Helgarpósturinn - 25.02.1988, Side 7

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Side 7
NDAN I SÍS Guðjón B. Ólafsson Hefur hann unnið sér til óhelgi með því að leggja áherslu á heiðarleg viðskipti í stað „félagshyggju", sem birtist í því, að Framsókn opnar sjóði ríkisins fyrir „fallit" SÍS-fyrirtækjum, SÍS sína fyrir Framsókn, allt í nafni „samvinnuhug- sjónarinnar"? fræðilegan búning, í Sovét er það marxisminn, hér er það fyrirbæri, sem er kallað „samvinnuhugsjónin" og elstu menn rámar í að frumherj- ar þess viðskiptastórveldis, sem nú er orðið SIS, hafi í upphafi haft með sér í farteskinu, enda áttu þeir enga peninga. Þetta er ekki fyrirbrigði, sem þjónar því einu hlutverki að gera valda- og hagsmunabaráttu hugnanlegri, heldur liggur það í innsta eðli þessara fyrirbæra, að klæða allan ágreining og baráttu í hugmyndafræðilegan búning. Nú þótti tími til kominn að hefja undirróðurinn gegn Guðjóni B. á þetta stig. í Alþýðublaðinu 6. febrú- ar birtist grein um ,,Átök í SÍS", sem „áhrifamaður innan SÍS“ er borinn fyrir. Þar er slegið á strengi Alþýðu- flokksins og byrjað á því að segja, að spurningar hafi vaknað um framtíð- arstefnu Sambandsins, hvort SÍS eigi að vera „neytendasamvinnufélag eða nánast eingöngu framleiðslu- samband" (I). Þessi ágreiningur er sagður „endurspeglast í deilum um ráðningu framkvæmdastjóra versl- unardeildar". Axel Gíslason er sagð- ur hafa gefið kost á sér í þetta starf með því skilyrði þó, að „verslanir Sambandsins væru með sameigin- leg innkaup, tölvuvætt birgðahald og heildarstjórnun". Venjulegum „samvinnumönnum" mundi detta í hug, að grundvallarágreiningur eins og það, hvort Sambandið skuli vera „neytendasamvinnufélag" eða „framleiðslusamband", væri rædd- ur og ráðið til lykta í stjórn SÍS eða jafnvel skotið til aðalfundar. En, nei, hann bara „endurspeglast" í ráðn- ingu forstjóra fyrir einni deild! Neyt- endasjónarmiðið snýst svo um „sameiginleg innkaup, tölvuvætt birgðahald og heildarstjórnun". Út á þetta fær forsvarsmaður „neytenda- sjónarmiðsins", Axel Gíslason, stóra mynd af sér við hlið Guðjóns, þar sem hann „kannast ekki við umtal- aðan ágreining og árekstra við for- stjórann". Allt er þetta í góðum Kremlarvéfréttastíl. Loks skýrir blaðið frá því, að sá, sem hneppt hafi þetta hnoss, sé Olafur Friðriks- son, áður kaupfélagsstjóri á ýmsum stöðum á Norðurlandi og sagður ná- inn samstarfsmaður Vals Arnþórs- sonar, en þó á sambúð Guðjóns og Axels að hafa kólnað mjög við þetta. Alþýðublaðið heldur síðan áfram að ræða um margháttaðan vanda SÍS og allt í þeim dúr að hann sé ný- tilkominn á þessu eina ári Guðjóns sem forstjóra: Skuldir SÍS í Lands- bankanum á annan milljarð. Gott og vel, en hverjar voru þær við brottför Erlendar Einarssonar? 