Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 34

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 34
Skoðanakönnun meðal starfsmanna Landsbanka íslands leiddi í Ijós aö eldri starfsmenn bankans hefðu heldur viljaö hafa gamla merkið hans áfram. Nýtt merki var hannað á 100 ára afmæli Landsbankans á síðasta ári og þykir það með- færilegra í notkun en það gamla. Gamli sjómaðurinn horfinn af braut og í staðinn komið nýtiskulegt merki. Margir tengdu gamla merkið við verstu kafl- ana i sögu Útvegsbankans. Pegasushestur Flugfélags íslands og hinn fljúgandi fálki Loftleiöa tilheyröu fortíðinni við sameiningu flugfélaganna 1973. Þá var hannað nýtt merki af bandarísku fyrirtæki og olli sú ákvörðun miklum úlfaþyt hér á landi, þar sem gengiö var framhjá íslenskum auglýsingateiknurum. VIRÐULEIKA KASTAÐ FYRIR RÓÐA Rótgróin fyrirtœki breyta merkjum sínum Nýtískuleg og ,,hressileg“ merki í fyrirrúmi Merki fyrirtœkja eru nokkuö sem fáir hugsa mikid út í. Samt vita flestir hvaða fyrirtœki á í hlut þegar merki þess blasir við, en sjálfsagl finnst fólki litlu máli skipta hvað merkið á í raun að tákna. A síðustu árum hefur það fœrst i vöxt að stór og gamalgróin fyrirtœki breyti merkjum sínum. Má þar til dœmis nefna að við sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða var hannað nýtt Flugleiðamerki og þótti mörgum eftirsjá að hinum gömlu merkjum félaganna og hefðinni sem þau báru með sér. Nú á dögum á „léttleiki" að hvíla yfir flestu. Rík áhersla er lögð á einfaldan og hreinan stíl og því ekki uiidarlegt að mörg fyrirtæki noti tækifærið á afmælisári og láti hanna nýtt fyrir- tækismerki. Það gerði m.a. Lands- banki íslands á 100 ára afmæli bankans í fyrra. Áður en að afmælinu kom var ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um merki fyrir afmælisárið sem og minjagrip, en að sögn Brynjólfs Helgasonar hjá markaðssviði Landsbankans þótti við hæfi að kanna hvort tillaga bærist um nýtt merki á þessum tímamótum. Ástæðu þess kvað hann einkum þá að hið gamla merki Lands- bankans hefði verið erfitt í útfærslu, til dæmis þegar prenta þurfti á plastkort og auglýsingar. „Það var oft erfitt að eiga við gamla merkið,“ sagði Brynjólfur „Það var kannski svolítið gamal- dags en mörgum þótti það virðulegt. Það hafði verið notað í yfir 30 ár og eðlilegt að mörgum þætti eftirsjá að því.“ Brynjólfur segir hið nýja merki Landsbankans einfalt í útfærslu og sé auk þess nýtískulegra. Nýja merkið er aðallega notað í rauðum lit en það eldra var í bláum lit: „Það var tilviljun sem réð því að rauði liturinn ríkir," segir Brynjólfur. „Tillagan kom í rauðu og þess vegna var merkið haft í sama lit. Höfundur þessa merkis er Tryggvi Tryggvason auglýsingateiknari." Brynjólfur segir engan aukakostnað hafa fylgt því að taka nýja merkið í notkun, þar sem það hafi verið gert smátt og smátt og eldri birgðir af bréfum, ávísanaheftum o.s.frv. með gamla merkinu hafi ekki verið eyðilagðar. Hvort allir séu sáttir við nýja merkið segir hann að gerð hafi verið könnun á því meðal starfsmanna Lands- bankans eftir að tillagan var verð- launuð og þar hafi komið fram að um 70% starfsmanna væru ánægð með nýja merkið, en 30% fremur óánægð: „Það var helst eldra starfsfólkið sem hefði viljað hafa gamla merkið áfram.“ Brynjólfur segir að allt auglýsingaefni sé nú mun ákveðnara en áður tíðkaðist og þá sérstakt meðfærilegt merki nauðsynlegt: „Það var næstum verk fyrir listmálara að koma gamla merkinu á skiltil," segir hann. Þegar hann er spurður hvernig honum sjálfum finnist nýja merkið svarar hann: „Mér finnst liturinn góður, það er stíl- hreint og kemur vel út í mis- munandi útgáfum. Það er vilji hér í bankanum til að breyta ýmsum hlutum og þótt bankinn sé auð- vitað gamalgróin stofnun þurfa hlutirnir ekki að vera gamaldags. Einn þátturinn í að breyta þeirri mynd er merki bankans. Þegar vaxtafrelsið kom upp í ágúst 1984 fór samkeppnin á fleygiferð og þá sást að ekki er hægt að hafa allt eins og áður var." Útvegsbanki íslands hefur líka breytt sínu merki. Gamli virðulegi sjómaðurinn er horfinn og í staðinn er komið „nýtískulegt" merki. Það má geta sér þess til að merki bankans hafi tengt hann verstu köflunum