Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 3
Nýtt líf. Ætla mætti að starfsfólk blaðsins væri sjálft hátískufólk og hefði yfirskilvitlegan skilning á klæðaburði annarra. í greininni segir m.a.: ,,Þó aö öllum sé auð- vitað frjálst að klœðast eftir eigin höfði eru skoðanir mjög oft mis- jafnar hvernig til hefur tekist." Síðan fylgir listi yfir þá sem Nýtt líf telur best klæddu konurnar og karlmennina. Meðal best klæddu kvennanna eru Brynja Nordquist, sem fyrir tilviljun starfaði hjá Nýju lífi lengi, Guðfinna Svavarsdóttir, sem lengi sá um tískuþátt blaðs- ins, Hjördís Gissurardóttir, sem var á forsíðu blaðsins fyrir skömmu, og Svava Johansen, verslunarstjóri í tískuversluninni Sautján. Svo er auðvitað Salóme Þorkelsdóttir á þeim lista sem og Vigdís forseti. Meðal þeirra verst klœddu gefur að líta nafn Hólmfríðar Árna- dóttur viðskiptafrœðings, sem okkur á HP er ekki kunnugt um að hafi verið mikið í sviðsljósinu eins og sagt er í greininni. Þá þykir þeim á tímaritinu séra Solveig Lára Guðmundsdóttir afskaplega illa klædd — í hemp- unni vafalaust. Og hver haldiði að sé meðal best klœddu karl- mannanna? Jú, til dæmis Helgi Magnússon, forstjóri Útsýnar, en eins og kunnugt er gaf Frjálst framtak út bók hans um Hafskips- málið, Viktor Urbancic, fyrrv. maður Lindu Hrannar Haralds- dóttur, sem séð hefur um tísku- þáttinn nokkrum sinnum, og Heiðar Jónsson snyrtir, sem áður starfaði mikið fyrir tímaritið. Verst klæddir eru svo þeir sem starfa að verkalýðs-, lista- og fjölmiðlamál- um, til dæmis Ásmundur Stefáns- son, Flosi Ólafsson og Illugi Jökulsson. 2 manna svefnsófinn með sængurfatageymslu Raðsett klætt með áklæði eða nýja undraefninu LEÐURLUX. Ótal uppröðunarmöguleikar. BÓLSTRUN Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26 (Dalbrekku megin) sími 641622, heima 656495. NÝTT Folaldaschnitzel Folaldabuff Folaldagullasch Folaldafillet Folaldahakk 938 kr./kg 959 kr./kg 752 kr./kg 959 kr./kg 199 kr./kg. SVÍNAKJÖT Bacon adeins Rifjasteik aðeins Lærissteik Svínakótilettur Svínalundir 421 kr./kg 406 kr./kg 485 kr./kg 869 kr./kg 1.010 kr./kg ÚRVALSNAUTAKJÖT MEISTARAFLOKKUR . Buff Gullasch Fillet Mörbráð Grillsteik Bógsteik Hakk Hamborgarar m/brauði 790 kr./kg 720 kr./kg 670 kr./kg 960 kr./kg 1.290 kr./kg 360 kr./kg 395 kr./kg 435 kr./kg 40 kr./stk. Opið til kl. 19.00 virka daga Laugalœk, sími 686511 Garðabœ, sími 656400 Feróaskrifstofa Akureyrarhf. Ráðhústorg 3 - SÍMI (96)25000 HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.