100-milljóna tapið á sölu Sölvhólseigna. Stað- reyndir þess máls voru raktar í síð- asta blaði HP. Og að lokum er talið, að „spurningin sé ef til viil, hvort Sambandið verður fyrirtæki fjöld- ans, en ekki bara fyrirtæki fámennr- ar framleiðslustéttar". Bull. Spurningin er um það, hvort nýráðinn forstjóri fær tækifæri til að sýna, hvort hann hefur reynslu og hæfni til að stjórna þessum íslenska viðskiptarisa, eða hvort gamla for- stjóraveldinu frá tíð Erlendar tekst að steypa honum af stóli? „ÓHAPPAKEÐJAN" OG MEIRI HUGMYNDA- FRÆÐI Þann 13. febrúar birtist fréttaskýr- ing í Alþýðublaðinu undir fyrirsögn- inni: „Veikist staða Guðjóns" og er nú lagt út af Smárahvammsmálinu. Nú þykir svo orðið tímabært að færa á reikning Guðjóns undir nafninu „Óhappakeðjan": slæma skulda- stöðu SÍS, rekstrarerfiðleika hjá kaupfélögunum,* „Útvegsbanka- missinn", Sölvhólsgötusöluna, Kirkjusands„ævintýrið“ og nú „Smárahvammshvarfið". í framhaldi af þessu er svo fitjað upp á nýjum hugmyndafræðilegum ágreiningi: Guðjón „hafi þróast upp í amerískum stíl í viðskiptum, sem sé töluvert frábrugðinn því, að stjórna fjöldahreyfingu eins og Sam- bandiö sé“. (Hvar lærðu Vilhjálmur Þór og Erlendur sinn stjórnunar- stíl?) Því sé það, „að við rekstrar- erfiðleika SIS og óheppni í viðskipt- um bætist einnig ágreiningur um stefnu Sambandsins í framtíðinni: Á gamla samhjálpin milli kaupfélaga og rekstrardeilda SÍS að halda áfram, eða á markaðshyggjan að ráða ríkjum, þar sem gerðar eru þær kröfur, að hvert kaupfélag og sérhver deild innan SÍS verði að bera sig eða fari á hausinn ella. Guð- jón B. Ölafsson hefur verið fylgjandi markaðshyggjuleiðinni og er nú, að sögn innvígðra í valdabaráttu SÍS- toppanna, tekist mjög á um framtíð- arstefnu Sambandsins". Enginn, sem HP hefur talað við, kannast við þennan ágreining um „framtíðarstefnu Sambandsins". Staðreyndin er sú, að gamla „sam- hjálpin" hefur oftar en ekki verið skálkaskjól þeirra manna, sem látið hafa vaða á súðum í fjármaium í þeirri trú, að gamli SÍS og maddama Framsókn reddi öllu fryrir horn að lokum og því var það heldur óglæsi- legur arfur, sem „nýi stjórnandinn" fékk í arf frá fyrirrennara sínum í gjaldþrota kaupfélögum og öðrum fyrirtækjum — og nú, eftir árs stjórnun, skal alfarið skrifast á hans reikning. Fullyrða má, að hvað sem látið er í veðri vaka nú, muni hver þeirra manna, sem nú dreymir um hinn eftirsótta forstjórastól SÍS, vera nógu harðsoðinn bissnissmaður til þess að sjá, að ef minnsta von á að vera um, að hið græna tré SÍS blómgist og dafni, verður að sníða af því margs konar kalkvisti, skófir og sníkjuplöntur, sem á það hafa sest í áranna rás. Guðjón segir hreint út það sem margir byrgja í brjósti eða kjósa að tala um með tungum tveim meðan á valdabaráttunni stendur og hinar ýmsu klíkur þreifa fyrir sér um bandamenn á úrslita- stundinni. Kannski verður það hon- um að falli? Hér á við að minna á nokkur at- riði úr Kreml-sifjafræðinni: Á leið sinni til valda myndaði Stalín fyrst bandalag við Búkharín og Zinovjeff gegn Trotzky. Síðan við Zinovjeff gegn Búkharín. Loks við Búkharín gegn Zínóvjeff. Þá lét hann útrýma þeim öllum. Og skömmu fyrir dauða sinn lét hann stokka allt for- stjóraveldið upp með gagngerum skipulagsbreytingum. Skyldu sumir forkólfar SÍS hafa lesið sér til um að- ferðir Jóseps karlsins, eða skyldu svipaðar félagsaðstæöur framkalla svipuð viðbrögð? „ÍSFIRÐINGAMAFÍAN" Við þetta má svo að endingu bæta kenningunni um „Ísfirðingamafí- una“, sem fékk aukinn byr í seglin við ráðningu Erlings Aspelund í stöðu fulltrúa forstjóra með starfs- mannaþjálfun