISLINGS En aftur í Berghof Hitlers. Foring- inn lét í ljós ánægju sína með að hitta skáldið. Hann byrjaði strax að ræða um skáld og skáldskap. Hon- um varð þó fljótlega Ijóst að gamli maðurinn var ekki kominn til að rabba um bókmenntir. Um leið og færi gafst fór Hamsun að ræða um ástandið í Noregi. Hitler reyndi í fyrstu að eyða áhyggjum hans og leiða athugasemdirnar hjá sér. En Hamsun hvikaði ekki frá erindi sínu. Huggulegt teboð snerist upp í hálfgerða martröð hjá Hitler. Næstu 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.