í sögu hans og þegar nýir eigendur tóku við hafi þeim þótt eðlilegt að minna á það, meðal annars með hönnun á nýju merki bankans. Það var auglýsingastofa Ólafs Stephensen sem hannaði merkið. Flugleiðamerkið, sem var hannað af bandaríska fyrirtækinu Clinton E. Frank Inc. við sam- einingu flugfélaganna 1973; leysti af hólmi merki Flugfélags íslands og Loflleiða. Þar sáu margir eftir erninum fljúgandi og pegasus- hestinum, en sitt sýnist hverjum. Við birtum hér myndir af gömlum og nýjum merkjum fyrrnefndra fyrirtækja og þið getið leikið ykkur að því að skoða þau gagn- rýnum augum. Kannski finnst ykkur sem í einhverjum tilvikum hafi breytingar verið gerðar breytinganna vegna og ekki endilega verið til batnaðar? STJÖRNUSPÁ HELGINA 20.-22. NÓVEMBER Þú gerir góð kaup á föstudag, ef þú ert á annað borð í slikum erindagjörðum, en það gaeti ýmislegt bjátað á í ástamálum. Bjart- sýni þín og hressleiki kippa því þó fljótt í lið- inn. A sunnudag gaetir þú staðið frammi fyr- ir vandamáli, en það leysist blessunarlega. NAUTIÐ (21/4-21/Sj Þú ert einhverjum órétti beittur, en þú ættir að læra af reynslunni. Nú er rétti tíminn til að leita á nýjar slóðir, þar sem þú færð sjálfur meiri fullnægju og fólk kann betur að meta þig. Annars er fólkið í kringum þig að átta sig á kostum þínum. TVÍBURARNIR (22/5—21 /6) Þér finnst eflaust tími til kominn að breyta um á einhvern hátt og láttu bara verða af því. Þú hefur ekki fengið mikið hrós síðast- liðna mánuði, en þá sástu líka hvern innra mann ákveðnir aðilar höfðu að geyma. Reyndu að setja þig í spor annarra áður en þú dæmir. KRABBINN (22/6—20/7] Láttu það eftir þér að kaupa hluti, sem veita ánægju. Það er líka margt vitlausara en að huga að jólagjafakaupum. Ef þú sýnir af þér ákveðni og lætur ekki bugast eru þér allir vegir færir. Þú ættir að taka lifinu með ró þessa helgi, þó svo mikið sé ógert. LJÓNIÐ (21/7-23/81 Nú átt þú að slaka á og njóta afraksturs erfið- isins. Ymislegt gæti komið þér þægilega á óvart og þú verður reynslunni ríkari eftir þessa helgi. Kynntu þér forsögu nýrra sam- starfsaðila áður en þú gengur endanlega frá samningum. MEYJAN (24/8-23/91 Ef þú ert dæmigerð Meyja finnurðu þörf fyr- ir að tala af hreinskilni og hætta að sætta þig við minna en réttlátt er, hvort sem það er í einkalífinu eða vinnunni. Ekki halda áfram að vera áhorfandi. Sýndu ákveðnum aðila að þú látir ekki blekkjast. Fjármálin þróast i rétta átt. t'T.; c-nnjn-»T7rrc—■ Kannaðu fjárhaginn ef þú ætlar í verslunar- leiðangur og varastu óþörf útgjöld. Ástvinur þinn er eitthvað vansæll á laugardag, en það lagast og viðkomandi hjálpar þér að takast á við svipaðar tilfinningar á sunnudag. SPORÐDREKINN (23/10-22/1) Föstudagurinn hentar vel til hvers kyns áætlanagerðar, þó enn sé langt í fram- kvæmdina. Allt gengur betur í vinnunni, sér- staklega það sem tengist fjármálum. Þú hef- ur samt einhverjar fjárhagsáhyggjur á sunnudag, en mundu að líta á björtu hliðarn- ar. Þú ert heldur betur á happaskeiði í lífinu núna og allt ætti að ganga þér i haginn, ef þú kannt að spila úr því sem þú færð í hendur. Hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér! Dettu ekki i þá gryfju að velta þér upp úrfortíðinni. Það hefur illt eitt í för með sér. STEINGEITIN (22/12-21/1 Það eru einhverjir erfiðleikar í ástamálunum, en þeir vara ekki lengi. Treystu hugboðum þínum og varastu að móðga fólk með van- hugsuðum orðum. Þú ættir að vera svolitið einn með sjálfum þér yfir helgina og hug- leiða liðna tíð, þó hún sé auðvitað óum- breytanleg. Gerðu átak í að losa þig við hræðslu sem þjakar þig. Lífið getur veriö bráðskemmti- legt ef þú trúir á sjálfan þig, énda stendur allt til bóta í vinnunni. Nú er mikilvægt að fá ætt- ingjana á þitt band varðandi ákveðna breyt- ingu, sem þú hefur í huga. Það sem eftir er ársins verður stóráfallalaust. FISKARNIR (20/2-20/31 Það er langt í að fjármálin komist í lag, en með ýmsum ráðum má gera ástandið þol- anlegt. Nú er rétti tíminn til að ganga frá lausum endum, því áhrifamenn sýna þér nauðsynlegan skilning. Um þessar mundir er að hefjast mikilvægasta tímabil ársins hvað varðar vinnuna. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.