og -fræðslu sem meg- inverkefni. Erling er af ísfirskum ættum og fæddur á Isafirði og — samkvæmt sögunni — gamall leik- bróðir Guðjóns þaðan og Kjartans P. Kjartanssonar, fjármálastjóra SIS. Sá hængur er að vísu á þessari kenn- ingu, að Erling flutti þaðan ómálga barn, en kenningin er engu síður trúleg, þegar við hana er bætt, að í stjórn SÍS sitja tveir umsvifamiklir kaupfélagsstjórar, sem einnig eru frá Isafirði, bræðurnir Þorsteinn og Gunnar Sveinssynir. Samkvæmt þessari kenningu er öðrum hvorum bræðranna ætlað að taka við for- mennskunni í stjórn SÍS af Val Arn- þórssyni, þegar hann lætur af því starfi — væntanlega í sumar — til að taka við bankastjórastarfi í Lands- bankanum af Helga Bergs. Væru þá Vestfirðingar búnir að ná öllum tök- um á SÍS og fer þetta nokkuð fyrir brjóstið á þeim, sem telja samvinnu- hreyfinguna sérþingeyskt fyrirbæri, sem ekki eigi sinn líka í heiminum. FJÓRMENNINGAKLÍKAN Gamla stjórnunarklíkan í kringum Erlend Einarsson er mœtt til leiks aö nýju með Val Arnþórsson sér til fulltingis. VALUR ARNÞÓRSSON Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður SÍS og kaupfélagsstjóri KEA, verður 53ja ára gamall 1. mars. Hann fæddist á Eskifirði, sonur Guðnýjar Pétursdóttur og kaupfélagsstjórans Arnþórs Jensen, Wihelms kaup- manns og útgerðarmanns Jensen. Valurlauk Samvinnuskólaprófi 1953 og hóf þá störf hjá Samvinnutrygg- ingum meðfram námi í London. 1965 gerðist Valur fulltrúi kaupfé- lagsstjóra KEA, varð aðstoðarkaup- félagsstjóri 1970 og loks kaupfélags- stjóri 1971. Þá var hann byrjaður i pólitíkinni, var bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Ákureyri 1970— 1978. 1975 settist hann í stjórn SÍS og varð stjórnarformaður 1978. Hann hefur og gegnt formennsku eða stjórnarmennsku i ótal öðrum samvinnufyrirtækjum og í opinber- um stofnunum. Af félagsmálum að öðru leyti má nefna að hann er stór- meistari frímúrarastúkunnar Rúnará Akureyri og um leið einn af gráðu- hæstu frímúrurum landsins, eins og Erlendur Einarsson. Þegar Ijóst þótti að Erlendur Ein- arsson léti af störfum 1986 mun Val hafa þótt stóllinn freistandi, en varð að láta í minnipokann fyrir Guðjóni Ólafssyni. Hann hefur ítrekað verið orðaður við framboð fy rir Framsókn- arflokkinn, en upp á síðkastið talinn kandídat flokksins sem eftirmaður Helga Bergs bankastjóra Lands- bankans. AXEL GÍSLASON Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri SÍS, verður43ja ára á þessu ári. Hann er sonur Solveigar Axelsdóttur kaupmanns Kristjánssonar og Gísla Konráðssonar, forstjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa. Hann varð stúdent frá MA 1964, en lauk verkfræðinámi í Kaupmannahöfn 1971. Hann varð aðstoðarframkvæmdastjóri iðnað- ardeildar SÍS á Akureyri 1972—1974, var síðan með sama titil hjá lceland Products í Bandaríkjunum áður en hann gerðist framkvæmdastjóri skipulags- og fræðsludeildar SÍS 1975—1977, en þá varð hann fram- kvæmdastjóri skipadeildarinnar. Síðar varð Axel fulltrúi forstjóra eða aðstoðarforstjóri Erlendar Ein- arssonar. Sem slikur annaðist hann og skipulagði stórfellda skipulags- breytingu innan SÍS 1986, ásamt „hægri hendi" sinni, Eggerti Á. Sverrissyni, þáverandi fram- kvæmdastjóra fjárhagsdeildar, en nú er Eggert forstöðumaður skrifstofu SÍS í London. Axel var í þessum breytingum hvattur áfram af Guð- jóni Ólafssyni, verðandi forstjóra, sem hafði sín áhrif á útkomuna. Meðal „fórnarlamba" breytinganna voru Þorsteinn Ólafsson, sem verið hafði manna handgengnastur Er- lendi Einarssyni, og Kjartan P. Kjart- ansson, sem nú er aftur á móti orð- inn framkvæmdastjóri fjárhags- deildarinnar og manna handgengn- astur Guðjóni Ólafssyni. ERLENDUR EINARSSON Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri SÍS, verður 67 ára í næsta mánuði. Hann er fæddur í Vík í Mýr- dal, sonur Einars Erlendssonar, bók- ara þar, og Þorgerðar Jónsdóttur. Erlendur lauk Samvinnuskólaprófi 1941 jafnframt þvi að vera starfs- maður Kaupfélags Skaftfellinga en hóf síðan störf hjá Landsbankanum. Til SÍS kom hann 1946 eftir nám í New York, Manchester og London og varð forstjóri SÍS 1955. Hann hef- ur gegnt ótal öðrum trúnaðarstörf- um fyrir samvinnuhreyfinguna hér á landi sem erlendis. Ekki hefur hann gegnt stórum embættum fyrir Framsóknarflokkinn, en verið hand- genginn flokknum, þótt hann hafi sjálfur eitt sinn kallað sig sósíal- demókrata. Af öðrum félagsmálum má nefna að hann er einn gráðu- hæsti frímúrari landsins, meðlimur stúkunnar Glitnis í Reykjavík. Þegar Erlendur lét af forstjóra- starfinu 1986 hvarf hann frá stór- veldi sinu í skugga kaffibaunamáls- ins og hafði Sambandið þá siglt hraðbyri inn í alvarlega fjárhags- stöðu og rekstrarérfiðleika — eftir blómleg ár. Síðustu mánuðina ríkti sannkölluð stjórnarkreppa, þar sem ýmsir smákóngar leituðust við að styrkja stöðu sína. Skipulagsbreyt- ingarnar miklu hjá SÍS vorið 1986 geta vart talist hrein afurð Erlendar, meðal annars vegna útreiðar hægri handar hans, Þorsteins Ólafssonar. ÞORSTEINN ÓLAFSSON Þorsteinn Ólafsson, forstöðumað- ur samvinnusjóðs, verður 43ja ára í næsta mánuði. Hann er sonur Ólafs H. Bjarnasonar deildarstjóra og Bergljótar Guttormsdóttur, en fóst- urafi hans var Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Stúd- ent frá MR 1965 og viðskiptafræð- ingur 1970. Hann starfaði í fjármála- ráðuneytinu 1970—1976, en gerðist þá framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. 1978—1979 var hann aðstoðarmað- ur Hjörleifs Guttormssonar iðnað- arráðherra, en mætti síðan til starfa hjá SÍS sem fulltrúi forstjóra í febrúar 1980. Þorsteinn hefur átt sæti ístjórnum ýmissa dótturfyrirtækja SÍS og í ýmsum nefndum á vegum Fram- sóknarflokksins, meðal annars í Nú- tímanum hf. sáluga. 1985 var hann í kjöri til miðstjórnar flokksins, en vék fyrir Val Arnþórssyni. Þorsteinn var lengi nánasti ráðgjafi Erlendar Ein- arssonar og i innsta hring Sam- bandsins. Hann varð framkvæmda- stjóri þróunar- og nýsköpunardeild- ar SÍS 1984 en í skipulagsbreyting- unum miklu 1986 var sú deild lögð niður og þótti það talsvert áfall fyrir Þorstein en léttir fyrir ýmsa af gamla skólanum, því Þorsteinn taldist arkitekt breytinga í átt til grjótharðra viðskipta- og rekstrarsjónarmiða og hörku gagnvart kaupfélögunum, ímynd frjálshyggjunnar innan SÍS. fþg tók saman HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.